Skólakór Þelamerkurskóla
01.12.2010
Skólakór Þelamerkurskóla kom í fyrsta sinn fram opinberlega á aðventukvöldi í Möðruvallakirkju síðastliðinn sunnudag. Kórinn var stofnaður í haust og söngur hans á sunnudaginn tókst mjög vel og gefur tilefni til að ætla að kórinn verði öflugur í framtíðinni. Kórinn mun líka koma fram á litlu jólunum í skólanum og svo oftar þegar fram líða stundir. Stjórnandi kórsins er Sigríður Hulda Arnardóttir.