Fréttir

Árshátíð félagasamtaka

Mikil gleði var á árshátíð sem félagasamtök í Hörgárbyggð og Arnarneshreppi héldu um síðustu helgi í félagsheimilinu Hlíðarbæ.  Félögin eru; Leikfélag Hörgdæla, Kirkjukór Möðruvallaklaustursprestakalls, Hestamannafélagið Framfari, Ungmennafélagið Smárinn og Ferðafélagið Hörgur.  Skemmtiatriðin voru af ýmsum toga.  Söngur, línudans og ævisöguútdráttur, þar sem Gylfi bóndi á...

Árshátíð í Hlíðarbæ

Hin árlega árshátíð "félaganna" verður haldinn í Hlíðarbæ 25. október n.k.  Húsið opnar kl. 20:00.  Miðapantanir í síma 462-6996 (Aðalsteinn) og 462-2011 (Ásdís). ...

Fundur í sveitarstjórn 22. október 2003

Fundi sveitarstjórnar sem halda átti 15. október hefur verið frestað til 22. október.  Fundurinn verður í Þelamerkurskóla og hefst kl. 20:00....

Fundir í sveitarstjórn

Næstu fundir í sveitarstjórn Hörgárbyggðar verða 2. október kl. 20:00 og 15. október kl. 20:00.  Báðir fundirnir verða í Þelamerkurskóla....

Haust í Hörgárbyggð

Mikil umskipti hafa orðið á veðurfari síðast liðna vikur. Eftir einmuna blíðu vikum saman er kominn snjór. Laugardaginn 13. september fór síðasta fönnin úr Húsárskarði í Auðbrekkufjalli, milli Þríhyrnings og Stóra-Dunhaga.  Talið er að snjó hafi ekki tekið úr skarðinu síðan 1937.  Nokkrum dögum síðar var fjallið alhvítt. Hér fylgir með mynd úr Húsárskarði tekin kl.: 16 í dag og ...

Sveitarstjórnarfundur

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudagskvöldið 17. september 2003 í Hlíðarbæ og hefst kl. 20:00. ...

Veitt við ósa Hörgár

Laugardaginn 6. september áttu sveitarstjórnarmenn þess kost að veiða á neðsta svæðinu í Hörgá.  Veðrið var með eindæmum gott og veiði þokkaleg, fallegar bleikjur. Ásgeir fulltrúi á sveitarstjórnarskrifstofunni kom með grill og matreiddi veiðina ofan í mannskapinn.     Bleikjan smakkaðist vel.       ...

Réttir í Hörgárbyggð haustið 2003

  Aðalréttir: Þórustaðarétt:  Laugardaginn 13. september, síðdegis. Staðarbakkarétt: Föstudaginn 19. september kl.: 10:00. Þverárrétt:  Sunnudaginn 21. september kl.: 10:00.   Aukaréttir: Þorvaldsdalsrétt:  Laugardaginn 13. september, síðdegis.   Heimaréttir:  Réttað verður í Skriðu-, Syðri-Bægisár-, Ytri-Bægisár-, Garðshorns- og Ásréttum laugardaginn 13. s...

Skólabyrjun

Þelamerkurskóli var settur föstudaginn 22. ágúst.  Kennsla hófst í dag mánudaginn 25. ágúst.  Nýr skólastjóri er Anna Lilja Sigurðardóttir.  Karl Erlendsson lét af störfum í vor eftir 20 ára skólastjórn.  Í Þelamerkurskóla eru 98 nemendur.  Skoða má heimasíðu Þelamerkurskóla hér á síðunni um skóla, en veffangið er: www.thelask.is ...

Göngur í Hörgárbyggð

1.göngur í Hörgárbyggð haustið 2003 verða sem hér segir: Í Glæsibæjardeild, Syðri-Bægisárdal og neðri hluta Skriðudeildar fram að Sörlatungu laugardaginn 13. september. Í Gloppu og Almenningi í Öxnadal föstudaginn 19. september en önnur svæði þar laugardaginn 20. september og réttað í Þverárrétt sunnudaginn 21. september. Í fremri hluti Skriðudeildar  miðvikudagi...