Fréttir

12 fermingarbörn

Á hvítasunnudag fermdust 8 börn í Möðruvallakirkju. Fyrr í vor fermdust tvö börn úr Möðruvallaklaustursprestakalli  og tvö munu svo fermast næsta sunnudag. Til vinstri er mynd af hópnum sem fermdist sl. sunnudag (stærri undir). Þau eru f.v. Anna Bára Unnarsdóttir, Ágúst Hannesson, Stefán Gunnar Stefánsson, María Jensen, Jón Karl Ingvarsson, Sólrún Friðlaugsdóttir, Tryggvi Sigfú...

Æfingar að byrja hjá Smáranum

Æfingar hjá umf. Smáranum byrja í næstu viku. Þær verða í frjálsum íþróttum og fótbolta eins og undanfarin sumur. Þjálfarar í frjálsum verða Ari H. Jósavinsson og Eva Magnúsdóttir og í fólbolta Kristján Sigurólason, Pétur H. Kristjánsson og Siguróli Kristjánsson. Æfingarnar í frjálsum verða á þriðjudögum og fimmtudögum og í fótbolta á miðvikudögum og fimmtudögum. Nánar með því ...

Vinnureglur fjallskila

Sveitarstjórn Hörgárbyggðar hefur staðfest vinnureglur um álagningu fjallskila o.fl. varðandi framkvæmd fjallskila í sveitarfélaginu. Í reynd hafa þessar reglur mótast í samþykktum fjallskilanefndar og sveitarstjórnar undanfarin ár, en þær hafa nú verið teknar saman í eitt skjal, til að gera þær aðgengilegar. Vinnureglurnar eru hér á á vef sveitarfélagsins, ásamt fleiru sem varðar fjalls...

Pappír, fernur, bylgjupappi og heyrúlluplast til endurvinnslu

Frá í byrjun febrúar sl. hefur staðið yfir tilraun í Hörgárbyggð með fyrirkomulag á söfnun á pappír, fernum og bylgjupappa til endurvinnslu. Dagblaðapappír o.þ.h. hefur verið safnað í gám sem er á bílastæði Þelamerkurskóla. Fernur og bylgjupappi fara í sinn hvorn stórsekkinn, sem komið er fyrir í skýli við inngang skólans. Pappírsgámurinn er losaður eftir þörfum af sorphirðuþjónustuaðila sveitarfé...

Sauðburður í fullum gangi

Sauðburðartíminn þetta árið í Hörgárbyggð stendur nú sem hæst. Kuldatíðin undanfarið hefur valdið bændum áhyggjum og vinnuálagið við sauðburðinn er miklu meira en ella. Að öðru leyti hefur sauðburðurinn almennt gengið vel. Gera má ráð fyrir að í vetur hafi verið um 5.000 kindur í sveitarfélaginu og þessa dagana er sú tala að tvö- til þrefaldast. Í gær voru teknar nokkrar myndir...

Helgi Þorgils á Gráa svæðinu

Nú eru þrjár nýjar myndir eftir Helga Þorgils Friðjónsson sýndar á Gráa svæðinu í Þelamerkurskóla. Helgi Þorgils er mikils metinn listamaður í íslensku samfélagi og er þekktur fyrir súrrealisk málverk þar sem menn og dýr skipa aðalhlutverkin. Hann er athafnasamur listamaður sem hefur haldið fjölda sýninga á Íslandi og erlendis. Gráa svæðið er lítið sýningarrými í Þelamerkurskóla. Þa...

Fólkvangur á Hrauni

Í dag undirritaði Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, auglýsingu um friðlýsingu meginhluta jarðarinnar Hrauns i Öxnadal sem fólkvangs. Markmiðið með stofnun fólkvangsins er að skapa varanlega og trausta umgjörð utan um þá útivist, náttúruskoðun og fræðslu sem fyrirhuguð er á jörðinni, jafnframt því að sýna fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar, skálds og náttúrufræðings, tilhlýðilega...

Síðasta sýning á "Síldinni" - aðsóknarmet

Uppfærsla Leikfélags Hörgdæla á söngva- og gamanleiknum “Síldin kemur og síldin fer” eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur hefur slegið í gegn, uppselt hefur verið á 17 sýningar af 20 og áhorfendametið hefur verið slegið. Um 1.900 manns hafa nú þegar séð sýninguna. Síðasta sýning var sunnudaginn 6. maí, en vegna mikillar aðsóknar hefur verið nú verið ákveðið að efna ti...

Menningarmiðstöð á Öxnadalsárbrúnni?

Bygging lítillar menningarmiðstöðvar á gömlu Öxnadalsárbrúnni neðan við Bakkaselsbekkuna er hugmynd sem sveitarstjórn Hörgárbyggðar ræddi á dögunum. Það er fjöllistamaðurinn Örni Ingi sem setur fram hugmyndina. Hann sér fyrir sér náttúrulega miðstöð fyrir myndlistarskóla og vinnustofu listamanns. Hann telur staðsetninguna frábæra, bæði í náttúrulegu tilliti og vegna nálægðar við æskustöð...

Hörgárbyggð eignast byggðarmerki

Á síðasta fundi sveitarstjórnar var ákveðið að merkið sem er hér til vinstri verði byggðarmerki Hörgárbyggðar. Merkið teiknaði Jóhann H. Jónsson, teiknari, eftir hugmynd sem varð til á heimaslóðum. Það vísar til Hraundrangans milli Öxnadals og Hörgárdals og Hörgárinnar sem rennur eftir endilöngu sveitarfélaginu. Græni liturinn í merkinu táknar gróskuna og búsældina á svæðinu. Byggða...