Fréttir

Salurinn í Hlíðarbæ fær nýja loftklæðningu

Hafin er vinna við að setja nýja klæðningu upp í loft aðalsalar Hlíðarbæjar. Fjarlægð er eldri klæðning og einangrun, hvort tveggja var orðið lélegt. Einangrunin stóðst ekki kröfur lengur. Steinull er sett upp í loftið og síðan er það klætt með gifsplötum. Nýrri lýsingu verður svo komið fyrir í loftinu. Gert er ráð fyrir að þessum framkvæmdum verði lokið áðu...

Síðasti fundur bókasafnsnefndar

Í gær hélt bókasafnsnefnd Hörgárbyggðar síðasta formlega fund sinn. Á undanförnum árum hefur nefndin unnið mikið starf í að sameina bókasöfn hreppanna sem sameinuðust í Hörgárbyggð. Bókasöfnin voru sameinuð skólabókasafni Þelamerkurskóla á grundvelli sammnings sem gerður var um samstarf bóksafns Glæsibæjarhrepps og skólabókasafnsins. Þar er gert ráð fyrir að íbúar sveitarfélgsins eigi, eftir sem á...

Meira umferðaröryggi

Í dag voru settir upp þrír ljósastaurar við þjóðveginn hjá Þelamerkurskóla til viðbótar við þá sem þar voru fyrir. Þar voru að verki Herbert Hjálmarsson, Sigmundur Þórisson og Valdimar Valdimarsson frá RARIK. Uppsetning ljósastaura var meðal þess sem rætt var á fundi um að auka umferðaröryggi skólabarna í Þelamerkurskóla, sem var haldinn í skólanum 2. mars sl. Fyrr í haust sett...

Gráa svæðið, gallerý

Í Þelamerkurskóla er rekið gallerýið "Gráa svæðið". Aðalheiður Eysteinsdóttir, myndmenntakennari, á allan heiður af gallerýinu. Þar sýnir núna Bjarni Sigurbjörnsson, sem hefur skapað sér sérstöðu á Íslandi með kraftmiklum abstrakt málverkum á plexigler. Á undan Bjarna sýndi Arnfinna Bjönsdóttir, Siglufirði, klippimyndir á Gráa svæðinu. Í desember verður þar Þjóðverjinn Jan Voss, kon...

Halloween-partí

Á laugardaginn, fyrsta vetrardag, var Halloween-partí hjá 1. - 4. bekk Þela-merkurskóla. Það var haldið í fjós-hlöðunni hjá Árna og Boggu í Stóra-Dunhaga. Foreldrar krakkanna í bekkjunum skipu-lögðu dagskrána og hlaðan var skreytt með alls kyns verum og draugum. Heilmikið var um að vera, grill, ratleikur, öskurkeppni og bragðað á gotteríi. Börn og fullorðnir komu í búningum sem hæfðu tilefninu, ei...

Vegabætur

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar leggur þunga áherslu á að áætlun gildandi vegáætlunar um fjárveitingar í framkvæmdir við Hörgárdalsveg og Dagverðareyrarveg árið 2008 minnki ekki, og að strax árið eftir haldi framkvæmdir við þessa vegi áfram. Þá bendir sveitarstjórnin á að uppbygging annarra tengivega í sveitarfélaginu sé mjög brýn. Fyrir dyrum stendur að endurskoða vegáætlunina. Myndin er af brún...

Árshátíðin

Á laugardaginn, fyrsta vetrardag, verður hin árlega árshátíð í Hlíðarbæ. Húsið opnar kl. 20:00 og borðhald hefst kl. 20:30. Allir eru hjartanlega velkomnir. Að árhátíðinni standa Leikfélag Hörgdæla, Ferðafélagið Hörgur, Ungmennafélagið Smárinn, Hrossaræktarfélagið Framfari og Kirkjukór Möðruvallaklaustursprestakalls, sjá nánar hér. ...

Af kornskurði

Í lok síðustu viku var síðasta byggið skorið í Hörgárbyggð á þessu sumri. Þá voru Helgi á Bakka, Kristján á Tréstöðum og vinnumaður Helga að ljúka við kornskurð á Sílastaða-ökrum. Þar var myndin tekin (stærri mynd hér). Uppskeran var 50-60 tonn. Almennt gekk byggræktin vel í  Hörgárbyggð í sumar....

Síðasti gamli bíllinn farinn frá Fornhaga II

Í Fornhaga II er búið að taka vel til í sumar, eins og víða. Sl. föstudag fór síðasti gamli bíllinn af jörðinni. Það var 55 ára gamall Dodge. Það var Þorsteinn Gústafsson úr Fellabæ sem sótti bílinn. Til að hafa allt í samræmi notaði Þorsteinn 45 ára gamlan hertrukk til flytja bílinn. Settið sem fór úr hlaði var því um aldargamalt, sjá stærri mynd hér. Heimasíða eigenda Fornhaga II er hér....

Af hrútasýningu

Hrútasýning á veturgömlum hrútum hjá Sauðfjárræktarfélagi Skriðuhrepps var á Staðarbakka sl. föstudag. Dómari var Ólafur G Vagnsson og Rafn Arnbjörnsson sá um ómsjármælingu.Til sýningar komu 27 hrútar og dæmdust þeir mjög vel, 12 fengu 84 stig eða meira, aðrir 12 fengu 82 – 83,5 stig og aðeins 3 fengu undir 82 stigum. Besti hrútur sýningarinnar var dæmdur Þrymur 05-250 með 87 stig, fyrir læri...