Fréttir

Haust í Hörgárbyggð

Mikil umskipti hafa orðið á veðurfari síðast liðna vikur. Eftir einmuna blíðu vikum saman er kominn snjór. Laugardaginn 13. september fór síðasta fönnin úr Húsárskarði í Auðbrekkufjalli, milli Þríhyrnings og Stóra-Dunhaga.  Talið er að snjó hafi ekki tekið úr skarðinu síðan 1937.  Nokkrum dögum síðar var fjallið alhvítt. Hér fylgir með mynd úr Húsárskarði tekin kl.: 16 í dag og ...

Sveitarstjórnarfundur

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudagskvöldið 17. september 2003 í Hlíðarbæ og hefst kl. 20:00. ...

Veitt við ósa Hörgár

Laugardaginn 6. september áttu sveitarstjórnarmenn þess kost að veiða á neðsta svæðinu í Hörgá.  Veðrið var með eindæmum gott og veiði þokkaleg, fallegar bleikjur. Ásgeir fulltrúi á sveitarstjórnarskrifstofunni kom með grill og matreiddi veiðina ofan í mannskapinn.     Bleikjan smakkaðist vel.       ...

Réttir í Hörgárbyggð haustið 2003

  Aðalréttir: Þórustaðarétt:  Laugardaginn 13. september, síðdegis. Staðarbakkarétt: Föstudaginn 19. september kl.: 10:00. Þverárrétt:  Sunnudaginn 21. september kl.: 10:00.   Aukaréttir: Þorvaldsdalsrétt:  Laugardaginn 13. september, síðdegis.   Heimaréttir:  Réttað verður í Skriðu-, Syðri-Bægisár-, Ytri-Bægisár-, Garðshorns- og Ásréttum laugardaginn 13. s...

Skólabyrjun

Þelamerkurskóli var settur föstudaginn 22. ágúst.  Kennsla hófst í dag mánudaginn 25. ágúst.  Nýr skólastjóri er Anna Lilja Sigurðardóttir.  Karl Erlendsson lét af störfum í vor eftir 20 ára skólastjórn.  Í Þelamerkurskóla eru 98 nemendur.  Skoða má heimasíðu Þelamerkurskóla hér á síðunni um skóla, en veffangið er: www.thelask.is ...

Göngur í Hörgárbyggð

1.göngur í Hörgárbyggð haustið 2003 verða sem hér segir: Í Glæsibæjardeild, Syðri-Bægisárdal og neðri hluta Skriðudeildar fram að Sörlatungu laugardaginn 13. september. Í Gloppu og Almenningi í Öxnadal föstudaginn 19. september en önnur svæði þar laugardaginn 20. september og réttað í Þverárrétt sunnudaginn 21. september. Í fremri hluti Skriðudeildar  miðvikudagi...

Selur í Hörgá

Þann 13. ágúst sást selur fara upp Hörgá við Þelamerkurskóla. Vakti þetta furðu þeirra er sáu.  Kunnugir segja að það muni fátítt að selir fari þetta langt upp eftir ánni, en víst er að æti hefur hann fundið þarna.  ...

Fundur í sveitarstjórn

Fundur verður í sveitarstjórn miðvikudagskvöldið 20. ágúst, kl. 20:00 í Þelamerkurskóla.   Dagskrá liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins....

Grillað í vinnuskóla

  Vinnuskólinn Föstudaginn 1. ágúst verður grillað fyrir unglingana í vinnuskólanum.  Þetta er lokadagur vinnuskólans í bili. ...

Heyskapur

Bændur í Hörgárbyggð hófu margir heyskap um og uppúr hvítasunnunni.  Er þetta heldur fyrr en venja er....