Fréttir

Frábær árshátíð

Í gærkvöld var árshátíð Þelamerkurskóla haldin með glæsibrag fyrir fullu húsi í íþróttasal Íþróttamiðstöðvarinnar. Allir nemendur skólans, um 90 talsins, tóku þátt í dagskráatriðum hátíðarinnar og síðan var dansleikur til klukkan eitt eftir miðnætti. Aðaldagskráratriði hátíðarinnar var leikritið Latibær, með Íþróttaálfinn, Sollu stirðu og Glanna glæp sem aðalpersónur. Á myndinnni er...

Kvenfélagið gefur endurskinsvesti

Á heimasíðu Þelamerkurskóla er sagt frá styrk sem Kvenfélag Hörgdæla hefur veitt skólanum til að kaupa endurskinsvesti fyrir nemendur og til að kaupa blikkljós til að setja á umferðarmerki við þjóðveginn til að vara bílstjóra við þegar börn eru á leið yfir þjóðveginn. Hvort tveggja veitir börnunum meira öryggi en ella. Þau eru ...

Þéttbýlið heitir Lónsbakki

Þéttbýlið í Hörgárbyggð heitir Lónsbakki, skv. nýlegri ákvörðun sveitarstjórnar. Tillaga um það kom frá skipulags- og umhverfisnefnd sveitarfélagsins. Þéttbýlið nær yfir göturnar Skógarhlíð og Birkihlíð, ásamt Lóni, Lónsá, Berghóli I og II, Húsamiðjulóðinni, lóð Þórs- og DNG-húss og lóð leikskólans Álfasteins. Svæðið með íbúðagötunum hefur ýmist verið nefnt Spyrnuhverfi, Skógarhlíð eða S...

Febrúar í leikskóla er skemmtilegur

Það er gaman að vera leikskólabarn í febrúar.  Þá er svo margt skemmtilegt á döfinni og leikskólafólk hefur í mörg horn að líta. Bolludagur kemur og fer með fullt af bollum, svo góðum að allir eru í sæluvímu, sérstaklega Anna Dóra, sem er mikill nammigrís.  Ekki er sprengidagurinn síðri, því að saltkjöt og baunir eru beinlínis mannbætandi fyrir sælkera eins og hana. Og þá er komið að þv...

Raflína tekin niður

Á dögunum fækkaði nokkuð rafmagnsstaurunum í Kræklingahlíðinni þegar tekinn var niður hluti af raflínu sem sá Lónsbakka og svæðinu þar í kring fyrir rafmagni. Síðastliðið haust var nýr rafstrengur lagður í jörðu frá Rangárvöllum og út að Lónsbakka og kemur hann í stað raflínunnar. Í sumar mun rafmagnsstaurunum enn fækka í Hlíðinni. Með þessum ráðstöfunum verður rafmagnið öruggara og...

Sveinka á Gráa svæðinu

Á Gráa svæðinu í Þelamerkurskóla eru nú verk eftir Sveinbjörgu Ásgeirsdóttur, Sveinku. Í verkunum reynir hún að fanga hreyfingu og karakter hrossa. Þau eru unnin með akrýl og olíu. Sveinka brautskráðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri vorið 2007. Hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum og þetta er önnur einkasýning hennar. Hún vinnur í það efni sem...

Vordagskrá Amtsmannssetursins

Dagskrá fimmtudaganna í Leikhúsinu á Mörðuvöllum á vorönninni er sem hér segir: 21. febrúar: Vasa í öllu - Sveinn í Kálfskinni 28. febrúar: Tilurð bæjarnafna – Jóhannes Sigvaldason 13. mars: Kuml og haugfé í Eyjafirði - Þóra Pétursdóttir 27. mars: Af Óla rokkara og Gísla í Gröf: Bútæknibylting, brot úr menningarsögu 20. aldar – Bjarni Guðmundsson 10. apríl: Nýja Biblíuþýðingin – Solveig...

Hópferð í leikhús

Leikfélag Hörgdæla ætlar að standa fyrir ferð í leikhús til að sjá “Þið munið hann Jörund” eftir Jónas Árnason í Freyvangs-leikhúsinu föstudagskvöldið 14. mars kl. 20:30. Tilboðsverð. Áhugasamir hafi samband við Ásgeir Má, sími: 862-6821, netfang: asgeir(hjá)horgarbyggd.is í síðasta lagi miðvikudaginn 5. mars. Allt um Freyvangsleikhúsið á vefslóðinni: www.freyvangur.net ...

Afurðamiklar kýr

Í nýju fréttabréfi Búgarðs "Fréttir og fróðleikur" kemur m.a. fram að á árinu 2007 stóðu öxndælskar og hörgdælskar kýr sig mjög vel í samanburði við kýr annarsstaðar á landinu. Kýrin Obba í Brakanda var nythæsta kýr landsins á árinu og kýrin Stássa á Syðri-Bægisá var afurðamest á Norðausturlandi miðað við magn verðefna. Þá var Stóri-Dunhagi í fjórða sæti á Norðausturlandi yfir ...

Myndlist í Húsasmiðjunni

Í tilefni af Degi leikskólans hafa nemendur í leikskólanum Álfasteini sett upp myndlistarsýningu í anddyri Húsasmiðjunnar. Sýningin mun standa til mánudagsins 11. febr. Ákveðið hefur verið að Dagur leikskólans verði framvegis árlega 6. febrúar, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Frumkvæði að ákvörðuninni á Félag leikskólakennara, en a...