Fréttir

Síldin kemur í Hörgárdalinn

Leikfélag Hörgdæla hefur hafið æfingar á hinu sívinsæla leikriti Síldin kemur og síldin fer eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Leikstjóri er Sunna Borg og tónlistarstjóri er Snorri Guðvarðsson. Leikritið lýsir lífi farandverkafólki á síldarárunum, gleði þess og sorgum, vinnu, drykkju, ástum og samskiptum við heimafólk.Rauði þráðurinn er síðan togstreita síldarspekúlantsins við landeigandann se...

Gásanefnd hefur störf

Nýlega hélt Gásanefnd sinn fyrsta fund. Nefndin er samráðsvettvangur Hörgárbyggðar, Akureyrarbæjar og Minjasafnsins á Akureyri um verkefnið "Gásir í Eyjafirði - lifandi miðaldakaupstaður". Nefndin heyrir undir sveitarstjórn Hörgárbyggðar, sem leiðir verkefnið stjórnsýslulega. Fulltrúi Gásafélagsins á seturétt á fundum nefndarinnar.Verkefni nefndarinnar er að stofna félag og/eða sjálfseignarstofnun...

Endurbætur á aðalsal Hlíðarbæjar á lokastigi

Endurbótum á aðalsalnum í Hlíðarbæ er að ljúka. Í gærkvöldi kom þar saman hópur fólks til að þrífa, setja upp gluggatjöld og laga til eftir framkvæmdirnar. Myndir af nokkrum í hópnum má sjá með því að smella á "meira" hér neðan við. Næsta laugardagskvöld er fyrsti viðburðurinn í húsinu eftir að endurbæturnar hófust, fyrir utan bridge-spilamennsku á þriðjudögum allan framkvæmdatímann...

Eiríkur einn sá besti

Eiríkur Helgason á Sílastöðum hefur verið útnefndur 6. besti jaðaríþróttamaður heims af íþróttadeild sænska dagblaðsins Aftonbladet. Eiríkur þykir afar fimur á snjóbretti. Með því að smella hér má skoða myndir af kappanum. Í fyrstu sætunum eru skíðagarparnir Tanner Hall og Jacob Wester. Fréttin í Aftonbladet í heild er hér....

Frábær hrútur á Staðarbakka

Lömb frá frá Staðarbakka í Hörgárdal hafa komið út með ágætum í kjötmati undanfarin ár, en í haust slógu afkvæmi hrútsins Króks á Staðarbakka öll met í kjötmati fyrir gerð. Af 17 sláturlömbum undan honum sl. haust fór 9 í hæsta gæðaflokk og hin 8 fóru í næsthæsta gæðaflokk. Frá þessu er sagt á heimasíðu Búgarðs, sjá hér....

Keppendur Smárans stóðu sig vel fyrir sunnan um helgina

Á Stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum sem haldið var í Laugardalshöllinni í Reykjavík á laugardaginn átti UMSE 22 keppendur og bættu 19 þeirra sinn persónulega árangur. Þar á meðal var Guðlaug Jana Sigurðardóttir, Umf. Smáranum, sem varð önnur í 800 m hlaupi í flokki 13-14 ára telpna og stórbætti sinn árangur. Þetta voru fyrstu verðlaun hennar á stórmóti. Daginn eftir voru Reykjavíkurleikarnir í frjál...

Íbúðabyggð á Gásum?

Landeigandi Gása hefur sett fram hugmynd um íbúabyggð á Gásum, sem miðast við 40 stórar lóðir með góð tengsl við umhverfi og náttúru. Þarna yrði búsetuvalkostur sem ekki er mögulegt að bjóða í þéttbýli. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkti á síðasta fundi sínum að eiga viðræður við landeiganda um þetta mál....

Viðbygging leikskóla á lokastigi

Lokaspetturinn við stækkun leikskóla Álfasteins er hafin. Í gær voru rafvirkjar önnum kafnir í viðbyggingunni og smiðir stóðu í ströngu við að setja upp kerfisloft. Afhending á föstum innréttingum er áætluð í þessari viku. Áætlað er að byggingin verði tilbúin til notkunar um miðjan febrúar. Þá hefjast breytingar á eldra húsnæði leikskólans til að húsnæðið myndi eina h...

Áramótapistill Önnu Dóru

Kæru sveitungar. Það er við hæfi að byrja nýtt ár í bjartsýniskasti og það er einmitt það sem er að sækja á mig þessa dagana. Þar sem ég er starfsmaður á Álfasteini, verð ég að fá þessari bjartsýnisútrás fullnægt með því að fjalla um þann ágæta stað. Á síðasta ári var hafist handa við stækkun leikskólans.  Byggingarfyrirtækið Katla á Árskógsströnd fer þar með aðalhlutverk og er verkið nú lang...

Jólin kvödd

Í veðurblíðunni á þrettándanum sl. laugardag efndu ungmennafélagið Smárinn og nemendur Þelamerkurskóla til þrettándagleði norðan við Laugaland á Þelamörk. Þar var heljarmikil brenna, púkar voru út um allt og flugeldum var skotið. Á eftir var boðið upp á kaffiveitingar í skólanum til styrktar ferðasjóði nemanda. Eftir það var spilað bingó. Myndina fyrir ofan má stækka með því að smel...