Fréttir

Sumardagskrá Leikhússins

Sumardagskrá Leikhússins á Möðruvöllum er komin út. Á henni eru sex mjög áhugaverðir viðburðir. Sá fyrsti er fimmtudaginn 11. júní. Þá verður Þóroddur Sveinsson með fyrirlestur og myndasýningu um sögu og umhverfi Möðruvalla. Síðan verða viðburðirnir á tveggja vikna fresti til 20. ágúst þegar Guðrún Jónsdóttir verður með sögubrot um fjölskyldu hennar og Möðruvelli. Dagskráin í heild er hé...

Fífilbrekkuhátíð 13. júní

Árleg Fífilbrekkuhátíð Menningarfélagsins Hrauns i Öxnadal verður laugardaginn 13. júní 2009 og hefst hún kl. 14:00. Aðalefni hátíðarinnar að þessu sinni er að Dansfélagið VEFARINN sýnir þjóðdansa. Opnað verður trjásafn (arboretum) sem komið verður upp í landi Hrauns og gerð grein fyrir næstu skrefum í starfsemi félagsins. Gönguferðir verða upp að Hraunsvatni og suður í Hraunin undir leiðsögn. Þá ...

Hagnaður hjá sveitarsjóði 2008

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar hefur afgreitt ársreikning sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir árið 2008. Rekstrartekjur A- og B-hluta sveitarsjóðs á árinu voru samtals 232 millj. kr. og rekstrargjöld voru 210 millj. kr. Hagnaður af rekstri varð því 22 millj. kr. sem er 9,5%. Fjármunagjöld umfram fjármunatekjur urðu 17 millj. kr. og munar þar langmestu um gengistap, sem varð 18,6 millj. kr. H...

Bakkavarnir við Hörgá

Hörgá hefur í gegnum tíðinni oft flæmst víða um bakka sína og oft valdið skaða á ræktunarlöndum. Bændur hafa því löngum reynt að hamla gegn því með grjótvörnum og öðrum ráðstöfunum. Í gær var verið að færa stórgrýti sem fyrir löngu hafði verið sett við austurbakka árinnar á móts við Þelamerkurskóla, en hafði þar misst gildi sitt, og nota það við að beina ánni frá vesturbak...

Halldór á Sílastöðum í hópi þeirra bestu

Í Mogganum um helgina var sagt frá afreki Halldórs Helgasonar á Sílastöðum á snjóbrettamóti í Geilo í Noregi, sem var í upphafi páskavikunnar. Snjóbrettamótið er kennt við Andreas Wiig, sjá hér heimasíðu hans. Halldór sigraði á mótinu og hlaut 100.000 norskar krónur í sigurlaun. Það eru tæpar tvær milljónir íslenskra króna. Eldri bróðir hans, Eiríkur, er mjög þekktur snjóbretta...

Nýtt hreinsivirki fráveitu Lónsbakka

Nýlega var tekið í notkun nýtt hreinsivirki fyrir fráveitu Lónsbakka. Það byggist á því að siturvatnið sem kemur frá rotþró fráveitunnar er hreinsað með ósoni sem er sprautað í gegnum það. Ósonið er framleitt á staðnum með rafgreiningu lofts. Þessi aðferð byggist á tækniþróun raftæknifyrirtækisins RAF ehf. á Akureyri, með stuðningi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Hreinsivirk...

Alþingiskosningar

Í Alþingiskosningunum á morgun, 25. apríl, verður kjörstaður fyrir Hörgárbyggð í Hlíðarbæ. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og honum lýkur kl. 20:00. Á kjörskrá í Hörgárbyggð nú eru alls 305 manns, 169 karlar og 136 konur. Í kosningunum fyrir tveimur árum, árið 2007, voru 285 á kjörskrá í Hörgárbyggð, 156 karlar og 129 konur. Fjölgunin nú miðað við þá er 7%. Þá var kosningaþátttaka 86,3% í Hörgárby...

Skipulagsauglýsingar

Nú eru tvær skipulagsauglýsingar í gildi í Hörgárbyggð, þ.e. aðalskipulagsauglýsing og deiliskipulagsauglýsing. Í deiliskipulagsauglýsingunni eru auglýst tvö deiliskipulög, annað varðar byggingu skála fyrir ferðaþjónustu í landi Moldhauga og hitt byggingu íbúarhúss á Neðri-Rauðalæk. Auglýsingin er hér. Aðalskipulagsauglýsingin varðar niðurfellingu einnar setningar úr texta aðskipulagsin...

Aðsóknar- og sýningamet á Melum

Leiksýningin „Stundum og stundum ekki“, sem Leikfélag Hörgdæla hefur verið að sýna að Melum í Hörgárdal frá því í byrjun mars, mun slá sýninga- og aðsóknarmet hjá leikfélaginu. Gamla sýningametið var 21 sýning á leikritunum „Þrek og tár“ og „Síldin kemur og síldin fer“. Aðsóknarmet verður líka slegið, því nú þegar hafa um 1.800 manns séð sýninguna. Leikritið hefur verið sýnt 20 sinn...

Árlega Magic-páskamótið á skírdag

Árlega Magic-páskamót Íþróttamiðstöðvarinnar á Þelamörk og Vífilfells fyrir íþróttahópana sem æfa í salnum fer fram á skírdag.  Skráning fer fram kl. 10:00 og mótið hefst svo kl. 10:15.  Gert er ráð fyrir að mótinu ljúki milli kl. 12 og 13, það fer þó eftir fjölda liða. Nú þegar hafa 8 lið sagst ætla að koma. Verðlaun mótsins eru sem hér segir: 1. sæti: 4 k...