Fréttir

Búfjárfjöldi í Hörgárbyggð

Skv. forðagæsluskýrslu vorið 2008 er heildarfjöldi búfjár í Hörgárbyggð alls 11.574. Stærsta kúabúið er á Bakka í Öxnadal. Þar eru 112 kýr, auk 139 annarra nautgripa. Næstflestar kýr eru á Dagverðareyri, 70 talsins. Þar eru 107 aðrir nautgripir. Alls eru kúabúin 20 að tölu. Stærsta sauðfjárbúið er á Staðarbakka í Hörgárdal. Þar voru 498 ær í vetur og auk þess 135 af öðru sauðfé. Lit...

Söfnun á baggaplasti

Síðasti söfnunardagur vetrarins á heyrúlluplasti (baggaplasti) í Hörgárbyggð er 10. júní nk. Í sömu ferð verða áburðarpokar teknir til endurvinnslu. Aðgreina verður ytra og innra byrði pokanna og setja hvort byrðið í poka (ekki hafa þau laus). Þetta er sama fyrirkomulag og var í fyrra....

Endurbætur sundlaugar boðnar út

Auglýst hefur verið eftir tilboðum í endurbætur á sundlauginni í   Íþróttamiðstöðinni á Þelamörk. Í útboðinu felst bygging tækjaklefa, eimbaðs og tveggja heitra potta, endurnýjun stýrikerfa og öryggisbúnaðar o.fl. Verkinu á að vera lokið 1. desember nk. Útboðsgögn fást afhent á Verkfræðistofu Norðurlands hf., Hofsbót 4, Akureyri. Tilboðin verða opnuð á sama stað 5. júní nk. Útb...

Afgreiðslu ársreikninga er lokið

Afgreiðslu ársreikninga Hörgárbyggðar fyrir árið 2007 er lokið. Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs var mjög góð á árinu. Afgangur frá rekstri var 66,5 millj. kr. sem er 26% af skatttekjum. Hluti fjárhæðarinnar er söluhagnaður eigna, en sé hann dregin frá er samt sem áður um verulegan afgang að ræða. Heildarfjárfesting á árinu var 56,8 millj. kr. Hún skiptist í meginatriðum í þrennt: stækkun leik...

Hjólbarðasöfnun tókst vel

Lokið er fyrsta verkefni í umhverfisátaki Hörgárbyggðar 2008. Söfnun ónýtra hjólbarða fór fram í gær og dag. Söfnunin fór fram úr björtustu vonum því að alls söfnuðust 7,5 tonn af hjólbörðum víðs vegar úr sveitarfélaginu. Í næstu viku verða svo settir gámar fyrir járnadrasl og timbur við Mela og Hlíðarbæ. Vonandi verða þeir fylltir hvað eftir annað, þannig að sem víðast verði hreinsað til. Sí...

Söfnun ónýtra hjólbarða

Á mánudaginn, 5. maí, verður öllum hjólbörðum í Hörgárbyggð, sem hafa lokið hlutverki sínu, safnað saman og settir í endurvinnslu. Hjólbarðana á að setja á áberandi stað nálægt vegi, þar sem auðvelt er fyrir kranabíl að ná þeim. Ef betur hentar að þeir séu sóttir heim að bæ, þarf að láta skrifstofu sveitarfélagsins vita um það í tíma. Skv. lögum er bannað að urða gúmmí og því má ekki setja hj...

Sparkvöllur vígður

Sparkvöllurinn við Þelamerkurskóla var vígður á föstudaginn. Völlurinn var byggður sumarið 2007 og var að mestu tilbúinn í október um haustið. Helstu verkþættir við völlinn voru unnir af Malar- og efnissölunni Björgum ehf., Ásgeiri Hallgrímssyni, pípulagningameistara, og Girði ehf. Axel Grettisson, oddviti Arnarneshrepps, gerði grein fyrir byggingu vallarins, þakkaði styrktaraðilum fyrir stuð...

Samstarf í leikskólamálum

Nýlega var gengið frá samningi milli Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps um samstarf í rekstri leikskólans Álfasteins. Samningurinn hafði verið í undirbúningi frá því á síðasta ári. Í honum felst að leikskólinn er jafnt fyrir börn úr Arnarneshreppi og Hörgárbyggð og rekstrarþátttaka er hlutfallslega jöfn miðað við nýtingu. Hörgárbyggð er áfram eigandi húsnæðisins og ber ábyrg...

Skáldvinir Stefáns á Möðruvöllum

Að kvöldi sumardagsins fyrsta verður leiklestur og söngur sem nefnist "Skáldvinir Stefáns á Möðruvöllum" í Leikhúsinu á Möðruvöllum. Þá verða þátttakendur staddir á Möðruvöllum á sumardaginn fyrsta árið 1901 þar sem Stefán Stefánsson, bóndi, náttúrufræðingur, kennari, alþingismaður og síðar skólameistari, tekur á móti gestum m.a. Ólöfu frá Hlöðum, Guðmundi frá Sandi, Páli J. Árdal og Mat...

Vígsla sparkvallar

Sparkvöllurinn við Þelamerkurskóla verður vígður á föstudaginn kl. 13:15. Fulltrúar KSÍ, skólans og sveitarfélaganna, sem standa að skólanum, munu flytja ávörp og stuttur knattspyrnuleikur fer þar fram. Framkvæmdir við sparkvöllinn hófust í júnímánuði 2007 og var að mestu lokið um haustið. Allir eru velkomnir....