Ný samtök
05.11.2009
Á fjölmennum fundi í Hlíðarbæ í gærkvöldi voru stofnuð samtök stofnfjáreigenda í fyrrum Sparisjóði Norðlendinga. Tilgangur samtakanna er að standa vörð um hagsmuni félagsmanna og bankastarfsemi sem byggir á gildum samhjálpar og félagshyggju. Tilgangi sínum hyggjast samtökin ná með fundahöldum og útgáfustarfsemi til að upplýsa félagsmenn um málefni samtakanna og hvetja til samstöðu um þau mál sem samtökin hafa á dagskrá hverju sinni.
Á fundinum var samþykkt áskorun til stjórnvalda að ljúka sem fyrst endurreisn sparisjóðakerfisins, eins og stefnt hefur verið að síðan á síðasta ári.
Í stjórn samtakanna voru kosin þau Ásbjörn Valgeirsson, formaður, Björn Ingimarsson, Ragnar Sverrisson, Ríkarður G. Hafdal og Sigrún Skarphéðinsdóttir.