Fréttir

Fjölgun í Hörgárbyggð

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands hefur íbúum fjölgað í Hörgárbyggð um 5 umfram brottflutta á þriðja ársfjórðungi - júlí, ágúst og september.  Þá hefur fjölgað um 24 í Hörgárbyggð á þessu ári.  Ef við höldum þeirri tölu fram yfir áramót megum við vel við una, miðað við þróunina víða utan höfuðborgarsvæðisins. ...

Lokun skrifstofu

Skrifstofa Hörgárbyggðar verður lokuð fimmtudaginn 7. október vegna sumarleyfa og föstudaginn 8. október eins og aðra föstudaga.  Skrifstofan verður síðan alla jafna opin mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá 10 til 12 og 13 til 15.   Sveitarstjóri ...

HRÚTASÝNING

Í dag, fimmtudaginn 30. september var haldin hrútasýning í Dagverðartungu í Hörgárdal.  Þar var margt myndarlegra hrúta og gildra bænda úr fjárræktarfélaginu Neista, ásamt starfsmönnum BSE, þeim Ólafi Vagnssyni og Rafni Arnbjörnssyni og nokkrum gestum.  Að lokinni sýningu voru kaffiveitingar í boði bænda í Dagverðartungu.    Ólafur Vagnsson, hrútadómari, Þórður bón...

AÐALFUNDUR EYÞINGS

Aðalfundur Eyþings var haldinn á Þórshöfn dagana 24. og 25. september.  Fundurinn var vel sóttur en auk kjörinna fulltrúa voru allmargir gestir.  Auk venjubundinna aðalfundar-starfa voru  atvinnumálin stór liður í dagskránni,  stóriðja og  virkunar-framkvæmdir voru þar mest áberandi.    Sam-eining sveitarfélaga var einnig mikið rædd.  Sameiningarne...

Verkfall

Verkfall kennara hófst í gær, eins og boðað hafði verið ef samningar tækjust ekki og liggur skólastarf því niðri.  Verkfallið nær þó ekki til skólastjórnenda. Hægt er að fylgjast með fréttum af gangi mála á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga; www.samaband.is og á heimasíðu Kennarasambandsins; www.ki.is. Fulltrúar launanefndar sveitarfélaga hafa boðað fulltrúa sveitarfélaganna til samr...

Fundur í sveitarstjórn

  DAGSKRÁ   Fundur verður í sveitarstjórn Hörgárbyggðar á föstum fundartíma, þriðja miðvikudegi mánaðarins, nú þann 15. september 2004.  Fundurinn verður í Þelamerkurskóla og hefst kl. 20:00.   DAGSKRÁ:   Fundargerð skipulagsnefndar frá 25.08.04. Erindi frá Eyjafjarðarsveit um breytingu á deiliskipulagi og breytingu á reiðveg og breytingu á landnotkun. Frá félagsmálará...

Fífilbrekkuhátíðin

    Sunnudaginn 13. júní s.l. stóð félagið Hraun í Öxnadal ehf. fyrir "Fífilbrekkuhátíð á Hrauni.  Hátíðin stóð frá hádegi og fram á kvöld.  Yfir hundrað manns sóttu hátíðina. Tryggvi Gíslason fyrrum skólameistari Menntaskólans á Akureyri setti hátíðina.  Gerði Tryggvi grein fyrir framtíðaráformum félagsins, en það hyggst koma á fræðasetri og minningarstofu um skáldið og ...

Atburðir í Hörgárbyggð í sumar

Blíðskaparsumar. Sumarið hefur verið með eindæmum gott  hér í Hörgárbyggð í sumar eins og víðast annars staðar á landinu.  En verðurblíðan hefur haft í för með sér mikinn þurrk þannig að farið er að bera á vatnsskorti og tún hafa víða brunnið. Sláttur hófst um mánaðamót maí - júní og einhver tún hafa verið slegin þrisvar.  Nú er verið að slá kornakrana sem voru o...

Fundur í sveitarstjórn 18.08.04

DAGSKRÁ   Fundur er boðaður í sveitarstjórn Hörgárbyggðar miðvikudagskvöldið 18. ágúst 2004, kl. 20:00 í Þelamerkurskóla.   Efni fundarins: Fundargerðir. a)      Fundargerð stjórnar búfjáreftirlits 18. svæðis frá 24. júní 2004. b)      Fundargerðir byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 6. júlí og 21. júlí 2004. c)    &nb...

Fífilbrekkuhátíð að Hrauni í Öxnadal

  Fífilbrekka, gróin grund, grösug hlíð með berjalautum, flóatetur, fífusund, fífilbrekka, smáragrund, yður hjá ég alla stund uni best í sæld og þrautum. Fífilbrekka, gróin grund, grösug hlíð með berjalautum. Úr Dalvísu 1844   Sunnudaginn 13. júní n.k. verður haldin Fífilbrekkuhátíð að Hrauni í Öxnadal, fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar [1807-1845], fyrsta nútímaskálds Íslendinga og f...