Fréttir

Fólkvangur á Hrauni

Í dag undirritaði Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, auglýsingu um friðlýsingu meginhluta jarðarinnar Hrauns i Öxnadal sem fólkvangs. Markmiðið með stofnun fólkvangsins er að skapa varanlega og trausta umgjörð utan um þá útivist, náttúruskoðun og fræðslu sem fyrirhuguð er á jörðinni, jafnframt því að sýna fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar, skálds og náttúrufræðings, tilhlýðilega...

Síðasta sýning á "Síldinni" - aðsóknarmet

Uppfærsla Leikfélags Hörgdæla á söngva- og gamanleiknum “Síldin kemur og síldin fer” eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur hefur slegið í gegn, uppselt hefur verið á 17 sýningar af 20 og áhorfendametið hefur verið slegið. Um 1.900 manns hafa nú þegar séð sýninguna. Síðasta sýning var sunnudaginn 6. maí, en vegna mikillar aðsóknar hefur verið nú verið ákveðið að efna ti...

Menningarmiðstöð á Öxnadalsárbrúnni?

Bygging lítillar menningarmiðstöðvar á gömlu Öxnadalsárbrúnni neðan við Bakkaselsbekkuna er hugmynd sem sveitarstjórn Hörgárbyggðar ræddi á dögunum. Það er fjöllistamaðurinn Örni Ingi sem setur fram hugmyndina. Hann sér fyrir sér náttúrulega miðstöð fyrir myndlistarskóla og vinnustofu listamanns. Hann telur staðsetninguna frábæra, bæði í náttúrulegu tilliti og vegna nálægðar við æskustöð...

Hörgárbyggð eignast byggðarmerki

Á síðasta fundi sveitarstjórnar var ákveðið að merkið sem er hér til vinstri verði byggðarmerki Hörgárbyggðar. Merkið teiknaði Jóhann H. Jónsson, teiknari, eftir hugmynd sem varð til á heimaslóðum. Það vísar til Hraundrangans milli Öxnadals og Hörgárdals og Hörgárinnar sem rennur eftir endilöngu sveitarfélaginu. Græni liturinn í merkinu táknar gróskuna og búsældina á svæðinu. Byggða...

Síldin slær í gegn

Sýningar Leikfélags Hörgdæla á leikritinu “Síldin kemur og síldin fer” hafa gengið mjög vel. Það hefur verið sýnt 14 sinnum, alltaf nema einu sinni fyrir fullu húsi. Rúmlega 1.300 manns hafa séð sýninguna. Leikritið hefur fengið góða dóma, sjá t.d. á dagur.net. Ráðgert er að sýna verkið a.m.k. sex sinnum í viðbót. Síðasta sýning verður sunnudaginn 6. maí nk., sjá:15. sýning&nbs...

Ársreikningar 2006 lagðir fram

Á fundi sveitarstjórnar Hörgárbyggðar í gær voru ársreikningar Hörgárbyggðar fyrir árið 2006 lagðir fram til fyrri umræðu. Þar kemur m.a. fram að rekstrarniðurstaða ársins varð jákvæð upp á 19,3 millj. kr., sem er 10,5% af rekstrartekjum sveitarfélagsins. Fjárhagsstaða sveitarsjóðs er mjög traust og veltufjárhlutfall hjá honum er 3,71. Ársreikningunum var vísað til síðari umræðu og ...

Deiliskipulag verslunar- og þjónustusvæðis auglýst

Auglýst hefur verið tillaga að deiliskipulagi nýs verslunar- og þjónustusvæðis við Lækjarvelli í Hörgárbyggð. Svæðið er austan við hringveg nr. 1 og norðan Blómsturvallavegar, u.þ.b. 1 km norðan við Húsasmiðjuna. Svæðið er 17,5 ha að stærð og þar er gert er ráð fyrir 21 lóð, af ýmsum stærðum og gerðum. Athugasemdafrestur við deiliskipulagstillöguna er til 30. maí...

Aðalskipulag - drög

Unnið er að gerð aðalskipulags fyrir Hörgárbyggð og nú er hægt að skoða drög að aðalskipulagstillögu hér á heimasíðunni, sjá hér. Á sama stað er hægt að smella á ýmsa skýringaruppdrætti sem gerðir hafa verið í tengslum við aðalskipulagsgerðina....

Styrkur til Gásaverkefnisins

Í gær var undirritað samkomulag um styrk frá Ferðamálastofu til þess að koma upp snyrtingum við minjastaðinn á Gásum. Styrkurinn hljóðar upp á 2 millj. kr. og kemur til viðbótar styrk frá sama aðila upp á 3 millj. kr. sem veittur var í fyrra. Samkomulagið var gert við athöfn sem fram fór á veitingahúsinu Friðrik V. á Akureyri.Smíði snyrtinganna verður lokið í lok apríl og fljótlega eftir...

Árshátíð Þelamerkurskóla

Annað kvöld, fimmtudagskvöldið 29. mars kl. 20, verður árshátíð Þelamerkurskóla haldin í Íþróttahúsinu á Þelamörk. Þar munu nemendur 9. og 10. bekkja skólans sýna leikritið Öskubuska undir leikstjórn Önnur Rósu Friðriksdóttur og Sigríðar Guðmundsdóttur. Auk þess verða á árshátíðinni ýmis skemmtiatriði, tónlist, dans og svo kaffiveitingar. Aðgangseyrir er 800 kr. fyrir 6 ára og eldri. Kaf...