Fréttir

Halloween-partí

Á laugardaginn, fyrsta vetrardag, var Halloween-partí hjá 1. - 4. bekk Þela-merkurskóla. Það var haldið í fjós-hlöðunni hjá Árna og Boggu í Stóra-Dunhaga. Foreldrar krakkanna í bekkjunum skipu-lögðu dagskrána og hlaðan var skreytt með alls kyns verum og draugum. Heilmikið var um að vera, grill, ratleikur, öskurkeppni og bragðað á gotteríi. Börn og fullorðnir komu í búningum sem hæfðu tilefninu, ei...

Vegabætur

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar leggur þunga áherslu á að áætlun gildandi vegáætlunar um fjárveitingar í framkvæmdir við Hörgárdalsveg og Dagverðareyrarveg árið 2008 minnki ekki, og að strax árið eftir haldi framkvæmdir við þessa vegi áfram. Þá bendir sveitarstjórnin á að uppbygging annarra tengivega í sveitarfélaginu sé mjög brýn. Fyrir dyrum stendur að endurskoða vegáætlunina. Myndin er af brún...

Árshátíðin

Á laugardaginn, fyrsta vetrardag, verður hin árlega árshátíð í Hlíðarbæ. Húsið opnar kl. 20:00 og borðhald hefst kl. 20:30. Allir eru hjartanlega velkomnir. Að árhátíðinni standa Leikfélag Hörgdæla, Ferðafélagið Hörgur, Ungmennafélagið Smárinn, Hrossaræktarfélagið Framfari og Kirkjukór Möðruvallaklaustursprestakalls, sjá nánar hér. ...

Af kornskurði

Í lok síðustu viku var síðasta byggið skorið í Hörgárbyggð á þessu sumri. Þá voru Helgi á Bakka, Kristján á Tréstöðum og vinnumaður Helga að ljúka við kornskurð á Sílastaða-ökrum. Þar var myndin tekin (stærri mynd hér). Uppskeran var 50-60 tonn. Almennt gekk byggræktin vel í  Hörgárbyggð í sumar....

Síðasti gamli bíllinn farinn frá Fornhaga II

Í Fornhaga II er búið að taka vel til í sumar, eins og víða. Sl. föstudag fór síðasti gamli bíllinn af jörðinni. Það var 55 ára gamall Dodge. Það var Þorsteinn Gústafsson úr Fellabæ sem sótti bílinn. Til að hafa allt í samræmi notaði Þorsteinn 45 ára gamlan hertrukk til flytja bílinn. Settið sem fór úr hlaði var því um aldargamalt, sjá stærri mynd hér. Heimasíða eigenda Fornhaga II er hér....

Af hrútasýningu

Hrútasýning á veturgömlum hrútum hjá Sauðfjárræktarfélagi Skriðuhrepps var á Staðarbakka sl. föstudag. Dómari var Ólafur G Vagnsson og Rafn Arnbjörnsson sá um ómsjármælingu.Til sýningar komu 27 hrútar og dæmdust þeir mjög vel, 12 fengu 84 stig eða meira, aðrir 12 fengu 82 – 83,5 stig og aðeins 3 fengu undir 82 stigum. Besti hrútur sýningarinnar var dæmdur Þrymur 05-250 með 87 stig, fyrir læri...

Leikskólaviðbygging í fullum gangi

Vinna við viðbyggingu leikskólans Álfasteins er í fullum gangi. Húsið er risið og komin er klæðing á grindina. Næsta verk er að setja járn á þakið. Það er sem sagt stutt í að viðbyggingin verði fokheld. Mynd 1 hér, mynd 2 hér....

Hvað eru margar brýr í Hörgárbyggð?

Í skýrslu frá samgönguráðherra segir að á landinu séu 802 einbreiðar brýr og 447 tvíbreiðar, alls 1.249 brýr. Af þeim eru 14 í Hörgárbyggð, eða rúmlega 1%. Einbreiðar brýr í Hörgárbyggð eru 8 og 6 eru tvíbreiðar.Í skýrslunni má líka fræðast um lengd brúnna og aldur. Af einbreiðu brúnum í Hörgárbyggð eru 3 byggðar fyrir 1950, 2 á árunum 1951-1960 og 3 þeirra eru byggðar á árunum 1961-1990. All...

Gásaverkefnið til Hörgárbyggðar

Á fundi sveitarstjórnar Hörgárbyggðar sl. miðvikudag var ákveðið að verða við ósk Héraðsnefndar um að Hörgárbyggð taki að sér stjórnsýslu Gásaverkefnisins. Hvergi á landinu eru til jafnmiklar minjar um verslun til forna og á Gásum. Þar hafa verið stundaðar fornmleifarannsóknir í nokkur undanfarin ár, en nú er þeim lokið, a.m.k. í bili. Fram eru komnar hugmyndir um að að byggja upp ferðamannastað á...

Fyrstu göngum og réttum lokið

Í dag var réttað í Þverárrétt í Öxnadal og þar með lauk fyrstu göngum og réttum í Hörgárbyggð á þessu hausti. Veður í göngunum var yfirleitt mjög gott og þær gengu vel. Nokkur þoka var þó í göngum Öxndæla í gær. Á laugardaginn voru aðrar göngur í ytri hluta Hörgárdals, en annars staðar verða þar um næstu helgi. Svipmyndir úr Þverárrétt í dag má skoða með því að smella hér á myn...