Fréttir

Gangnagleði á Melum

Umf. Smárinn stendur fyrir Gangnagleði á Melum í Hörgárdal laugardaginn 15. sept. nk. Húsið opnar kl. 22. Á dagskránni er m.a. söngur, lifandi (dans)tónlist og almenn gleði, sem mun ríkja þetta kvöld (og fram á morgun hjá sumum). Heitt verður á könnunni, en aðrar veitingar verður fólk sjálft að sjá um og eru allir hvattir til koma með snakkpoka eða annað þvíumlíkt til að gæða sér á (og g...

Gatnagerð Lækjarvalla hafin

Byrjað er á gatnagerð í nýju athafnasvæði við Lækjarvelli í Hörgárbyggð. Þar hafa verið skipulagðar um 20 atvinnulóðir. Tæplega helmingur þeirra er á landi í eigu sveitarfélagsins og hefur tveimur þeirra þegar verið úthlutað og fjórar til viðbótar eru í auglýsingu. Gatnagerðin er í höndum Malar- og efnissölunnar ehf., Björgum. Gert er ráð fyrir henni ljúki í nóvember....

Göngur og réttir nálgast

Á laugardaginn byrja göngur og réttir í Hörgárbyggð á þessu hausti. Þá verður Kræklingahlíðin smöluð og réttað í Þórustaðarétt, sem er fyrir ofan veginn á Moldhaugahálsi. Í næstu viku verða svo fyrstu göngur í Hörgárdal og Öxnadal. Staðarbakkarétt í Hörgárdal er föstudaginn 14. sept, Þorvaldsdalsrétt í Hörgárdal er laugardaginn 15. sept. og Þverárrétt í Öxnadal er mánudaginn 17. sept. Fj...

Steinbrýna-náma í Hörgárdal

Fremst í Hörgárdal er þykkt berglag sem brotnar í þunnar flögur, sem notaðar voru í steinbrýni fyrr á tíð. Frá því er m.a. sagt í Ferðabók Eggerts og Bjarna, sem er frá miðri 18. öld. Á laugardaginn fór Gísli Örn Bragason, jarðfræðinemi, ásamt félaga sínum, Ágústi Þór Gunnlaugssyni, í könnunarleiðangur að berglaginu. Þeir nutu leiðsagnar Staðarbakkabænda við að finna það. Gísli hygg...

Góður árangur Smárans á Meistaramóti Íslands 15-22 ára

Um síðustu helgi var haldið Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum. Arna Baldvinsdóttir keppti í flokki 15-16 ára meyja og bætti sig í 80 m grindahlaupi og langstökki. Í langstökkinu varð hún í 6. sæti með 4,77 m sem er mjög gott þar sem hún er á yngra ári. Arna varð einnig í boðhlaupssveit 17-18 ára stúlkna sem urðu í 4. sæti og hljóp Arna fyrsta sprett. Otti Freyr Steinsson ...

Minkaveiðiátak í Eyjafirði

Frá því í mars á þessu ári hefur sérstakt veiðiátak á mink verið í gangi í Eyjafirði, á svæði sem nær yfir Dalvíkurbyggð, Arnarneshrepp, Hörgárbyggð, Eyjafjarðarsveit, Akureyrarkaupstað, Svalbarðsstrandarhrepp og Grýtubakkahrepp. Nefnd á vegum umhverfisráðuneytisins hefur umsjón með veiðiátakinu og er tilgangur þess að kanna möguleika á útrýmingu minks á tveim svæðum á landinu, Snæfellsnesi og Ey...

Smára-fólk stendur sig vel í íþróttum

Á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 12-14 ára, sem var helgina 14.-15. júlí sl. náði Steinun Erla Davíðsdóttur silfri í 100 m og 800 metra hlaupum og Guðlaug Sigurðardóttir vann brons í 800 m hlaupi. Fleiri góð afrek unnust á mótinu. Keppendur frá Smárunum í liði UMSE/UFA á landsmóti UMFÍ í Kópavogi fyrr í mánuðinum stóðu sig vel. Verðlaunasæti náðust í stafsetningu, jurtagreinin...

Miðaldamarkaður á Gásum

Velheppnaður miðaldamarkaður var á Gásum um síðustu helgi. Þá lögðu 1.200 gestir leið sína að Gásum til að berja augum eyfirskt og danskt handverksfólk íklætt miðaldabúningum við leik og störf. Góð stemning myndaðist og fólk staldraði lengi við enda nóg að skoða. Nánar á www.gasir.is....

Messa í kirkjutóftinni á Gásum 8. júlí

Minjasafnið á Akureyri í samstarfi við Möðruvallaklausturskirkju stendur fyrir messu í kirkjutóftinni á Gásum 8. júlí, íslenska safnadaginn, kl 11. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur, mun messa og félagar úr kirkjukórnum leiða fjöldasöng með undirleik. Gásir var mesti kaupstaður Norðurlands á miðöldum allt fram á 16. öld og í raun Glerártorg eða Kringla þess tíma þar sem menn söfnuðust...

Sláturhús B. Jensen stækkar

Nú stendur yfir stækkun á sláturhúsi B. Jensen að Lóni. Húsið er hækkað nokkuð til að koma fyrir nýrri vinnslulínu. Afkastageta sláturhússins mun aukast um 50% við þessar breytingar. Nýja vinnslulínan verður tekin í notkun í ágúst nk....