Sveinka á Gráa svæðinu
20.02.2008
Á Gráa svæðinu í Þelamerkurskóla eru nú verk eftir Sveinbjörgu Ásgeirsdóttur, Sveinku. Í verkunum reynir hún að fanga hreyfingu og karakter hrossa. Þau eru unnin með akrýl og olíu.
Sveinka brautskráðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri vorið 2007. Hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum og þetta er önnur einkasýning hennar. Hún vinnur í það efni sem henni þykir hentar hverju viðfangsefni fyrir sig. Sveinka vinnur jöfnum höndum við skúlptura og málverk. Sveinka er félagi í Grálist.
Allir eru velkomnir í skólann til að skoða sýningu Sveinku. Verk nemenda, sem víða hefur verið komið upp í skólanum, er líka fróðlegt að skoða, nánar hér á vef skólans.