Viðræður um sameiningu
23.11.2009
Sveitarstjórnir Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps hafa ákveðið að taka upp viðræður á grundvelli 90. gr. sveitarstjórnarlaga um hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna.
Í samræmi við lagagreinina hafa sveitarstjórnirnar kosið í samstarfsnefnd til að kanna kosti og galla sameiningarinnar. Í nefndina hafa verið kosin:
Axel Grettisson frá Arnarneshreppi
Birna Jóhannesdóttir frá Hörgárbyggð
Helgi B. Steinsson frá Hörgárbyggð
Jón Þór Brynjarsson frá Arnarneshreppi
Varamenn eru Árni Arnsteinsson, Einar H. Þórðarson, Guðný Fjóla Árnmarsdóttir og Hannes Gunnlaugsson.