Fundargerð - 18. nóvember 2009
Miðvikudaginn 18. nóvember 2009 kl. 20:00 kom sveitarstjórn Hörgárbyggðar saman til síns 45. fundar í Þelamerkurskóla.
Mætt voru:
Helgi Steinsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Fundarritari: Birna Jóhannesdóttir.
1. Fundargerð sameiginlegs fundar sveitarstjórna Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar, 28. október 2009.
Fundargerðin er í tveimur liðum. Fyrri liðurinn fjallar um hugsanlegar sameiningarviðræður Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps og kosningu samstarfsnefndar sveitarfélaganna um málið.
Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti að kannaðir verði möguleikar á sameiningu Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps og kaus Helga Steinsson og Birnu Jóhannesdóttur í samstarfsnefnd, sbr. 90. gr. sveitarstjórnarlaga. Til vara voru kosin Árna Arnsteinsson og Guðný Fjóla Árnmarsdóttir.
2. Hlaðir, deiliskipulag vegna fjósviðbyggingar
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi vegna fjósviðbyggingar á Hlöðum, sbr. fundargerð sveitarstjórnar 21. október 2009 (5. mál) og fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar, sjá 4. lið þessarar fundargerðar. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1998.
Sveitarstjórn samþykkti að fara að tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.
3. Blöndulína 3, aðalskipulagsbreyting
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hörgárbyggðar 2006-2026, að beiðni landeigenda í Kræklingahlíð, þar sem annars vegar er gert ráð fyrir að lega Blöndulínu 3 um Kræklingahlíð verði breytt frá gildandi aðalskipulagi og hins vegar að sveitarfélagsmörk við Akureyrarkaupstað verði færð í rétt horf, sbr. fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar, sjá 4. lið þessarar fundargerðar. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði kynnt Akureyrarkaupstað og öðrum aðliggjandi sveitarfélögum og síðan auglýst í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1998.
Sveitarstjórn samþykkti að fara að tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.
4. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar, 10. nóvember 2009
Fundargerðin er í fimm liðum. Í fundargerðinni kemur m.a fram að lokið er auglýsingu á deiliskipulagstillögu vegna dælustöðvar í landi Skjaldarvíkur (sbr. fundargerð sveitarstjórnar 24. júní 2009, 4. mál). Engin athugasemd barst við tillöguna.
Lagt fram minnisblað sem fjallað var um í 4. lið fundargerðar nefndarinnar, um gerð deiliskipulag fyrir Lónsbakka. Nefndin leggur fram þá tillögu að sem fyrst verði hafist handa við gerð slíks skipulags. Sveitarstjórn samþykkti tillöguna og ákvað að gera ráð fyrir allt að kr. 2.000.000 í verkefnið við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010.
Fundargerðin rædd og samþykkt.
5. Fundargerð stjórnar Íþróttamiðstöðvarinnar á Þelamörk, 11. nóvember 2009
Fundargerðin er í tveimur liðum. Lögð fram drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun Íþróttamiðstöðvarinnar og afrit af eftirlitsskýrslu eldvarnaeftirlitsins.
Sveitarstjórn samþykkti endurskoðaða fjárhagsáætlun eins og hún er lögð fram.
Fundargerðin rædd og samþykkt.
6. Fundargerð framkvæmdanefndar Þelamerkurskóla, 11. nóvember 2009
Fundargerðin er í tveimur liðum. Einnig lögð fram drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun Þelamerkurskóla og afrit af eftirlitsskýrslu eldvarnaeftirlitsins.
Sveitarstjórn samþykkti endurskoðaða fjárhagsáætlun eins og hún er lögð fram.
Fundargerðin rædd og samþykkt.
7. Fundargerð leikskólanefndar, 11. nóvember 2009
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin rædd og afgreidd.
8. Ungmennafélagið Smárinn, stuðningur vegna hlaupabrautar
Bréf, dags. 8. nóvember 2009, frá Ungmennafélaginu Smáranum, þar sem óskað er eftir stuðningi til að gera upp kostnað við gerð hlaupabrautar við Þelamerkurskóla.
Sveitarstjórnin samþykkti fyrir sitt leyti að Þelamerkurskóli eignist hlaupabrautina gegn framlagi til Ungmennafélagsins að fjárhæð kr. 1.500.000, sem skiptist á milli sveitarfélaganna í sama hlutfalli og eignahlutur þeirra er.
9. Fjárhagsáætlun 2009, endurskoðun
Lögð fram drög, dags. 16. nóvember 2009, að endurskoðaðri fjárhagsáætlun aðalsjóðs, eignasjóðs og fráveitu fyrir árið 2009. Meginatriði hennar er að gert er ráð fyrir mun meiri tekjum en í samþykkri áætlun, auk þess sem gert er ráð fyrir að viðskiptaskuldum eignasjóðs og fráveitu við aðalsjóð verði breytt í lán til 25 ára. Síðarnefnda atriðið varðar eingöngu innri viðskipti sveitarsjóðs og hefur engin áhrif út á við. Heildarniðurstaðan er sú að halli verði á rekstri samstæðunnar (A- og B-hluta) á árinu, en að handbært fé aukist nokkuð.
Sveitarstjórn samþykkti endurskoðaða fjárhagsáætlun, að teknu tilliti til samþykktar sveitarstjórnar í 8. lið fundargerðarinnar, eins og hún er lögð fram.
10. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 4. nóvember 2009
Fundargerðin er í nítján liðum. Liðir 9 og 18a varða Hörgárbyggð, sá fyrri um gerlamælingar í Lóninu og sá síðari um endurnýjun á starfsleyfi vatnsveitu á Auðnum 1.
Einnig var lagt fram minnisblað, sbr. 10. lið fundargerðarinnar um aflífun dýra.
Fundargerðin rædd og afgreidd.
11. Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar, 3. nóvember 2009, og oddvitafundar TE, 5. nóvember 2009
Báðar fundargerðirnar eru í þremur liðum. Í 2. lið fundargerðar oddvitafundar er gerð tillaga um 5% álag á framlög sveitarfélaganna á árinu 2010 til að ljúka við að greiða upp rekstrarhalla sem varð á skólanum á árinu 2007.
Fundargerðirnar ræddar og afgreiddar.
12. Fornhagi II, uppsetning ljósastaura
Bréf, dags. 12. nóvember 2009, frá Önnu Guðrúnu Grétarsdóttur, þar sem óskað er eftir uppsetningu ljósastaura í Fornhaga II.
Samþykkt að setja upp ljósastaura í samræmi við reglur sveitarsjóðs.
13. Umhverfisstofnun, niðurskurður á framlagi til refaveiða 2010
Bréf, dags. 5. nóvember 2009, frá Umhverfisstofnun, þar sem gerð er grein fyrir því að í frumvarpi til fjárlaga 2010 er ekki gert ráð fyrir fjármunum til endurgreiðslum vegna refaveiða.
Sveitarstjórn Hörgárbyggðar mótmælir fyrirhuguðum breytingum.
14. Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018, breyting
Bréf, dags. 28. október 2009, frá Akureyrarbæ, þar sem kynnt er breyting á aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018. Breytingin varðar stækkun hafnarkants í Jötunheimavík.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við nefndar breytingar á aðalskipulagi Akureyrarbæjar.
15. Hlíðasvif, styrkbeiðni
Bréf, dags. 10. nóvember 2009, frá Hlíðasvifi, þar sem óskað er eftir að styrk fyrir markaðssetningu svifvængjaflugs í Eyjafirði.
Erindinu er hafnað.
16. Fundargerðir stjórnar Eyþings, 25. september og 12. október 2009
Fyrri fundargerðin er í þremur liðum og síðari fundargerðin er í átta liðum.
Lagðar fram til kynningar.
17. Fundargerð héraðsráðs, 28. október 2009
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lögð fram til kynningar.
18. Yfirfærsla málefna fatlaðra
Tölvubréf, dags. 17. nóvember 2009, frá félagsmálaráðuneytinu, þar sem gerð er grein fyrir stöðu á yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Tölvubréfinu fylgir sérstök greinargerð um undirbúning sveitarfélaga og myndun þjónustusvæða.
Lagt fram til umræðu og kynningar.
19. Stígamót, styrkbeiðni
Bréf, ódags., frá Stígamótum, þar sem óskað er eftir fjárstyrk á árinu 2010.
Erindinu hafnað.
20. Hestamannafélagið Léttir, umsókn um framkvæmdaleyfi
Bréf, dags. 6. nóvember 2009, frá Hestamannafélaginu Létti, þar sem m.a. er óskað eftir framkvæmdaleyfi vegna lagfæringa og viðhalds á reiðleiðinni frá Blómsturvöllum að Skjaldarvík.
Málinu vísað til næsta fundar.
Næstu fundir sveitarstjórnar eru fyrirhugaðir 9. og 16. desember 2009.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 22:56.