Fréttir

Árshátíð Þelamerkurskóla

Árshátíð Þelamerkurskóla verður haldin í íþróttahúsinu á Þelamörk fimmtudagskvöldið 25. mars og hefst stundvíslega kl. 20:00. Boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði, tónlistarflutning, dans og kaffiveitingar. 9. - 10. bekkur sýnir frumsamið leikrit sem nefnist "Læknalíf - þrjú skref til himna". Leikstjórar eru Anna Rósa Friðriksdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir. Aðgangseyrir: 1000 krónur f...

Fyrirhugaðar aðalskipulagsbreytingar

Fyrirhugað er að fella þær saman í eina tillögu nokkrar breytingar á aðalskipulagi Hörgárbyggðar 2006-2026, sem samþykktar hafa verið á undanförnum mánuðum. Um er að ræða tillögu að (1) breyttri legu Hörgárdalsvegar frá Hólkoti suður fyrir Brakanda, (2) breyttri legu Blöndulínu 3 um Kræklingahlíð og yfir Moldhaugaháls, (3) breyttri landnotkun hjá Lónsá og (4) leiðrét...

Sameining Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar samþykkt

Í dag fóru fram kosningar um sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar. Á kjörskrá í Arnarneshreppi voru 126, þar af kusu 100, sem er 79,4% kjörsókn. Á kjörskrá í Hörgárbyggð voru 309, þar af kusu 162, sem er 52,4% kjörsókn.Í Arnarneshreppi greiddu 57 (57%) atkvæði með sameiningunni og 40 (40%) greiddu atkvæði gegn henni. Þrír seðlar voru auðir. Í Hörgárbyggð greiddu 149 (92%) atkvæði&n...

Kjörfundur

Kjörfundur í Hörgárbyggð vegna kosninga um sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar verður í Hlíðarbæ laugardaginn 20. mars 2010 kl. 10:00 - 20:00....

Velheppnaðir kynningarfundir

Í gærkvöldi og fyrrakvöld voru haldnir fjölmennir kynningarfundir í Hlíðarbæ um sameiningarmál Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar.  Kosið verður um sameininguna laugardaginn 20. mars nk. Á fyrri fundinum fór Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, yfir stefnu ríkisins um eflingu sveitarstjórnarstigsins til að unnt sé að færa verkefni og völd nær fólkinu ...

Kynningarfundir um sameiningarmál

Í kvöld og annað kvöld verða kynningar- og umræðufundir í Hlíðarbæ um sameiningarmál Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar. Fyrri fundurinn er einkum ætlaður íbúum Arnarneshrepps en sá seinni íbúum Hörgárbyggðar. Báðir fundirnir er opnir íbúum úr hvoru sveitarfélagi fyrir sig. Á fundunum mun Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra flytja ávarp og síðan mun Björn Ingimarsson, r...

Auglýsing frá ráðuneyti um kjörskrár

Kjörskrár vegna kosninga um sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar verða aðgengilegar almenningi á annars vegar skrifstofu Hörgarbyggðar í Þelamerkurskóla og á skrifstofu Arnarneshrepps á Þrastarhóli frá þriðjudeginum 9. mars nk. Athugasemdum eða kærum skal koma á framfæri við sveitarstjórnir sveitarfélaganna og skv. 10. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna, er heimilt að gera leiðréttinga...

Þjóðaratkvæðagreiðslan um IceSave

Kjörfundur fyrir Hörgárbyggð vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um IceSave verður í Hlíðarbæ kl. 10:00-20:00 laugardaginn 6. mars.  ...

Kynningarblað um sameiningarmál

Út er komið veglegt kynningarblað um sameiningarkosningar Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar, sem verða 20. mars nk. Yfirskrift blaðsins er "Sameining til sóknar". Í því er gerð grein fyrir helstu atriðum í áliti samstarfsnefndarinnar um sameiningarmálið. Þar kemur m.a. fram að ef sameiningin verður samþykkt muni framlög og innri hagræðing, sem henni mun fylgja, skapa le...

Frumsýning á fimmtudaginn

Á fimmtudaginn, 4. mars, frumsýnir Leikfélag Hörgdæla grafalvarlega skrifstofu­farsann „Lífið liggur við“ á Melum í Hörgárdal. Sýningin hefst kl. 20:30. Verkið er eftir Hlín Agnarsdóttur og leikstjóri er Saga G. Jónsdóttir. Þetta er nýlegt leikrit og var fyrst sýnt hjá Stúdenta­leikhúsinu árið 2007 í leikstjórn höfundar. Hér er á ferðinni gamanleikur, þó með alvarlegum undirtóni,...