Fundargerð - 13. maí 2008

Þriðjudaginn 13. maí 2008 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgárbyggðar saman til fundar í Þelamerkurskóla.

Á fundinum voru: Oddur Gunnarsson, Aðalheiður Eiríksdóttir, Birna Jóhannesdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri.

 

Þetta gerðist:

 

1. Auðnir 2, skógræktar- og sumarbústaðabyggð

Lagt fram bréf frá Erlu M. Halldórsdóttur, dags. 6. apríl 2008, þar sem óskað er eftir að á aðalskipulagstillögu Hörgárbyggðar 2006-2026 verði gert ráð fyrir skógarræktar- og sumarbústaðabyggð á óræktuðu landi á Auðnum 2, skv. uppdrætti sem lagður var fram.

Nefndin felst á erindið.

 

2. Krossastaðir, frístundabyggð

Lagt fram bréf frá Hæðargarði ehf., dags. 10. apríl 2008, þar sem óskað er eftir að á aðalskipulagstillögu Hörgárbyggðar 2006-2026 verði gert ráð fyrir frístundabyggð á hluta á jörðinni Krossastöðum, sbr. afmörkun á drögum að aðalskipulagstillögu dags. í apríl 2008.

Nefndin felst á erindið.

 

3. Landsnet hf., háspennulína

Lagt fram bréf frá Landsneti hf., dags. 13. maí 2008, þar sem óskað er eftir að á aðalskipulagstillögu Hörgárbyggðar 2006-2026 verði gert ráð fyrir Blöndulínu 3, sem er 220 kV háspennulína sem fyrirhugað er að leggja frá Blöndustöð til Akureyrar. Gert er ráð fyrir að hún fylgi að mestu núverandi byggðalínu (Rangárvallalína 1). Málið var kynnt fulltrúum í skipulags- og umhverfisnefnd og sveitarstjórn á sérstökum fundi 30. apríl 2008.

Nefndin felst á erindið og leggur jafnframt til að gert verði ráð fyrir að reiðleið liggi eftir væntanlegum línuvegi frá Akureyri og að Bægisá.

 

4. Pappírsgámur á Lónsbakka

Fram kom að Gámaþjónusta Norðurlands ehf. hafi stungið upp á að gámur fyrir dagblöð, tímarit, auglýsingabæklinga o.þ.h. verði settur í íbúðabyggðinni á Lónsbakka.

Nefndin mælir með að gerð verði tilraun með slíkan gám í íbúðabyggðinni á Lónsbakka.

 

Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 21:10.