Árshátíð Þelamerkurskóla
27.03.2009
Fimmtudagskvöldið 2. apríl nk. verður árshátíð Þelamerkurskóla haldin með pompi og prakt. Boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði, tónlistarflutning, dans og kaffiveitingar. 9.-10. bekkur mun sýna brot úr hinu vinsæla leikriti Ávaxtakarfan. Leikstjórar eru Anna Rósa Friðriksdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangseyrir er 1.000 fyrir 6 ára og eldri, kaffihlaðborð fyrir fullorðna er 1.000 kr., fyrir börn á grunnskólaaldri 500 kr., frítt fyrir yngri. Dúddabúð verður auðvitað opin.