Fundargerð - 11. febrúar 2009

Miðvikudaginn 11. febrúar 2009 kl. 16:00 kom framkvæmdanefnd Þelamerkurskóla saman til fundar í skólanum. Á fundinum voru Axel Grettisson, Helgi Bjarni Steinsson, Ingileif Ástvaldsdóttir og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri, sem skrifaði fundargerð.

 

Þetta gerðist:

 

1. Öryggisgæsla

Rætt var um þörf fyrir endurbótum á öryggisbúnaði skólans, þar sem að undanförnu hafa þar verið unnin nokkur skemmdarverk af óþekktum utanaðkomandi aðilum.

Ákveðið að farið verði málið verði kannað nánar.

 

2. Verkefni á vegum vinnumiðlunar

Lögð fram hugmynd að verkefni, sem nefnt er “Regla og ráðdeild”. Möguleiki er á að launagjöld, sem svarar atvinnuleysisbóta, yrðu greidd af Atvinnuleysistryggingasjóði.

Ákveðið var að kannað verði með aðkomu Atvinnuleysistryggingasjóðs að málinu og að verði sú aðkoma eins og gert er ráð fyrir var ákveðið að setja verkefnið í gang.

 

3. Gjaldskrá

Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir gistingu og mat fyrir utanaðkomandi. Drögin voru samþykkt. Félög á starfssvæði skólans fá áfram ókeypis afnot af skólunum vegna félagsstarfa.

 

4. Skrifstofuaðstaða

Beiðni hefur borist um skrifstofuaðstöðu í heimavistinni, við hliðina á skrifstofu Hörgárbyggðar. Samþykkt var að leigja þar eitt herbergi fyrir skrifstofu á sömu kjörum og Hörgárbyggð hefur.

 

Fleira gerðist ekki – fundi slitið kl. 17:00