Fréttir

Haustverkin kalla í Laufási

Laugardaginn 17. október kl 13:30-16:00 verður dagskrá í Gamla bænum í Laufási, sem heitir "Haustverkin kalla". Hefur þú séð hvernig kindahausar eru sviðnir? Hefur þú fylgst með alvöru sláturgerð? Hefur þú smakkað heimagerða kæfu, slátur, kartöflurúgbrauð eða fjallagrasamjólk? Ef ekki þá er tilvalið að leggja leið sína í Gamla bæinn í Laufási á laugardaginn milli kl 13:30 og 16 til þess upplifa ga...

Lífið liggur við hjá Leikfélaginu

Hjá Leikfélagi Hörgdæla hefjast æfingar á leikritinu "Lífið liggur við" eftir Hlín Agnarsdóttur í desember. Leikstjóri verður Saga Jónsdóttir. Saga setti upp aðsóknarmestu sýningu allra áhugaleikhópa á landinu síðastliðinn vetur. Það var gamanleikritið "Stundum og stundum ekki", sem Leikfélag Hörgæla sýndi. Sýningarnar urðu alls 25 og gestir alls 2.208. Á aðalfundi Leikfélagsins sl....

Háhraðanettengingar tilbúnar

Sala á háhraðanettengingum í Hörgárbyggð og víðar á vegum fjarskiptasjóðs hófst í gær, 22. september 2009.  Uppbyggingu háhraðanetkerfis er lokið í sveitarfélaginu og við tekur sala og uppsetning tenginga til heimila og fyrirtækja, sem tilheyra 2. markaðssvæði þessa verkefnis. Verkefnið byggist á markmiði fjarskiptaáætlunar samgönguráðuneytisins um að gefa öllum landsmönnum sem þes...

Starfsdagur á Hrauni

Uppbyggingin á fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar á Hrauni í Öxnadal heldur áfram. Sl. miðvikudag, 16. september, var fjárhúshlaðan á Hrauni tæmd af gömlu heyi, sem hún var full af. Það var fyrsta skrefið í að breyta fjárhúsinu í sýningarskála. Þar mun verða föst yfirlitsýning um líf og starf Jónasar Hallgrímssonar. Á sýningunni verða m.a. öll gögn sem til urðu vegna sýninga á vegum menntamálaráð...

Kyrrðardagur á Möðruvöllum

Kyrrðardagur verður á Möðruvöllum laugardaginn 26. sept. nk. Kyrrðardagur höfðar til þeirra sem vilja stíga út úr skarkala hversdagsins og leita þess að styrkja samband sitt við Guð í kyrrð. Á Möðruvöllum verður boðið upp á helgihald, samveru, kyrrð, útiveru, lestur og íhugun. Umsjón hafa sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur, og sr. Guðrún Eggertsdóttir, sjúkrahúsprestur. Kyrrðardagurinn...

Tillaga um breytingu á aðalskipulagi

Auglýst hefur verið tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hörgárbyggðar 2006-2026, sem felur í sér að minniháttar byggingar vegna veitumannvirkja þurfi ekki að sýna að aðalskipulaguppdrætti. Auglýsinguna má lesa hér. Þessi tillaga að breytingu á gildandi aðalskipulagi er til komin vegna óskar um leyfi til að reisa við heimreiðina að Skjaldarvík litla dælustöð fyrir aðveituæð hit...

Göngur og réttir

Á morgun, miðvikudag, hefjast göngur í Hörgárbyggð þetta haustið. Þá munu Hörgdælingar smala fram-Hörgárdal að austan og síðan heldur smalamennskan áfram fram á sunnudag, þá lýkur 1. göngum. Heildarfjárfjöldi sem dagsverkum er jafnað niður á í sveitarfélaginu eru 5.261 kind, sem er fjölgun um 114 frá fyrra ári. Álögð dagsverk eru alls 392. Réttir eftir 1. göngur í Hörgárbyggð í haust eru...

UMSE Íslandsmeistari 11-14 ára

Um miðjan ágúst vann frjálsíþróttalið UMSE í flokki 11-14 ára það afrek að verða Íslandsmeistarar félagsliða. Þetta var á Meistaramóti Íslands 11-14 ára í frjálsum sem fram fór á Hornafirði. Þetta er mikið afrek og er í fyrsta skipti í fjöldamörg ár sem landsbyggðarlið nær þessum titli. Svo er þetta í fyrsta skipti sem UMSE nær honum. UMSE-liðið er skipað Ólafsf...

Solveig Lára fer í námsleyfi

Í nýju fréttabréfi Möðruvallaprestakalls kemur meðal annars fram að sóknarpresturinn, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, mun verða í námsleyfi í desember, janúar og febrúar nk., sjá nánar fréttabréfið hér. Á meðan mun sr. Hjörtur Pálsson búa á Möðruvöllum ásamt konu sinni, Steinunni Bjarman, og þjóna prestakallinu. Næsta guðsþjónusta í prestakallinu verður fjölskylduguðsþjónusta næsta sunnudag ...

Allir í Laufás á sunnudaginn

Evrópski menningarminjadagurinn 2009 verður haldinn sunnudaginn 6. september. Þema dagsins að þessu sinni er torfhús í fortíð og nútíð. Af því tilefni verður boðið uppá forvitnilega dagskrá í Gamla bænum Laufási í Eyjafirði kl. 14 – 16. Minjavörður Fornleifaverndar Íslands á Norðurlandi eystra, Sigurður Bergsteinsson, verður með erindi í þjónustuhúsi Gamla bæjarins. Í því fjallar hann um íslenska ...