Fréttir

Göngur og réttir í Hörgárbyggð 2006

Í Glæsibæjardeild, Syðri-Bægisárdal og neðri hluta Skriðudeildar fram að Barká verða fyrstu göngur laugardaginn 9. sept. Réttað verður í Þórustaðarétt og Þorvaldsdalsrétt síðdegis sama dag auk nokkurra heimarétta. Í fremri hluta Skriðudeildar og Öxnadal verða fyrstu göngur frá miðvikudeginum 13. sept. til sunnudagsins 17. sept. Réttað verður í Staðarbakkarétt föstudaginn 15. sept. kl. 10 f.h. og ...

Í Skjaldarvík verði áfram hjúkrunardeild

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar tekur undir þau sjónarmið starfsmanna í Skjaldarvík að þar sé mjög heppilegt að reka heimili fyrir fólk með minnisglöp og skorar á bæjarstjórn Akureyrar að endurskoða þá afstöðu sína að leggja niður heimilið, ekki síst í ljósi þess að biðlistar eftir hjúkrunarrýmum í héraðinu hafa verið að lengjast....

Barnmarga boðhlaupssveitin

Í gær fór fram 2. hluti aldursflokkamóts UMSE í frjálsum íþróttum á Akureyrarvelli. Það er haldið samhliða Akureyrarmóti sem Ungmennafélag Akureyrar (UFA) heldur. Í 1. hluta mótsins, sem var 9. ágúst sl., vakti athygli sveit kvenna í 4x100 m boðhlaupi frá Umf. Smáranum í Hörgárbyggð. Konurnur í henni eiga samtals 13 börn og er það sennilega Íslandsmet. Sveitin náði 2. sæti á mótinu á tím...

Góð aðsókn að sundlauginni

Aðsókn að sundlauginni á Þelamörk í sumar hefur verið talsvert meiri en í fyrra og fer hún nú vaxandi á hverju ári. Sumartíma sundlaugarinnar lýkur næsta sunnudag. Þangað til verður hún opin kl. 10-22 virka daga og á sunnudaginn 20. ágúst og 10-19 á laugardaginn 19. ágúst. Í vetur verður sundlaugin opin kl. 17-22 virka daga, 10-18 á laugardögum og 10-22 á sunnudögum....

Frá fjallskilanefnd

Þeir sauðfjáreigendur í Hörgárbyggð sem hafa allt sitt sauðfé í sauðheldum girðingum sumarlangt geta sótt um til fjallskilanefndar að vera undanþegnir fjallskilum fyrir sauðfé. Umsóknin fyrir árið 2006 þarf að berast til fjallskilanefndar í  síðasta lagi 21. ágúst 2006. Í nefndinni eru: Guðmundur Skúlason, símar 462 6756 og 846 1589, Aðalsteinn Hreinsson, símar 462 6996 og...

Viðbygging við leikskólann hafin

Hafin er viðbygging við leikskólann í Álfasteini. Það er Katla ehf., byggingafélag, sem tekið hefur að sér að byggja húsið. Viðbyggingin er 160 fermetrar að stærð. Hún er teiknuð af Þresti Sigurðssyni hjá teiknistofunni Opus ehf. Gert er ráð fyrir að lokið verði við viðbygginguna fyrir árslok....

Sveitarstjóraskipti

Í gær var fyrsti vinnudagur Guðmundar Sigvaldasonar á skrifstofu Hörgárbyggðar. Hann tók þá við starfi sveitarstjóra Hörgárbyggðar af Helgu A. Erlingsdóttur, sem gegndi starfinu frá haustinu 2002. Helgu eru þökkuð vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins. Henni fylgja góðar óskir um skjótan bata og velfarnað í framtíðinni....

Fífilbrekkuhátíð

Í gær, laugardaginn 10. júní, var hin árlega Fífilbrekkuhátíð að Hrauni í Öxnadal.  Veðrið var með eindæmum gott, hiti álægt 20 gráðum, en sólarlítið.  Staðinn sóttu amk. 60 manns.  Flestir gestanna fóru í gönguferð upp að Hraunsvatni, sumir höfðu veiðistöng meðferðis.  Á leiðinni nutu göngugarparnir frásagna og fróðleiks ýmissa fræðimann...

Ýmislegt

Undir liðnum stjórnsýsla má finna Staðardagskrá 21 fyrir Hörgárbyggð sem samþykkt var í maí s.l.   Þar er einnig að finna ársreikninga Hörgárbyggðar vegna ársins 2005.   Þá minnum við á að "Sagaplast" safnar baggaplasti og áburðarpokum næstkomandi fimmtudag, þann 9. júní. Sjá auglýsingu hér neðar á fréttasíðunni.   HAErl....

Fífilbrekkuhátíð 2006

FRÉTTATILKYNNING   Árleg Fífilbrekkuhátíð verður haldin á Hrauni í Öxnadal laugardag 10. júní n.k. Gengið verður frá bænum á Hrauni kl. 14:00 upp Kisubrekku um Stapana að Hraunsvatni og dvalist við vatnið um hríð en haldið aftur niður með Hraunsá heim að bænum á Hrauni. Leiðsögumaður á göngunni verður dr. Bjarni Guðleifsson náttúrufræðingur sem segir frá landi og staðháttum.  Þórir Haral...