Grænfáninn kominn í Álfastein
Í dag fékk leikskólinn Álfasteinn Grænfánann afhentan í fyrsta sinn, og vonandi ekki í það síðasta. Afhendingin fór fram með viðhöfn á sumargrillhátíð leikskólans. Eygló Björnsdóttir, fulltrúi Grænfánaverkefnis Landverndar, afhenti fánann með ávarpi og við honum tók umhverfisnefnd leikskólans með aðstoð fjölda barna. Í nefndinni eru Halldóra E. Jóhannsdóttir, formaður, Bergljót Jónsdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir, sem er fulltrúi foreldra. Hugrún Ósk Hermannsdóttir er leikskólastjóri á Álfasteini, en hún hefur verið í orlofi undanfarna mánuði. Stella Sverrisdóttir er leikskólastjóri á meðan. Með því að smella hér má lesa sögu eftir Önnu Dóru Gunnarsdóttur, starfsmann á leikskólanum, sem sýnir að undirbúningur fyrir móttöku Grænfánans var tekinn föstum tökum.
Á myndinni hér fyrir ofan eru Eygló og Halldóra að útskýra merkingu Grænfánans.
Svipmynd frá sumargrillhátíðinni.
Grænfáninn á leiðinni að fánastönginni
Grænfáninn blaktir og merkur áfangi að baki.