Fundargerð - 25. október 2006

Miðvikudaginn 25. október 2006 kl. 20:00 kom húsnefnd félagsheimilanna í Hörgárbyggð saman til fundar í Hlíðarbæ. Á fundinn komu Árni Arnsteinsson, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir og Jóhanna María Oddsdóttir, auk Sighvats Stefánssonar húsvarðar Hlíðarbæjar og Guðmundar Sigvaldasonar, sveitarstjóra. Ennfremur voru á fundinum Þorsteinn Áskelsson, Þorvar Þorsteinsson og Jóhannes Axelsson.

 

Þetta gerðist:

 

Teikningar af klæðningu í lofti aðalsalar

Lagðar fram teikningar að nýrri klæðningu í loft aðalsalarins í Hlíðarbæ. Höfundur þeirra er Ragnheiður Sverrisdóttir, arkitekt. Teikningarnar gera ráð fyrir láréttu lofti úr gifs-plötum, með óbeinni lýsingu í bitum sem gert er ráð fyrir að komi láréttir á sama stað og núverandi límtrésbitar. Skv. því er ekki gert ráð fyrir kerfislofti.

Arkitektinn gerir ráð fyrir að óbeina lýsingin verði með svonefndum LED-ljósrörum. Annar möguleiki er að nota hefðbundin flúor-rör. Jóhannes tók að sér að gera kostnaðarsamanburð á þessum lýsingar-valkostum.

Ákveðið var að hefja framkvæmdir við loftið í samræmi við framlagðar teikningar. Ákvörðun um útfærslu lýsingar frestað þangað kostnaðarsamanburður liggur fyrir.

Ákveðið að hafa samband við Þorstein Sigurðsson, verkfræðing, um ráðgjöf við útfærslu á loftræstingarkerfi salarins.

 

 

Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið kl. 21:00.