Fréttir

Líf í og við Hörgá.

Oddvinn hér í Hörgárbyggð, Helgi B. Steinsson sem er mikil veiðikló, veiddi hnúðlax í Hörgá við Þelamerkuskóla í síðustu viku.  Hnúðlaxinn var 3 pund.   Hnúðlax er afar sjaldgæfur á þessum slóðum.       Öðru hvoru sjást selir fara upp Hörgána.  Nýlega sást selur við Skóga á Þelamörk.   Fuglalíf hefur aukist mjög við ána síðustu ár og má það eflaust þakk...

Gásadagurinn, 24. júlí

Gásir Miðaldaverslun og messa sunnudaginn 24.júlí kl. 13-17.                    Kl. 13 guðsþjónusta við kirkjutóttina á Gásum, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir messar, sr.Gylfi Jónsson leikur á harmonikku og kirkjukór Möðruvallaklaustursprestakalls leiðir sönginn.      kl. 14-17 miðaldalíf í...

Fífilbrekkuhátíð á Hrauni

      Í gær, sunnudaginn 12. júní var haldin Fífilbrekkuhátið á Hrauni í Öxnadal.  Þetta er í annað sinn sem Fífilbrekkuhátið er haldin að Hrauni og var sú fyrri fyrir ári síðan.  Það er Menningarfélagið Hraun í Öxnadal sem stendur fyrir hátíðinni. Hátíðin hófst um kl. 14:00.  Tryggvi Gíslason bauð gesti velkomna og sagði frá starfsseminni og endurbótum á Hr...

Álfasteinn 10 ára

Í dag er haldið upp á afmæli leikskólans Álfasteins.  Veðrið leikur við afmælisgesti sem fagna afmælinu í leik og með góðum veitingum.  Á Álfasteini hefur verið unnið farsælt leikskólastarf þennan liðna áratug og þrátt fyrir að skólinn sé ekki stór í sniðum þá hafa mörg börn fengið að njóta þess að vera í skólanum við leik og störf í umsjón góðra starfsmanna.  Það er...

Vinnuskóli

Nú er vinnuskólinn að hefjast.  Níu unglingar skráðu sig í hann.  Umsjónarmaður er Einar Máni Friðriksson.    Ef einhverjir í sveitarfélaginu hafa áhuga á að fá vinnuskólann heim t.d. til að hirða lóðir og garða, vinsamlegast hafið samband á skrifstofu sveitarfélagsins á símatíma fyrir hádegi frá kl. 10 til 12....

Sorpmál

  Í þriðja sinn á yfirstandandi kjörtímabili hefur Sorpeyðing Eyjafjarðar bs. leitast eftir því að fá stað til að urða sorp Eyfirðinga allra í Hörgárbyggð og sent erindi til sveitarstjórnar þar um.  Jafn oft hefur meirihluti sveitarstjórnarmanna í Hörgárbyggð hafnað erindinu.  Sorpsamlagið hefur einu sinni leitað til annars sveitarfélags með sama erindi á þessu tímabili, nú fyrir sk...

Fundur í sveitarstjórn

 Fundur verður í sveitarstjórn Hörgárbyggða fimmtudaginn 28. apríl n.k.  Fundurinn verður haldinn í Þelamerkurskóla og hefst hann kl. 20:00. DAGSKRÁ Fundargerð vinnufundar frá 20. apríl s.l. Fundargerðir. a) Fundargerð heilbrigðiseftirlitsins frá 14.03.20005, ásamt uppgjöri ársins 2004 og ársreikningi.  b) Fundargerð stjórnar Eyþings frá 3.03.2005.  c) Fu...

Sveitarstjórnarfundur - breyting

Föstum fundi sveitarstjórnar sem vera átti miðvikudaginn 20. apríl er frestað til fimmtudagsins 28. apríl. Nánar auglýst síðar. F.h. sveitarstjóra. Ásgeir Már. ...

Deildarfundur Vestur-Eyjafjarðardeildar KEA

  Deildarfundur Vestur-Eyjafjarðardeildar KEA verður haldinn í Þelamerkurskóla mánudaginn 4. apríl kl. 20:00.   Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður á fundinum fjallað um hverastrýturnar í Eyjafirði – rannsóknir – tækifæri í ferða-þjónustu o.fl. Frummælendur verða: Hreiðar Þór Valtýsson, forstöðumaður útibús Hafrannsókna-stofnunarinnar á Akureyri og dr. Hjörleifur Einarsson, prófesso...

Frétt frá Sauðfjárræktarfélagi Skriðuhrepps

  Aðalfundur Sauðfjárræktarfélags Skriðuhrepps var haldinn á Staðarbakka þann 18. mars. Um 20 manns mættu á fundinn. Ólafur G Vagnsson ráðunautur kynnti niðurstöður úr skýrsluhaldi félagsmanna fyrir síðasta ár. Meðal afurðir eftir á með lambi voru 31 kíló. Á fundinum gáfu systkinin á Staðarbakka félaginu bikar til minningar um foreldra sína, þau Skúla Guðmundsson og Margrét Jósavinsdóttir en ...