Fréttir

Nýir umsjónarmenn á Melum

Um áramótin lét Þórður V. Steindórsson, Doddi í Þríhyrningi, af störfum sem húsvörður félagsheimilisins Mela í Hörgárdal. Hann hafði þá gegnt starfinu í um 17 ár. Hjónin í Lönguhlíð, Bragi Konráðsson og Eva María Ólafsdóttir, hafa tekið að sér að hafa umsjón með félagsheimilinu. Pantanir á húsinu, upplýsingagjöf o.þ.h. verður frá sama tíma á skrifstofu Hörgárbyggðar. Á myndinni er D...

Fjölmennt á nýársbrennu

Ungmennafélagið Smárinn hélt nýársbrennu á föstudagskvöldið norðan við Laugaland. Þar var fjöldi manns í blíðskaparveðri og horfði á gamla árið brenna út. Margir skutu flugeldum og kveiktu á blysum. Á eftir var kaffi og meðlæti í matsal skólans og svo var bingó á eftir. Nokkrar myndir frá brennunni má sjá með því að smella hér fyrir neðan (á meira).           &nb...

Fjárhagsáætlun 2008 afgreidd

Fjárhagsáætlun Hörgárbyggðar fyrir árið 2008 liggur nú fyrir. Skv. henni eru heildarskatttekjur sveitarfélagsins ársins áætlaðar rúmlega 196 milljónir, sem yrði um 7% hækkun frá áætlaðri niðurstöðu ársins 2007. Af þessum tekjum er áætlað að alls tæplega 176 millj. kr. verði varið til rekstrarþátta sveitarfélagsins og tæplega 21 millj. kr. fari til framkvæmda. Hlutfall skatttekna til fra...

Gatnagerð í fullum gangi

Gatnagerðin við Lækjarvelli er nú í fullum gangi, eftir hafa tafist vegna minniháttar breytingar á deiliskipulagi. Skipt hefur verið um jarðveg og búið er að setja burðarlag í fyrstu 260 metrana (af rúmlega 400) og leggja fráveitulagnir í þann kafla. Vatnslögn er komin að svæðinu. Áætlað er að verklok verði í janúar 2008.  ...

Gásakaupstaður stofnaður

Í dag var sjálfseignarstofnunin Gásakaupstaður stofnuð. Markmið hennar er að vinna að upp-byggingu þjónustu- og sýningarsvæðis til að miðla upplýsingum um hinn forna Gásakaupstað í Eyjafirði. Þar á að vera hægt að fá heildstæða upplifun á því hvernig lífið var á Gásakaupstað á miðöldum. Þar munu jafnframt skapast ný og áhugaverð atvinnutækifæri og þar verða varðveitta...

Frestun á sparkvallarvígslu

Í fréttabréfi Hörgárbyggðar sl. laugardag kom fram að sparkvöllurinn við Þelamerkurskóla yrði væntanlega vígður nk. föstudag. Að ósk Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) hefur vígslunni verið frestað. Fyrirhugað er að hún fari fram viku seinna, þ.e. föstudaginn 7. des. nk. Á með beðið er eftir sparkvallarvígslunni er upplagt að rifja upp mjög velheppnaða heimsókn forseta Íslands í Þelamerkurskóla á 2...

Fundur um Staðardagskrá 21

Fyrr í mánuðum funduðu þeir sem hafa með Staðardagskrá 21 að gera hjá sveitarfélögum á Norður- og Austurlandi. Fundurinn var haldinn í Þelamerkurskóla. Hann var á vegum verkefnisstjóra Staðardagskrár 21 á Íslandi. Fundarmenn voru 12 frá Fjarðabyggð til Blönduóss. Á fundinum var farið yfir helstu verkefni að undanförnu og á næstunni. Rætt var um skipulagsmál, "réttlætisbæi", væntanle...

Jónas Hallgrímsson 200 ára

Á 200 ára afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar, föstudaginn 16. nóvember, kemur út á vegum menningarfélagsins Hrauns í Öxnadal ný ævisaga sem Böðvar Guðmundsson rithöfundur hefur skrifað og nefnir Jónas Hallgrímsson Ævimynd. Verður ævisagan afhent öllum nemendum í tíunda bekk grunnskóla landsins að gjöf. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, mun að morgni afmælisdagsins afhenda fyrstu eintö...

Aðalheiður á Gráa svæðinu

Á Gráa svæðinu í Þelamerkurskóla eru nú tvö verk eftir myndmenntakennara skólans, Aðalheiði S. Eysteinsdóttur. Verkin eru meðal þeirra verka sem voru á sýningu hennar Bið í Hafnarborg í síðasta mánuði. Allir eru velkomnir í skólann til að skoða sýninguna og að virða fyrir sér verk nemenda sem hanga uppi víða um skólann....

Sparkvöllur og ný leiktæki

Þessa dagana er verið að leggja síðustu hönd á frágang kringum sparkvöll og ný leiktæki á skólalóð Þelamerkurskóla. Framkvæmdirnir hafa staðið yfir í frá því í júní og gjörbreyta aðstöðu til íþróttaiðkunar og hreyfingar nemenda, sbr. frétt á heimasíðu skólans, smella hér, um verkefnið Hreyfing, heilsa og hollusta. Það verkefni teygir anga sína víða í skólastarfinu en meginstarf...