Fréttir

Fjárhagsáætlun og framkvæmdir

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar afgreiddi fjárhagsáætlanir sveitarsjóðs, Þelamerkurskóla og Íþróttamiðstöðvar fyrir árið 2007 skömmu fyrir jól. Áætlaðar skatttekjur eru 164 milljónir kr. sem er 11% hækkun frá áætlun ársins 2006. Gert er ráð fyrir framkvæmdafé frá rekstri upp á 13 millj. kr. Heildarfjárhæð til framkvæmda er 20,4 milljónir, mismunurinn er fjármagnaður með lántöku og lækkun á h...

Nýr forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar

Núna um áramótin lét Helgi Jóhannsson af störfum sem forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Þelamörk, eftir 14 ára starf. Hann var forstöðumaður hennar frá upphafi. Við starfinu tók Lárus Orri Sigurðsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu. Kona hans er Sveindís Benediktsdóttir, sem ættuð er frá Brakanda í Hörgárdal. Um leið og Helga eru þökkuð störf hans við uppbyggingu og rekstur Í...

Aurskriða í Öxnadal

Í gærmorgun féll stór aurskriða við Steinsstaði II í Öxnadal. Hún skemmdi töluvert af túnum, og girðingar líka. Myndin til vinstri sýnir skriðuna frá gamla veginum, hér er mynd sem sýnir hana frá þjóðvegi. Þá eyðilagðist gamalt fjárhús í Mið-Samtúni í ofsaveðrinu á dögunum, sjá mynd hér þar sem sést að búið er að fergja hluta af brakinu úr húsinu og svo er önnur hér....

411 íbúar í Hörgárbyggð

Hagstofan gaf í dag út tölur um íbúafjölda í sveitarfélögum landsins 1. des. sl. Skv. þeim voru íbúar Hörgárbyggðar þá alls 411 og fjölgaði um 3,0% frá fyrra ári. Meðalfjölgun íbúa á landinu frá 2005 til 2006 var 2,6%, svo að fjölgunin í Hörgárbyggð var yfir landsmeðaltali. Í Eyjafirði var fjölgunin mest í Hörgárbyggð, næst koma Eyjafjarðarsveit og Dalvíkurbyggð með 2,0% f...

Margar aurskriður í Hörgárdal

Margar aurskriður hafa fallið síðasta sólarhringinn í fremri hluta Hörgárdals. A.m.k. sex aurskriður hafa fallið frá Myrká að Staðarbakka, beggja vegna dalsins, auk einnar stórrar aurskriðu austan dalsins á móts við Þúfnavelli. Gera má ráð fyrir að skriðurnar séu mun fleiri á þessum slóðum. Vegurinn að Staðarbakka lokaðist vegna aurskriðu sem féll á veginn þangað og s...

Skriða í Skriðu

Í morgun féll aurskriða skammt sunnan við Skriðu í Hörgárdal. Aurskriðan tók í sundur tvær girðingar, fjallsgirðingu og 100 m kafla af girðingu við veginn. Hún fór líka yfir tæplega 2 hektara stórt ræktunarland, svo að tjónið er talsvert. Vegurinn milli Skriðu og Lönguhlíðar var lokaður í nokkra klukkutíma. Í gær flæddi vatn inn á gólf í sláturhúsi B. Jensen, þegar klakastífla myndaðist í Lóninu o...

Samstarf um uppbyggingu á Gásum

Í gær, 18. desember, var undirritað samkomulag milli Hörgárbyggðar, Akureyrarbæjar og Minjasafnsins á Akureyri um uppbyggingu ferðamannastaðar á Gásum.  Undirskriftin fór fram í skötuveislu um borð í Húna II sem liggur við Torfunesbryggjuna á Akureyri. Samkomulagið kveður á um áframhald þeirrar vinnu að gera minjar hins forna Gásakaupstaðar aðgengilegar og koma fót góðri aðstöðu og sýnin...

Hlíðarbær endurvarpar stafrænu sjónvarpi

Hlíðarbær hefur fengið viðbótarhlutverk við það að hýsa skemmtanir, fundir og ráðstefnur. Þar er komin upp aðstaða fyrir móttöku- og sendibúnað fyrir stafrænt sjónvarp handa þeim í nágrenninu sem þess óska, bæði vestan og austan Eyjafjarðar. Þá eru framkvæmdir við endurnýjun aðalsalarins í Hlíðarbæ í fullum gangi, en þær byrjuðu fyrir tæpum tveimur mánuðum. Sett er nýtt loft í ...

Sparkvöllur við Þelamerkurskóla

Í upphafi þessa árs ákváðu Hörgárbyggð og Arnarneshreppur að byggður verði sparkvöllur við Þelamerkurskóla á árinu 2007. Stefnt er að því að völlurinn verði tilbúinn fyrir næsta haust. Sparkvöllurinn er hluti af átaki Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) um slíka velli, sem byrjaði árið 2004. KSÍ leggur fram fyrsta flokks gervigras og heimamenn standa straum af öðrum kostnaði. Búi...

Ný verslun í Hörgárbyggð

Á morgun, laugardaginn 2. desember, flytur Blómaval verslun sína á Akureyri að Lónsbakka í Hörgárbyggð. Hún hefur verið í mörg ár í Hafnarstræti 26. Reist hefur verið hús fyrir verslunin á Lónsbakka og er innangengt í hana úr verslun Húsasmiðjunnar. Í Blómavali er í boði mikið úrval blóma, grænmetis og gjafavara. Verslunin er boðin velkomin í sveitarfélagið....