Fréttir

Smára-fólk stendur sig vel í íþróttum

Á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 12-14 ára, sem var helgina 14.-15. júlí sl. náði Steinun Erla Davíðsdóttur silfri í 100 m og 800 metra hlaupum og Guðlaug Sigurðardóttir vann brons í 800 m hlaupi. Fleiri góð afrek unnust á mótinu. Keppendur frá Smárunum í liði UMSE/UFA á landsmóti UMFÍ í Kópavogi fyrr í mánuðinum stóðu sig vel. Verðlaunasæti náðust í stafsetningu, jurtagreinin...

Miðaldamarkaður á Gásum

Velheppnaður miðaldamarkaður var á Gásum um síðustu helgi. Þá lögðu 1.200 gestir leið sína að Gásum til að berja augum eyfirskt og danskt handverksfólk íklætt miðaldabúningum við leik og störf. Góð stemning myndaðist og fólk staldraði lengi við enda nóg að skoða. Nánar á www.gasir.is....

Messa í kirkjutóftinni á Gásum 8. júlí

Minjasafnið á Akureyri í samstarfi við Möðruvallaklausturskirkju stendur fyrir messu í kirkjutóftinni á Gásum 8. júlí, íslenska safnadaginn, kl 11. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur, mun messa og félagar úr kirkjukórnum leiða fjöldasöng með undirleik. Gásir var mesti kaupstaður Norðurlands á miðöldum allt fram á 16. öld og í raun Glerártorg eða Kringla þess tíma þar sem menn söfnuðust...

Sláturhús B. Jensen stækkar

Nú stendur yfir stækkun á sláturhúsi B. Jensen að Lóni. Húsið er hækkað nokkuð til að koma fyrir nýrri vinnslulínu. Afkastageta sláturhússins mun aukast um 50% við þessar breytingar. Nýja vinnslulínan verður tekin í notkun í ágúst nk....

Sparkvöllur í byggingu

Að undanförnu hefur verið unnið að gerð sparkvallar við Þelamerkurskóla. Þegar myndin til vinstri var tekin var verið að leggja snjóbræðslurörin og girðingin er komin af stað. Gert er ráð fyrir að gervigrasið á sparkvöllinn verði sett á í næstu viku. Á myndinni sést einnig þar sem verið er að skipta um jarðveg vegna stuttrar hlaupabrautar sem verður gerð við grasvöll Þelamerkurskóla....

Byrjað á gangstéttum við Birkihlíð

Í vikunni var byrjað á frágangi við götuna Birkihlíð. Eftir undirbúning fyrr í vikunni voru kantsteinarnir steyptir í dag og síðan verður gengið frá gangstéttunum sjálfum eftir helgina. Þar á eftir verður svo lokið við grassvæði í grenndinni....

Gásaverkefnið með nýjan vef

Verkefnið "Gásir - lifandi miðaldakaupstaður" hefur sett upp nýjan vef. Þar eru upplýsingar um hvaðeina sem varðar verkefnið, t.d. fornleifarannsóknirnar og viðburði sumarsins 2007. Hvergi á Íslandi eru varðveittar jafnmiklar mannvistarleifar frá verslunarstað frá miðöldum. Fornleifarannsóknirnar hafa sýnt fram á að verslun hefur verið staðnum allt fram á 16. öld. Smelltu hér á gasir.is....

Velheppnuð Fífilbrekkuhátíð

Fífilbrekkuhátíðin var haldin á Hrauni í einstakri veðurblíðu í gær. Þangað komu um 300 manns og nutu náttúrufegurðarinnar og tónlistar Atla Heimis Sveinssonar við nokkur ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Þar blessaði líka Hannes Örn Blandon, prófastur, Jónasarvang, sem er nafnið á nýstofnuðum fólkvangi á jörðinni. Þá voru flutt nokkur ávörp á hátíðinni, þar sem m.a. kom fram að Hannes Pétursson,&...

Vinnuskólinn á fullu

Á dögunum vann vinnuskólafólk við byggingu sparkvallar við Þelamerkurskóla. Á myndinni eru f.v.: Steinunn Erla Davíðsdóttir, Elísabet Þöll Hrafnsdóttir, Jón Karl Ingvarsson, Guðlaug Sigurðardóttir, María Jensen, Karólína Gunnarsdóttir og Anna Bára Unnarsdóttir. Á myndina vantar Tryggva Sigfússon. Vinnuskólinn er rekinn sameiginlega af Hörgárbyggð og Arnarneshreppi....

Sláttur byrjaður

Á myndinni eru bændur í Stóra-Dunhaga, Árni Arnsteinsson og Borghildur Freysdóttir, að setja hey í rúllur. Þau slógu fyrstu túnin núna í vikunni. Það gerðu líka Brakanda-bændur og og fleiri í nágrenninu. Þrátt fyrir mjög þurrt vor er sprettan þokkaleg og þurrkur hefur verið góður þessa daga. Það er því útlit fyrir að heyskapur gangi vel á þessum slóðum að þessu sinni. ...