Fréttir

Auglýsing frá ráðuneyti um kjörskrár

Kjörskrár vegna kosninga um sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar verða aðgengilegar almenningi á annars vegar skrifstofu Hörgarbyggðar í Þelamerkurskóla og á skrifstofu Arnarneshrepps á Þrastarhóli frá þriðjudeginum 9. mars nk. Athugasemdum eða kærum skal koma á framfæri við sveitarstjórnir sveitarfélaganna og skv. 10. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna, er heimilt að gera leiðréttinga...

Þjóðaratkvæðagreiðslan um IceSave

Kjörfundur fyrir Hörgárbyggð vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um IceSave verður í Hlíðarbæ kl. 10:00-20:00 laugardaginn 6. mars.  ...

Kynningarblað um sameiningarmál

Út er komið veglegt kynningarblað um sameiningarkosningar Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar, sem verða 20. mars nk. Yfirskrift blaðsins er "Sameining til sóknar". Í því er gerð grein fyrir helstu atriðum í áliti samstarfsnefndarinnar um sameiningarmálið. Þar kemur m.a. fram að ef sameiningin verður samþykkt muni framlög og innri hagræðing, sem henni mun fylgja, skapa le...

Frumsýning á fimmtudaginn

Á fimmtudaginn, 4. mars, frumsýnir Leikfélag Hörgdæla grafalvarlega skrifstofu­farsann „Lífið liggur við“ á Melum í Hörgárdal. Sýningin hefst kl. 20:30. Verkið er eftir Hlín Agnarsdóttur og leikstjóri er Saga G. Jónsdóttir. Þetta er nýlegt leikrit og var fyrst sýnt hjá Stúdenta­leikhúsinu árið 2007 í leikstjórn höfundar. Hér er á ferðinni gamanleikur, þó með alvarlegum undirtóni,...

Stóra upplestrarkeppnin

Næsta þriðjudag, 2. mars, mun lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Þelamerkurskóla, Hrafnagilsskóla, Valsárskóla, Grenivíkurskóla og Stórutjarnaskóla fara fram í Möðruvallakirkju. Á hátíðinni munu nemendur úr 7. bekkjum ofangreindra skóla lesa brot úr skáldverki og ljóð. Að lokum mun dómnefnd velja þrjá bestu upplesarana og veita verðlaun. Auk þess koma fram ungir hljóðfæraleikarar og aðrir...

Sameiningarkosningar 20. mars

Sveitarstjórnir Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar hafa ákveðið að kosið verði um sameiningu sveitarfélaganna 20. mars nk. Kynningarblað um málið mun koma út 3. mars og kynningarfundir um málið verða haldnir 10. og 11. mars. Síðan í nóvember hefur samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna unnið að gerð málefnaskrár og áhersluatriða, sem birtast munu í kynningarblaðinu. Samanlögð íbúatala þessara ...

Þorrablótin standa yfir

Um síðustu helgi var hið árlega þorrablót á Melum í Hörgárdal í hefðbundnum stíl, gestirnir komu með trogin sín fleytifull af gómsætum þorramat og hljómsveit Geirmundar sveiflukóngs sá um fjörið. Næsta laugardag er svo þorrablót Hörgárbyggðar í Hlíðarbæ. Þar munu gestir að öllum líkindum skemmta sér yfir sögum úr sveitinni og með söng og dansi. Um dansfjörið sér hljómsveit Birgis Ar...

Sílastaðabræður á fullu

Um helgina var Halldór Helgason á Sílastöðum í fréttunum fyrir frækilegan sigur á alþjóðlegu snjóbrettamóti í Bandaríkjunum, sem heitir Winter X-Games. Hér má sjá myndband af stökkunum sem tryggðu honum sigur, smella hér. Eiríkur, bróðir Halldórs, keppti líka á mótinu og stóð sig vel. Þeir bræður hafa undanfarið verið í fremstu röð snjóbrettakappa í heiminum og eru greinilega ekkert...

Verkefnastyrkir til menningarstarfs óskast

Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki til að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Norðausturlandi. Menningarráðið leggur jafnan áherslu á að þau verkefni sem hljóta styrki efli á einhvern hátt samstarf og/eða samvinnu í menningarmálum á Norðausturlandi eða dragi fram menningarleg sérkenni svæðisins. Umsóknarfrestur er til og með 12. febrúar. Nánar hér í ...

Folaldasýning Framfara

Á morgun, 16. janúar, verður haldin árleg folaldasýning Framfara í nýrri og glæsilegri reiðhöll að Björgum. Gerð verður veglega skrá fyrir sýninguna, þar sem fram koma foreldrar folaldanna og einkunnir foreldra, ef sýndir. Skráningargjald er kr. 500 á hvert folald. Þátttökurétt hafa öll folöld í eigu Framfarafélaga. Skráning fyrir kl. 21:00 í kvöld, föstudaginn 15. janúar, hjá Önnu Guðrúnu í síma ...