Fréttir

Vetur og vor í Leikhúsinu

Dagskráin í vetur og vor í Leikhúsinu á Möðruvöllum er komin út. Þar er, eins og áður, fjölbreytt úrval viðburða, sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Dagskráin byrjar í kvöld með söngvöku Hjörleifs Hjartarsonar og Írisar Óskar Sigurjónsdóttur. Eftir hálfan mánuð er svo erindi sr. Hjartar Pálssonar, starfandi sóknarprests á Möðruvöllum, um ljóðalíf Davíðs Stefánssonar. Það er einmitt fastur ...

Nýársbrenna

Nýársbrenna Umf. Smárans verður haldin föstudagskvöldið 8. janúar í malarkrúsunum norðan við Laugaland á Þelamörk. Kveikt verður í bálkestinum kl. 20:30. Hefðbundin dagskrá, dans og gleði. Munið eftir flugeldum og blysum. Aðkeyrsla að brennunni frá þjóðvegi er á milli Laugalands og Grjótgarðs, bílastæði eru í krúsunum. Skyldu einhverjar furðuverur mæta á svæðið? Kaffisala nemenda Þelamer...

Íbúar Hörgárbyggðar orðnir 429

Fyrir jólin gaf Hagstofan út mannfjölda í sveitarfélögum landsins eins og hann var 1. desember sl. Þar kom m.a. fram að íbúum í Hörgárbyggð hafði fjölgað um 3,6% frá árinu á undan, þ.e. úr 415 í 429. Þessi fjölgun er með því mesta á landinu á sl. ári. Á Eyjafjarðarsvæðinu fjölgaði mest í Svalbarðsstrandarhreppi, um 4,5%, þar eru íbúar núna 414, og í Dalvíkurbyggð fjölgaði um 0,5%. Í...

Fjárhagsáætlun afgreidd

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar afgreiddi í síðustu viku fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2010. Áætlunin gerir ráð fyrir að skatttekjur verði 223,7 millj. kr., sem er tæplega 2 millj. kr. hækkun frá endurskoðaðri áætlun fyrir árið 2009. Áætlað er að útsvarstekjur hækki vegna fólksfjölgunar, fasteignaskattur lækki og framlög Jöfnunarsjóðs standi í stað. Áætlað er að rekstrargjöld (a...

Jólaljósadagur Þelamerkurskóla

Á hverri aðventu taka nemendur og kennarar Þelamerkurskóla sig saman og lýsa upp hlíðina ofan við skólann. Strax að morgni jólasljósadagsins, eins dagurinn er jafnan kallaður, er safnast saman utan við skólann með stormkerti og þrammað upp í skóginn ofan vegarins. Þar er kertunum raðað upp á svæðinu sem venjulega gengur undir nafninu Álfaborgin. Jólaljósadagur skólans í ár er ...

Laufabrauðsdagur í Þelamerkurskóla

Á morgun, föstudaginn 11. desember, er laufabrauðsdagur í Þelamerkurskóla. Þá skera nemendur laufabrauðið sem snætt er á litlu jólunum og þorrablóti skólans. Einnig föndra nemendur jólakort og spila saman. Nemendahópnum verður skipt í þrjá hópa sem flakka á milli stöðva. Innan hópanna er "litlir" og "stórir" paraðir saman svo þeir eldri geti miðlað reynslu sinni til þeirra sem yngri eru...

Jólaannir í Laufási á sunnudaginn

Jólastemning mun ríkja sunnudaginn 6. desember kl. 13:30-16:30 í gamla bænum Laufási við utanverðan Eyjafjörð. Þá verður hægt að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla sveitasamfélaginu. Jólaundirbúningurinn hefst með fjölskylduguðsþjónustu í Laufáskirkju kl 13:30 þar sem sr. Bolli Pétur Bollason messar. Sungnir verða aðventusálmar og einsöngvari er Óskar Pétursson. Í gamla bæn...

Fyrsti körfuboltaleikur Smárans

Á fimmtudaginn, 3. des. kl. 14:30, fer fram fyrsti opinberi körfuboltaleikurinn á vegum Umf. Smárans. Þá mun körfuboltalið Smárans sem skipað er leikmönnum 12 ára og yngri keppa við lið Þórs frá Akureyri. Raunar verða tvö lið frá Þór á staðnum, annars vegar lið skipað krökkum í 5. bekk og hins vegar lið skipað krökkum í 4. bekk og yngri. Þjálfari Smárans er Ari H. Jósavins...

Viðræður um sameiningu

Sveitarstjórnir Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps hafa ákveðið að taka upp viðræður á grundvelli 90. gr. sveitarstjórnarlaga um hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna. Í samræmi við lagagreinina hafa sveitarstjórnirnar kosið í samstarfsnefnd til að kanna kosti og galla sameiningarinnar. Í nefndina hafa verið kosin: Axel Grettisson frá Arnarneshreppi Birna Jóhannesdóttir frá Hörgárbyggð Helgi B. St...

Gásagátan er komin út

Barnabókin "Gásagátan", sem er spennusaga frá 13. öld fyrir börn, er komin út. Hún er eftir hinn vinsæla barnabókarithöfund Brynhildi Þórarinsdóttur. Af því tilefni var Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, afhent eintak af bókinni á degi íslenskrar tungu og fæðingardegi barnabókarithöfundarins Jóns Sveinssonar – Nonna. Laugardaginn 21. nóvember kl. 14-16 mun Brynhildur lesa uppúr b...