Fréttir

Góður kynningarfundur um aðalskipulag

Í gærkvöldi var haldinn velheppnaður kynningarfundur um aðalskipulag Hörgárbyggðar sem nú er unnið að. Yngvi Þór Loftsson og Óskar Örn Gunnarsson kynntu forsendur skipulagsins og sýndu margar uppdrætti þar að lútandi. Kynningarfundurinn var vel sóttur, á honum voru um 50 manns. Á fundinum var ákveðið að setja upp hér á heimasíðunni ábendinga- og athugasemdasíðu, sjá hér. Þar getur fólk komið ...

Samið um fyrstu lóðina á nýju þjónustusvæði

Í dag skrifuðu Vélaver hf. og Hörgárbyggð undir samning um lóð Vélavers á 1 hektara lóð undir þjónustumiðstöð fyrir Norðurland. Lóðin er á nýju byggingarsvæði við vegamót hringvegar og Blómsturvallavegar í Hörgárbyggð. Nýja byggingarsvæðið er í þjóðbraut og aðkoma stórra bíla og tækja verður einstaklega góð. Staðurinn er áberandi og reiknað er með að hann verði eftirsótt athafnasvæði.    ...

Kynning á aðalskipulagstillögu

Á fimmtudaginn, 15. febrúar kl. 20 verður tillaga að aðalskipulagi Hörgárbyggðar kynnt á almennum fundi í Hlíðarbæ. Þar munu Yngvi Þór Loftsson, arkitekt, og Óskar Örn Gunnarsson, skipulagsfræðingur, kynna tillöguna. Síðan verður spáð, spekúlerað og rýnt í kort eftir því sem fundarmenn vilja. Íbúar Hörgarbyggðar eru eindregið hvattir til að koma á kynningarfundinn og taka virkan þátt í m...

Góð ferð á Meistaramót í frjálsum

UMSE fór með kornungt lið á aðalhluta Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum um helgina. Keppendur voru sex á aldrinum 14-24 ára. Arna Baldvinsdóttir, Smáranum, stóðst álagið með prýði og bætti sig í langstökki og 400 m hlaupi. Svo hljóp hún kvennagrindina mjög vel og varð 10. Steinunn Erla Davíðsdóttir, Smáranum, var yngsti keppandinn frá UMSE. Hún er 13 ára og bætti ...

Síldin kemur í Hörgárdalinn

Leikfélag Hörgdæla hefur hafið æfingar á hinu sívinsæla leikriti Síldin kemur og síldin fer eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Leikstjóri er Sunna Borg og tónlistarstjóri er Snorri Guðvarðsson. Leikritið lýsir lífi farandverkafólki á síldarárunum, gleði þess og sorgum, vinnu, drykkju, ástum og samskiptum við heimafólk.Rauði þráðurinn er síðan togstreita síldarspekúlantsins við landeigandann se...

Gásanefnd hefur störf

Nýlega hélt Gásanefnd sinn fyrsta fund. Nefndin er samráðsvettvangur Hörgárbyggðar, Akureyrarbæjar og Minjasafnsins á Akureyri um verkefnið "Gásir í Eyjafirði - lifandi miðaldakaupstaður". Nefndin heyrir undir sveitarstjórn Hörgárbyggðar, sem leiðir verkefnið stjórnsýslulega. Fulltrúi Gásafélagsins á seturétt á fundum nefndarinnar.Verkefni nefndarinnar er að stofna félag og/eða sjálfseignarstofnun...

Endurbætur á aðalsal Hlíðarbæjar á lokastigi

Endurbótum á aðalsalnum í Hlíðarbæ er að ljúka. Í gærkvöldi kom þar saman hópur fólks til að þrífa, setja upp gluggatjöld og laga til eftir framkvæmdirnar. Myndir af nokkrum í hópnum má sjá með því að smella á "meira" hér neðan við. Næsta laugardagskvöld er fyrsti viðburðurinn í húsinu eftir að endurbæturnar hófust, fyrir utan bridge-spilamennsku á þriðjudögum allan framkvæmdatímann...

Eiríkur einn sá besti

Eiríkur Helgason á Sílastöðum hefur verið útnefndur 6. besti jaðaríþróttamaður heims af íþróttadeild sænska dagblaðsins Aftonbladet. Eiríkur þykir afar fimur á snjóbretti. Með því að smella hér má skoða myndir af kappanum. Í fyrstu sætunum eru skíðagarparnir Tanner Hall og Jacob Wester. Fréttin í Aftonbladet í heild er hér....

Frábær hrútur á Staðarbakka

Lömb frá frá Staðarbakka í Hörgárdal hafa komið út með ágætum í kjötmati undanfarin ár, en í haust slógu afkvæmi hrútsins Króks á Staðarbakka öll met í kjötmati fyrir gerð. Af 17 sláturlömbum undan honum sl. haust fór 9 í hæsta gæðaflokk og hin 8 fóru í næsthæsta gæðaflokk. Frá þessu er sagt á heimasíðu Búgarðs, sjá hér....

Keppendur Smárans stóðu sig vel fyrir sunnan um helgina

Á Stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum sem haldið var í Laugardalshöllinni í Reykjavík á laugardaginn átti UMSE 22 keppendur og bættu 19 þeirra sinn persónulega árangur. Þar á meðal var Guðlaug Jana Sigurðardóttir, Umf. Smáranum, sem varð önnur í 800 m hlaupi í flokki 13-14 ára telpna og stórbætti sinn árangur. Þetta voru fyrstu verðlaun hennar á stórmóti. Daginn eftir voru Reykjavíkurleikarnir í frjál...