Fréttir

Samstarf um uppbyggingu á Gásum

Í gær, 18. desember, var undirritað samkomulag milli Hörgárbyggðar, Akureyrarbæjar og Minjasafnsins á Akureyri um uppbyggingu ferðamannastaðar á Gásum.  Undirskriftin fór fram í skötuveislu um borð í Húna II sem liggur við Torfunesbryggjuna á Akureyri. Samkomulagið kveður á um áframhald þeirrar vinnu að gera minjar hins forna Gásakaupstaðar aðgengilegar og koma fót góðri aðstöðu og sýnin...

Hlíðarbær endurvarpar stafrænu sjónvarpi

Hlíðarbær hefur fengið viðbótarhlutverk við það að hýsa skemmtanir, fundir og ráðstefnur. Þar er komin upp aðstaða fyrir móttöku- og sendibúnað fyrir stafrænt sjónvarp handa þeim í nágrenninu sem þess óska, bæði vestan og austan Eyjafjarðar. Þá eru framkvæmdir við endurnýjun aðalsalarins í Hlíðarbæ í fullum gangi, en þær byrjuðu fyrir tæpum tveimur mánuðum. Sett er nýtt loft í ...

Sparkvöllur við Þelamerkurskóla

Í upphafi þessa árs ákváðu Hörgárbyggð og Arnarneshreppur að byggður verði sparkvöllur við Þelamerkurskóla á árinu 2007. Stefnt er að því að völlurinn verði tilbúinn fyrir næsta haust. Sparkvöllurinn er hluti af átaki Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) um slíka velli, sem byrjaði árið 2004. KSÍ leggur fram fyrsta flokks gervigras og heimamenn standa straum af öðrum kostnaði. Búi...

Ný verslun í Hörgárbyggð

Á morgun, laugardaginn 2. desember, flytur Blómaval verslun sína á Akureyri að Lónsbakka í Hörgárbyggð. Hún hefur verið í mörg ár í Hafnarstræti 26. Reist hefur verið hús fyrir verslunin á Lónsbakka og er innangengt í hana úr verslun Húsasmiðjunnar. Í Blómavali er í boði mikið úrval blóma, grænmetis og gjafavara. Verslunin er boðin velkomin í sveitarfélagið....

Skráningu fornleifa lokið

Undanfarin þrjú sumar (2004-2006) var lokið við að skrá allar fornleifar í Hörgárbyggð, þ.e. svonefnd aðalskráning fornleifa. Áður en kom til sameiningar sveitarfélaganna í Hörgárbyggð, var búið að skrá fornleifar í Glæsibæjarhreppi. Á þessum þremur árum hafa verið skráðir 900-1.000 minjastaðir í sveitarfélaginu. Áætlað er að úrvinnslu skráningarinnar verði lokið næsta vor. Miðað vi...

Jarðgerðarstöð?

Að frumkvæði Norðlenska hf. á Akureyri hefur á undanförnum mánuðum verið undirbúin bygging stórrar jarðgerðarstöðvar fyrir lífrænan úrgang. Á fundi sveitarstjórnar Hörgárbyggðar fyrr í vikunni var ákveðið að taka jákvætt í beiðni um aðild að rekstri stöðvarinnar. Talið er að um 60% af öllum úrgangi sé lífrænn. Ef jarðgerðarstöðin verður byggð mun verða til ný förgunarleið fyrir...

GSM-samband á Öxnadalsheiði

Í dag og á morgun mun Síminn setja upp GSM-stöðvar í Öxnadal og á Öxnadalsheiði. Með þessum nýju stöðvum bætast við tæplega 20 km af þjóðvegi þar sem er GSM samband frá Símanum. Þar með eru öll heimili í Hörgárbyggð með GSM-samband frá báðum farsímafyrirtækjunum. Þá eru vegfarendur efst í Öxnadal og á Öxnadalsheiði betur settir en áður ef þeir lenda þar í vandræðum, t.d. vegna veður...

199 ár frá fæðingu Jónasar

Í gær, 16. nóvember, voru 199 ár liðin frá því að listaskáldið góða, Jónas Hallgrímsson, fæddist á Hrauni í Öxnadal. Nú er sú jörð í eigu menningarfélagsins Hrauns í Öxnadal ehf. sem hefur staðið fyrir endurbótum á íbúðinni á jörðinni og fleiri lagfæringum. Næsta vor er ráðgert að opna þar minningarstofu um Jónas og taka í notkun fræðimannsíbúð. Þá verður fleira gert til að min...

Dreifar af dagsláttu

Leiklesin skemmtidagskrá úr smiðju Kristjáns frá Djúpalæk með lifandi tónlist verður á Melum í Hörgárdal laugardaginn 18. nóv. kl. 20:30 og sunnudaginn 19. nóv. kl. 15:00, sjá nánar með því að smella hér. Kaffihúsastemming verður á staðnum og er fólk hvatt til að sleppa ekki þessu tækifæri til að eiga notalega stund með góðum listamönnum....

Samningur um könnun á sameiginlegri fráveitu

Nýlega sömdu Hörgárbyggð og Akureyrarbær sameiginlega við Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf (VST hf) um að finna sameiginlega lausn á frárennslismálum fyrir Skógarhlíðarhverfi í Hörgárbyggð og Grænhólssvæðið á Akureyri. Gera á áætlun um magn frárennslis að hugsanlegri dælustöð og gera frumtillögur að legu lagna að og frá henni og tillögur að fyrirkomulagi í dælustöðinn...