Fréttir

Leikskólinn Álfasteinn

Leikskólinn Álfasteinn, sem hélt upp á 10 ára afmæli í sumar, er fullnýttur nú og er að myndast biðlisti, en svo hefur ekki verið lengi.  Íbúum hefur fjölgað í sveitarfélaginu, bæði hefur fólk flust í sveitarfélagið og einnig fæðst börn.  Leikskólinn rúmar um 17 börn í einu og er nokkuð ljóst að gera þarf ráðstafanir í nánustu framtíð til að geta tekið öll þau börn inn í l...

Þelamerkurskóli settur.

Í gær, miðvikudaginn 24. ágúst, var Þelamerkurskóli settur.  Skólastarf hefst með hefðbundunum hætti í dag, þann 25. ágúst. Í skólanum eru 92 nemendur og er það fækkun frá fyrra skólaári, en þá voru nemendur 98.  Stór árgangur lauk 10. bekk s.l. vor en mjög lítill árgangur kemur inn nú í haust, en aðeins tveir nemendur hefja nám í 1. bekk.  Tveir nemendur se...

Sameining sveitarfélaga

Nokkuð er um það að fólk spyrji um sameiningarkosningarnar sem fara fram 8. október n.k. Verið er að vinna að kynningarbæklingi sem mun verða dreift á öll heimili, væntanlega snemma í september. Kynningarfundir verða síðan í öllum sveitarfélögunum í seinni hluta september eða fyrstu daga októbermánaðar. Áætlað er að kynningarfundur í Hörgárbyggð verði 26. september.  Lesendum heimasíðunn...

Framkvæmdir við Birkihlíð

Framkvæmdir halda áfram við Birkihlíð.  Flutt er í þau tvö hús sem upp eru komin. Undanfarið hafa verið steyptir grunnar að fleiri húsum og eða að 5 húsum til viðbótar og verið að byrja að reisa hús á einum þeirra.  Þá á aðeins eftir að steypa einn grunn, en áætlað er að húsin við Birkihlíð verði 8. Þetta eru timburhús, íbúð og bílskúr.  Katla ehf. byggir hú...

Líf í og við Hörgá.

Oddvinn hér í Hörgárbyggð, Helgi B. Steinsson sem er mikil veiðikló, veiddi hnúðlax í Hörgá við Þelamerkuskóla í síðustu viku.  Hnúðlaxinn var 3 pund.   Hnúðlax er afar sjaldgæfur á þessum slóðum.       Öðru hvoru sjást selir fara upp Hörgána.  Nýlega sást selur við Skóga á Þelamörk.   Fuglalíf hefur aukist mjög við ána síðustu ár og má það eflaust þakk...

Gásadagurinn, 24. júlí

Gásir Miðaldaverslun og messa sunnudaginn 24.júlí kl. 13-17.                    Kl. 13 guðsþjónusta við kirkjutóttina á Gásum, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir messar, sr.Gylfi Jónsson leikur á harmonikku og kirkjukór Möðruvallaklaustursprestakalls leiðir sönginn.      kl. 14-17 miðaldalíf í...

Fífilbrekkuhátíð á Hrauni

      Í gær, sunnudaginn 12. júní var haldin Fífilbrekkuhátið á Hrauni í Öxnadal.  Þetta er í annað sinn sem Fífilbrekkuhátið er haldin að Hrauni og var sú fyrri fyrir ári síðan.  Það er Menningarfélagið Hraun í Öxnadal sem stendur fyrir hátíðinni. Hátíðin hófst um kl. 14:00.  Tryggvi Gíslason bauð gesti velkomna og sagði frá starfsseminni og endurbótum á Hr...

Álfasteinn 10 ára

Í dag er haldið upp á afmæli leikskólans Álfasteins.  Veðrið leikur við afmælisgesti sem fagna afmælinu í leik og með góðum veitingum.  Á Álfasteini hefur verið unnið farsælt leikskólastarf þennan liðna áratug og þrátt fyrir að skólinn sé ekki stór í sniðum þá hafa mörg börn fengið að njóta þess að vera í skólanum við leik og störf í umsjón góðra starfsmanna.  Það er...

Vinnuskóli

Nú er vinnuskólinn að hefjast.  Níu unglingar skráðu sig í hann.  Umsjónarmaður er Einar Máni Friðriksson.    Ef einhverjir í sveitarfélaginu hafa áhuga á að fá vinnuskólann heim t.d. til að hirða lóðir og garða, vinsamlegast hafið samband á skrifstofu sveitarfélagsins á símatíma fyrir hádegi frá kl. 10 til 12....

Sorpmál

  Í þriðja sinn á yfirstandandi kjörtímabili hefur Sorpeyðing Eyjafjarðar bs. leitast eftir því að fá stað til að urða sorp Eyfirðinga allra í Hörgárbyggð og sent erindi til sveitarstjórnar þar um.  Jafn oft hefur meirihluti sveitarstjórnarmanna í Hörgárbyggð hafnað erindinu.  Sorpsamlagið hefur einu sinni leitað til annars sveitarfélags með sama erindi á þessu tímabili, nú fyrir sk...