Fundargerð - 11. nóvember 2009

Miðvikudaginn 11. nóvember 2009 kom stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar saman til fundar í skrifstofu Hörgárbyggðar. Mættir voru: Axel Grettisson, Helgi Steinsson, Lárus Orri Sigurðsson og Guðmundur Sigvaldason, sem ritaði fundargerð.

 

Fundurinn hófst kl. 15:00.

 

Fyrir var tekið:

 

1. Eftirlitsskýrsla eldvarnaeftirlits

Lagt fram afrit af eftirlitskýrslu eldvarnaeftirlitsins, dags. 2. október 2009. Í skýrslunni er gerð krafa um að fjögur minniháttar atriði verði lagfærð.

 

2. Fjárhagsáætlun fyrir árir 2009, endurskoðun

Lögð fram drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun Íþróttamiðstöðvarinnar fyrir árið 2009. skv. henni er gert ráð fyrir að framlög sveitarfélaganna til rekstursins á árinu verði óbreytt frá gildandi áætlun.

Stjórnin leggur til við sveitarstjórnirnar að framlögð drög verði samþykkt.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00