Hraun fékk viðurkenningu
15.06.2009
Á Fífilbrekkuhátíð, sem haldin var á laugardaginn, var Menningarfélaginu Hrauni í Öxnadal ehf. veitt umhverfisviðurkenning Hörgárbyggðar 2009. Viðurkenningin var veitt fyrir metnaðarfulla uppbyggingu á undanförnum árum og snyrtilegt umhverfi.
Á Fífilbrekkuhátíðinni sýndi dansfélagið Vefarinn þjóðdansa og boðið var upp á gönguferðir um nágrennið. Formaður menningarfélagsins, Tryggvi Gíslason, gerði grein fyrir fyrirætlunum félagsins á næstunni. Þar ber hæst stofnun trjásafns (arboretum) og að breyta hlöðunni í sýningarsal.