Fréttir

Skúli Gautason menningar- og atvinnumálafulltrúi

Skúli Gautason hefur verið ráðinn menningar- og atvinnumálafulltrúi í Hörgársveit. Hann hefur unnið hjá Höfuðborgarstofu Reykjavíkurborgar undanfarin ár, síðustu þrjú ár sem viðburðastjóri. Hann er leikari að mennt og er að ljúka námi í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Gert er ráð fyrir að Skúli hefji störf hjá sveitarfélaginu á útmánuðum. Starf menningar- og atvinnumálafulltrúa í Hörgár...

Jafnréttisáætlun fyrir Hörgársveit

Jafnréttisáætlun fyrir Hörgársveit var nýlega afgreitt af sveitarstjórninni. Félagsmála- og jafnréttisnefnd sveitarfélagsins hafði veg og vanda af gerð hennar. Markmiðið með áætluninni er að stuðla að jafnri stöðu kvenna og karla í Hörgársveit. Jafnréttisáætlunin tekur til stjórnkerfis og starfsmanna sveitarfélagsins annars vegar og hins vegar til starfsemi og þjónustu sem stofnanir svei...

Skólakór Þelamerkurskóla

Skólakór Þelamerkurskóla kom í fyrsta sinn fram opinberlega á aðventukvöldi í Möðruvallakirkju síðastliðinn sunnudag. Kórinn var stofnaður í haust og söngur hans á sunnudaginn tókst mjög vel og gefur tilefni til að ætla að kórinn verði öflugur í framtíðinni. Kórinn mun líka koma fram á litlu jólunum í skólanum og svo oftar þegar fram líða stundir. Stjórnandi kórsins er Sig...

Kjörfundur verður í Hlíðarbæ

Kjörfundur í Hörgársveit vegna kosninga til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010 verður í Hlíðarbæ. Kjörfundurinn hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00....

Margar umsóknir um starf menningar- og atvinnumálafulltrúa

Í síðustu viku rann út umsóknarfrestur um starf menningar- og atvinnumálafulltrúa í Hörgársveit. Alls sóttu 31 um starfið. Tveir þeirri óska nafnleyndar, en nöfn annarra eru þessi: Anna Bryndís Sigurðardóttir Arnar Már Sigurðsson Árni K. Bjarnason Daníel Arason Eggert Sólberg Jónsson Fjóla Ósk Gunnarsdóttir Guðbjörg Guðmundsdóttir Guðmundur Jóhannsson Guðrún Guðmundsdóttir Hjalti S. Hjaltaso...

Kjörskrá vegna stjórnlagaþingskosninga

Kjörskrá Hörgársveitar vegna kosninga til stjórnlagaþings 27. nóvember nk. liggur frammi frá 17. nóvember 2010 fram á kjördag í skrifstofu sveitarfélagsins, opið er virka daga nema föstudaga kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00....

Dagur íslenskrar tungu á Þelamörk

Í dag, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Nemendur 7. og 8. bekkja Þelamerkurskóla lásu þá fyrir nemendur 1. og 2. bekkjar. Það þótti tilhlýðilegt vegna þess að það er á degi íslenskrar tungu sem undirbúningur fyrir Stóru upplestrarkeppnina hefst. Í síðustu viku unnu nemendur Þelamerkurskóla verkefni sem tengdust deginum. Má þar nefn...

Sorphirða mánudaginn 15. nóv.

Sorphirða í Arnarneshreppi, sem frestað var í gær vegna ófærðar, fer fram á morgun, mánudaginn 15. nóvember, og byrjar kl. 13. ...

Sorphirðu í dag frestað

Vegna ófærðar frestast sorphirða frá heimilum í Arnarneshreppi, sem átti að vera í dag, um óákveðinn tíma....

Árni Helgason með lægsta tilboðið í sjóvarnargarðinn á Hjalteyri

Opnuð hafa verið tilboð í gerð sjóvarnargarðs á Hjalteyri. Í verkið bárust eftirfarandi tilboð:   Tilboðsgjafi Upphæð 1. Árni Helgason ehf. Kr. 11.887.650.- 2. Dalverk ehf. Kr. 12.719.720.- 3. G.V. gröfur ehf. Kr. 16.457.650.- 4. Víðimelsbræður ehf. Kr. 16.900.000.- 5. Tígur ehf. Kr. 14.757.868.- 6. Ístrukkur ehf. Kr. 15.783.180.- 7. ...