Fréttir

Íbúðabyggð á Gásum?

Landeigandi Gása hefur sett fram hugmynd um íbúabyggð á Gásum, sem miðast við 40 stórar lóðir með góð tengsl við umhverfi og náttúru. Þarna yrði búsetuvalkostur sem ekki er mögulegt að bjóða í þéttbýli. Sveitarstjórn Hörgárbyggðar samþykkti á síðasta fundi sínum að eiga viðræður við landeiganda um þetta mál....

Viðbygging leikskóla á lokastigi

Lokaspetturinn við stækkun leikskóla Álfasteins er hafin. Í gær voru rafvirkjar önnum kafnir í viðbyggingunni og smiðir stóðu í ströngu við að setja upp kerfisloft. Afhending á föstum innréttingum er áætluð í þessari viku. Áætlað er að byggingin verði tilbúin til notkunar um miðjan febrúar. Þá hefjast breytingar á eldra húsnæði leikskólans til að húsnæðið myndi eina h...

Áramótapistill Önnu Dóru

Kæru sveitungar. Það er við hæfi að byrja nýtt ár í bjartsýniskasti og það er einmitt það sem er að sækja á mig þessa dagana. Þar sem ég er starfsmaður á Álfasteini, verð ég að fá þessari bjartsýnisútrás fullnægt með því að fjalla um þann ágæta stað. Á síðasta ári var hafist handa við stækkun leikskólans.  Byggingarfyrirtækið Katla á Árskógsströnd fer þar með aðalhlutverk og er verkið nú lang...

Jólin kvödd

Í veðurblíðunni á þrettándanum sl. laugardag efndu ungmennafélagið Smárinn og nemendur Þelamerkurskóla til þrettándagleði norðan við Laugaland á Þelamörk. Þar var heljarmikil brenna, púkar voru út um allt og flugeldum var skotið. Á eftir var boðið upp á kaffiveitingar í skólanum til styrktar ferðasjóði nemanda. Eftir það var spilað bingó. Myndina fyrir ofan má stækka með því að smel...

Fjárhagsáætlun og framkvæmdir

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar afgreiddi fjárhagsáætlanir sveitarsjóðs, Þelamerkurskóla og Íþróttamiðstöðvar fyrir árið 2007 skömmu fyrir jól. Áætlaðar skatttekjur eru 164 milljónir kr. sem er 11% hækkun frá áætlun ársins 2006. Gert er ráð fyrir framkvæmdafé frá rekstri upp á 13 millj. kr. Heildarfjárhæð til framkvæmda er 20,4 milljónir, mismunurinn er fjármagnaður með lántöku og lækkun á h...

Nýr forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar

Núna um áramótin lét Helgi Jóhannsson af störfum sem forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Þelamörk, eftir 14 ára starf. Hann var forstöðumaður hennar frá upphafi. Við starfinu tók Lárus Orri Sigurðsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu. Kona hans er Sveindís Benediktsdóttir, sem ættuð er frá Brakanda í Hörgárdal. Um leið og Helga eru þökkuð störf hans við uppbyggingu og rekstur Í...

Aurskriða í Öxnadal

Í gærmorgun féll stór aurskriða við Steinsstaði II í Öxnadal. Hún skemmdi töluvert af túnum, og girðingar líka. Myndin til vinstri sýnir skriðuna frá gamla veginum, hér er mynd sem sýnir hana frá þjóðvegi. Þá eyðilagðist gamalt fjárhús í Mið-Samtúni í ofsaveðrinu á dögunum, sjá mynd hér þar sem sést að búið er að fergja hluta af brakinu úr húsinu og svo er önnur hér....

411 íbúar í Hörgárbyggð

Hagstofan gaf í dag út tölur um íbúafjölda í sveitarfélögum landsins 1. des. sl. Skv. þeim voru íbúar Hörgárbyggðar þá alls 411 og fjölgaði um 3,0% frá fyrra ári. Meðalfjölgun íbúa á landinu frá 2005 til 2006 var 2,6%, svo að fjölgunin í Hörgárbyggð var yfir landsmeðaltali. Í Eyjafirði var fjölgunin mest í Hörgárbyggð, næst koma Eyjafjarðarsveit og Dalvíkurbyggð með 2,0% f...

Margar aurskriður í Hörgárdal

Margar aurskriður hafa fallið síðasta sólarhringinn í fremri hluta Hörgárdals. A.m.k. sex aurskriður hafa fallið frá Myrká að Staðarbakka, beggja vegna dalsins, auk einnar stórrar aurskriðu austan dalsins á móts við Þúfnavelli. Gera má ráð fyrir að skriðurnar séu mun fleiri á þessum slóðum. Vegurinn að Staðarbakka lokaðist vegna aurskriðu sem féll á veginn þangað og s...

Skriða í Skriðu

Í morgun féll aurskriða skammt sunnan við Skriðu í Hörgárdal. Aurskriðan tók í sundur tvær girðingar, fjallsgirðingu og 100 m kafla af girðingu við veginn. Hún fór líka yfir tæplega 2 hektara stórt ræktunarland, svo að tjónið er talsvert. Vegurinn milli Skriðu og Lönguhlíðar var lokaður í nokkra klukkutíma. Í gær flæddi vatn inn á gólf í sláturhúsi B. Jensen, þegar klakastífla myndaðist í Lóninu o...