Fundargerð - 10. nóvember 2009
Þriðjudaginn 10. nóvember 2009 kl. 20:00 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgárbyggðar saman til fundar í Þelamerkurskóla.
Á fundinum voru: Aðalheiður Eiríksdóttir, Birna Jóhannesdóttir, Guðmundur Víkingsson og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri.
Þetta gerðist:
1. Skjaldarvík, deiliskipulag vegna dælustöðvar
Tillaga að deiliskipulagi vegna dælustöðvar í landi Skjaldarvíkur var auglýst 22. september 2009, sbr. tillögu nefndarinnar 10. júní 2009 og ákvörðun sveitarstjórnar 24. júní 2009. Athugasemdafrestur rann út 3. nóvember 2009. Engin athugasemd barst.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt eins og hún liggur fyrir.
2. Hlaðir, deiliskipulag vegna fjósviðbyggingar
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi vegna fjósviðbyggingar á Hlöðum. Tillagan er eftir
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að deiliskipulagi vegna fjósviðbyggingar á Hlöðum verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1998.
3. Blöndulína 3, aðalskipulagsbreyting
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hörgárbyggðar 2006-2026 vegna fyrirhugaðrar breytingar á legu væntanlegrar Blöndulínu 3 í Kræklingahlíð og vegna leiðréttingar á afmörkun sveitarfélagsmarkanna við Akureyrarkaupstað. Fyrirhuguð breyting á legu væntanlegrar Blöndulínu 3 er til komin vegna óska landeigenda.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hörgárbyggðar 2006-2026 verði kynnt Akureyrarkaupstað og öðrum aðliggjandi sveitarfélögum og síðan auglýst í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1998.
4. Lónsbakki, deiliskipulag
Lagt fram minnisblað um gerð deiliskipulags fyrir allt svæðið sem tilheyrir þéttbýlinu á Lónsbakka.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að sem fyrst verði hafist handa við gerð deiliskipulags fyrir allt svæðið sem tilheyrir Lónsbakka, sem er alls 16,33 ha, og að í fjárhagsáætlun ársins 2010 verði gert ráð fyrir allt að 2 millj. kr. til verksins.
5. Staðardagskrá 21 fyrir Hörgárbyggð, endurskoðun
Rætt um endurskoðun Staðardagskrár 21 fyrir Hörgárbyggð sem staðfest var af sveitarstjórn 10. maí 2006. Ákveðið að vinna áfram að málin á næsta fundi.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 21:40.