Fréttir

Dagur íslenskrar tungu á Þelamörk

Í dag, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Nemendur 7. og 8. bekkja Þelamerkurskóla lásu þá fyrir nemendur 1. og 2. bekkjar. Það þótti tilhlýðilegt vegna þess að það er á degi íslenskrar tungu sem undirbúningur fyrir Stóru upplestrarkeppnina hefst. Í síðustu viku unnu nemendur Þelamerkurskóla verkefni sem tengdust deginum. Má þar nefn...

Sorphirða mánudaginn 15. nóv.

Sorphirða í Arnarneshreppi, sem frestað var í gær vegna ófærðar, fer fram á morgun, mánudaginn 15. nóvember, og byrjar kl. 13. ...

Sorphirðu í dag frestað

Vegna ófærðar frestast sorphirða frá heimilum í Arnarneshreppi, sem átti að vera í dag, um óákveðinn tíma....

Árni Helgason með lægsta tilboðið í sjóvarnargarðinn á Hjalteyri

Opnuð hafa verið tilboð í gerð sjóvarnargarðs á Hjalteyri. Í verkið bárust eftirfarandi tilboð:   Tilboðsgjafi Upphæð 1. Árni Helgason ehf. Kr. 11.887.650.- 2. Dalverk ehf. Kr. 12.719.720.- 3. G.V. gröfur ehf. Kr. 16.457.650.- 4. Víðimelsbræður ehf. Kr. 16.900.000.- 5. Tígur ehf. Kr. 14.757.868.- 6. Ístrukkur ehf. Kr. 15.783.180.- 7. ...

Fundur um verksmiðjubyggingar

Á miðvikudagskvöldið, 3. nóvember, verður almennur fundur um nýtingu verksmiðjubygginga sveitarfélagsins á Hjalteyri, sem byggðar voru sem síldarverksmiðja á árunum 1935-1940. Um er að ræða miklar byggingar, að hluta ónotaðar. Á fundinum munu fasteignasali, atvinnuráðgjafi, minjavörður og fulltrúi núverandi notenda bygginganna gera grein fyrir þeim möguleikum sem felast eða kunna að fela...

Menningar- og atvinnumálafulltrúi

Auglýst hefur verið eftir menningar- og atvinnumálafulltrúa fyrir Hörgársveit. Meginhlutverk hans verður að efla þá menningartengdu starfsemi sem er í sveitarfélaginu, aðstoða við framkvæmd einstakra verkefna, koma að atvinnuþróunarverkefnum og eflingu hvers konar félagsstarfs í sveitarfélaginu. Vegna sameiningar Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar veitti Jöfnunarsjóður sveitarfélaga framlag til endur...

Sjóvarnargarður boðinn út

Siglingastofnun hefur boðið út byggingu um 490 m langs sjóvarnargarðs á Hjalteyri. Tilboðsfrestur er til 11. nóvember nk. Verkinu á að vera lokið um miðjan mars á næsta ári. Síðast var það í febrúar 2008 sem mikið tjón varð í flóði sem gekk yfir eyrina, þar sem þá vantaði sjóvarnargarð, eins og þann sem nú verður byggður.Hér sést hvernig umhorfs var eftir flóðið:   ...

Árshátíðin á laugardaginn

Árleg sameiginleg árshátíð félaganna í Hörgársveit verður á laugardaginn, fyrsta vetrardag. Hún verður haldin í Hlíðarbæ, eins og undanfarin ár, og hefst kl. 19:45. Undir borðum verður vönduð dagskrá að vanda og hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi, svo að er rétt að tryggja sér miða í tíma. Það er gert með því að hringja í Gest í síma 690 7792, Guðmund í síma 462 6872&nb...

Með fullri reisn á Melum

Leikfélag Hörgdæla mun í vetur setja upp leikritið MEÐ FULLRI REISN eftir Terrence McNally í þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar. Leikritið er byggt á frægri breskri bíómynd sem heitir The Full Monty. Leikstjóri er Jón Gunnar Þórðarson. Leikfélagið mun einnig halda námskeið í vetur, sem verða nánar auglýst síðar. Leikfélagið hélt aðalfund sinn 29. september sl. a...

Erindisbréf og samþykkt og stjórn og fundarsköp

Nú er lokið frágangi allra helstu formsatriða sem varða upphaf Hörgársveitar sem nýs sveitarfélags. Fyrr í mánuðinu staðfesti samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið Samþykkt um stjórn Hörgársveitar og fundarsköp sveitarstjórnar og í síðustu viku samþykkti sveitarstjórnin erindisbréf fyrir allar þær sex fastanefndir, sem heyra undir hana. Erindisbréfin og samþykktina um stjórn og fu...