Fréttir

Miðaldadagar á Gásum um helgina

Miðaldastemming mun ríkja á Gásum helgina 19. og 20. júlí kl. 11-17. Á laugardeginum kl. 12:30 mun Svanfríður I. Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, bregða sér i gervi héraðshöfðingja og setja kauptíðina á Gásum að fornum sið og sönghópurinn Hymnodia syngur lög frá miðöldum. Að því loknu gefst gestum miðaldadaganna kostur á því að upplifa starfshætti og menningu síðmiðalda. Kaupmenn og...

Jötungíman í Þríhyrningi

Sveppurinn jötungíma birtist fyrir ofan Þríhyrning í Hörgárdal fyrir um mánuði síðan. Hann var óvenjusnemma á ferðinni í ár, en flest árin síðan 1988 hefur hann látið sjá sig þar. Þessi sveppur vex aðeins þremur öðrum stöðum á landinu svo vitað sé. Hann er stærsti sveppur á Íslandi og getur orðið yfir 60 sm í þvermál. Myndin til vinstri er tekin fyrir nokkrum dögum af einum sveppanna í Þríhyr...

Aðalskipulagstillaga auglýst

Tillaga að aðalskipulagi Hörgárbyggðar liggur nú frammi á skrifstofu sveitarfélagsins og auglýst hefur verið eftir hugsanlegum athugasemdum við hana. Ekki hefur verið í gildi neitt aðalskipulag fyrir Hörgárbyggð svo að um er að ræða merkan áfanga í skipulagsmálum sveitarfélagsins. Vinna við gerð aðalskipulagsins hófst haustið 2005 og hefur hún staðið með hléum síðan. Athugasemdafres...

Vegir endurbættir

Hafin er vinna við endurbyggingu á 4,5 km löngum kafla á Dagverðareyrarvegi, frá Hringvegi að Hellulandi. Verkinu lýkur með klæðningu á veginn. Því mun ljúka síðsumars. Verktaki er GV-gröfur ehf. á Akureyri. Þá styttist í að hafin verði endurbygging Hörgárdalsvegar frá Björgum að Skriðu. Samið hefur verið við Árna Helgason ehf., Ólafsfirði um fyrri áfanga verksins, sem er frá Björgum að Hólkoti. S...

Endurbætur sundlaugar hafnar

Í gær hófust framkvæmdir við umfangsmiklar endurbætur á sundlauginni á Þelamörk. Samið hefur verið við verktakafyrirtækið B. Hreiðarsson ehf. um að vinna verkið. Verksamningurinn hljóðar upp á 105,6 millj. kr. Í honum felst m.a. að byggja tækjaklefa, eimbað og tvo heita potta, breyta sundlaugarkarinu, setja upp ný stýrikerfi og bæta við öryggisbúnaði. Verkinu á að vera lokið 1....

Sláttur hafinn

Á miðvikudaginn byrjaði sláttur sumarsins í Hörgárbyggð, þegar slegið var á nokkrum bæjum. Tíðin hefur verið góð að undanförnu og spretta því víða orðin ágæt. Auðbrekku- og Þríhyrningsbændur voru að hirða í fyrstu rúllur sumarsins í dag og þá var myndin til vinstri tekin (stærri mynd undir). Þar sést að störfum splunkuný mjög öflug baggavél sem þeir eiga ásamt Stóra-Dunhagabændum....

Búfjárfjöldi í Hörgárbyggð

Skv. forðagæsluskýrslu vorið 2008 er heildarfjöldi búfjár í Hörgárbyggð alls 11.574. Stærsta kúabúið er á Bakka í Öxnadal. Þar eru 112 kýr, auk 139 annarra nautgripa. Næstflestar kýr eru á Dagverðareyri, 70 talsins. Þar eru 107 aðrir nautgripir. Alls eru kúabúin 20 að tölu. Stærsta sauðfjárbúið er á Staðarbakka í Hörgárdal. Þar voru 498 ær í vetur og auk þess 135 af öðru sauðfé. Lit...

Söfnun á baggaplasti

Síðasti söfnunardagur vetrarins á heyrúlluplasti (baggaplasti) í Hörgárbyggð er 10. júní nk. Í sömu ferð verða áburðarpokar teknir til endurvinnslu. Aðgreina verður ytra og innra byrði pokanna og setja hvort byrðið í poka (ekki hafa þau laus). Þetta er sama fyrirkomulag og var í fyrra....

Endurbætur sundlaugar boðnar út

Auglýst hefur verið eftir tilboðum í endurbætur á sundlauginni í   Íþróttamiðstöðinni á Þelamörk. Í útboðinu felst bygging tækjaklefa, eimbaðs og tveggja heitra potta, endurnýjun stýrikerfa og öryggisbúnaðar o.fl. Verkinu á að vera lokið 1. desember nk. Útboðsgögn fást afhent á Verkfræðistofu Norðurlands hf., Hofsbót 4, Akureyri. Tilboðin verða opnuð á sama stað 5. júní nk. Útb...

Afgreiðslu ársreikninga er lokið

Afgreiðslu ársreikninga Hörgárbyggðar fyrir árið 2007 er lokið. Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs var mjög góð á árinu. Afgangur frá rekstri var 66,5 millj. kr. sem er 26% af skatttekjum. Hluti fjárhæðarinnar er söluhagnaður eigna, en sé hann dregin frá er samt sem áður um verulegan afgang að ræða. Heildarfjárfesting á árinu var 56,8 millj. kr. Hún skiptist í meginatriðum í þrennt: stækkun leik...