Fréttasafn

Góð frammistaða á Meistaramóti Íslands 11-14 ára

Um síðustu helgi var Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 11-14 ára. UMSE sendi 33 keppendur á mótið og endaði félagið í 2. sæti af 19 liðum í heildarstigakeppninni. Það er besti árangur UMSE á mótinu í mjög langan tíma. UMSE vann Íslandsmeistaratitil félagsliða í flokkum 12 ára stelpna og 13 ára stráka. Í stúlknaliðinu voru tvær stúlkur úr Smáranum, þær Eva Margrét Árnadót...

Frumsýning á Melum

Fimmtudaginn 5. mars frumsýnir Leikfélag Hörgdæla gamanleikinn „Stundum og stundum ekki“ á Melum í Hörgárdal. Sýningin hefst kl. 20:30. Gamanleikurinn er eftir Arnold og Bach og leikstjóri er Saga G. Jónsdóttir. Hann var fyrst sýndur á Íslandi í Iðnó árið 1940. Á þeim tíma þótti verkið fara langt út yfir velsæmismörk sökum fáklæddra leikara en ekki þótti við hæfi að sjá í bert hold á svi...

Trjásafn á Hrauni

Menningarfélagið Hraun í Öxnadal ehf. og Skógrækt ríkisins hafa gert með sér samstarfssamning um að koma upp trjásafni (arboretum) í afgirtum garði umhverfis íbúðarhúsið að Hrauni í Öxnadal.  Í trjásafninu verða gróðursett eintök af öllum íslensku trjám og runnum sem þar geta þrifist.  Auk þess verður stofnað til skógræktar í heimalandi Hrauns á þeim hluta jarðarinnar sem er utan fó...

Sundlaugin heimsfræg?

Forsíðu nýjasta hefti atlantica, sem er flugtímarit Icelandair, prýðir mynd af sundlauginni á Þelamörk. Þar með má ætla að allir sem koma til landsins með flugvélum flugfélagsins núna á útmánuðum virði fyrir sér myndina af þessu fallega mannvirki og því glæsilega umhverfi sem það er í. Sama mynd er líka inni í blaðinu, ásamt myndum af nokkrum öðrum íslenskum sundlaugum. Þeim fy...

Fundargerð - 18. febrúar 2009

Miðvikudaginn 18. febrúar 2009 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 37. fundar í Þelamerkurskóla. Mætt voru: Árni Arnsteinsson, Birna Jóhannesdóttir, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, Helgi Bjarni Steinsson, Jóhanna María Oddsdóttir ásamt Guðmundi Sigvaldasyni sveitarstjóra. Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.   Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir. &n...

Stundum og stundum ekki á Melum

Leikfélag Hörgdæla frumsýnir farsann „Stundum og stundum ekki“ eftir þá kumpána Arnold og Bach 5. mars nk. á Melum í Hörgárdal. 15 leikarar taka þátt í uppsetningunni auk fjölda annarra sem koma að tæknimálum, hönnum og smíði sviðsmyndar, búningahönnun, förðun o.fl. Hallmundur Kristinsson hannar leikmynd, Ingvar Björnsson sér um ljósahönnun og Guðmundur Óskar Guðmundsson hefur yfirumsjón með ...

Framkvæmdir við reiðleiðir

Nú er verið að gera reiðfær leið meðfram þeim vegaköflum í Hörgárbyggð og Arnarneshreppi sem bundið slitlag var sett á síðastliðið sumar. Það eru Dagverðareyrarvegur frá Hlíðarbæ að Hellulandi og Hörgárdalsvegur frá Björgum að Brakanda, alls tæplega 10 km. Það eru verktakarnir Malar- og efnissalan Björgum ehf. og Finnur ehf. sem sjá um framkvæmdirnar. Um er að ræða samstarfsverkefni Vegagerða...

Um ofanflóð í Öxnadal

Út er komin viðamikil greinargerð frá Veðurstofu Íslands um ofanflóð, þ.e. snjóflóð og skriðuföll, á fyrirhugaðri raflínuleið milli Akureyrar og Blöndustöðvar. Leiðin liggur í gegnum Hörgárbyggð og því er í greinargerðinni miklar upplýsingar um ofanflóð í sveitarfélaginu. Rakin er snjóflóða- og skriðufallasaga Öxnadals og næsta nágrennis að vestan og austan. Allar skráningar voru kannaðar og ...

Fundargerð - 11. febrúar 2009

Miðvikudaginn 11. febrúar 2009 kl. 16:00 kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í skólanum. Á fundinum voru Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Ingileif Ástvaldsdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem skrifaði fundargerð.   Þetta gerðist:   1. Öryggisgæsla Rætt var um þörf fyrir endurbótum á öryggisbúnaði skólans, þar sem að undanförnu hafa þar verið u...

Fundargerð - 11. febrúar 2009

Miðvikudaginn 11. febrúar 2009 kom stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í skrifstofu Hörgárbyggðar. Mættir voru: Axel Grettisson, Helgi Steinsson, Lárus Orri Sigurðsson og Guðmundur Sigvaldason, sem ritaði fundargerð.   Fundurinn hófst kl. 15:40.   Fyrir var tekið:   1. Rekstur undanfarnar vikur Fram kom að mikil aukning hefur orðið á aðsókn að sundlauginni á undanfö...