Fréttir

Framkvæmdir í Auðbrekkufjalli

Í dag voru Þríhyrningsbændur staddir hátt í hlíðinni fyrir ofan bæinn við að leggja vatnsleiðslu úr vatnsbóli, sem þar fannst nýlega. Til þess var notuð dráttarvél Bernharðs og Þórdísar í Auðbrekku. Á myndinni til vinstri er Jóhannes Gísli Pálmason, einn Þríhyrningsbænda, og á myndunum hér fyrir neðan má sjá, ef grannt er skoðað, hvar verið er að að vinna við vatnslögnina.   &...

Fyrsta skóflustunga á Lækjarvöllum 1

Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að nýju 900 fermetra verslunar- og verkstæðishúsi Vélavers hf. á Lækjarvöllum 1, sem þar mun rísa á næstu mánuðum. Það var Pétur Guðmundarson, stjórnarformaður fyrirtækisins, sem tók fyrstu skóflustunguna. Í máli Magnúsar Ingþórssonar, framkvæmdastjóra, kom fram að húsið yrði tekið í notkun næsta vor. Á myndinni sést Pétur við stjó...

Ný heimasíða hjá Þelamerkurskóla

Þelamerkurskóli hefur fengið nýja heimasíðu. Þar eru ferskar fréttir úr skólastarfinu, fyrir utan ýmsar upplýsingar um skólann. Þar er líka tengill á þraut vikunnar sem núna er þrautaleikur Digranesskóla í Kópavogi sem heitir Kveiktu á perunni. Verðlaun eru í boði fyrir rétt lausn. Slóðin á heimasíðu skólans er www.thelamork.is...

Stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga í heimsókn

Í dag heimsótti stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga Hörgárbyggð í kynnisferð hennar um Norðurland eystra. Stjórninni var gerð grein fyrir rekstri sveitarfélagsins og helstu framkvæmdum sem eru í gangi og á döfinni. Skipulagi sjóðsins hefur verið breytt á síðustu misserum. Hann er nú opinbert hlutafélag í eigu allra sveitarfélaga í landinu. Sjóðurinn veitir sveitarfélögum lán á ...

Skriðuhrútar hæstir á hrútasýningu

Á hrútasýningu á Syðri-Bægisá í gær voru skoðaðir um 30 hrútar. Stigahæstir urðu tveir hrútar frá Skriðu, Nubbur (06054) og Kólfur (06055). Síðan komu Hamar (06058) frá Lönguhlíð og Hamar (06030) frá Auðnum I. Svipmyndir frá hrútasýningunni má sjá með því að smella á "meira" hér fyrir neðan.                         &nb...

Baggaplast sótt næsta mánudag

Fyrsti söfnunardagur á heyrúlluplasti (baggaplasti) í Hörgárbyggð verður næsta mánudag, 8. okt. Mikilvægt er að plastið sé án garns og nets og allra annarra aðskotahluta. Því þarf að skila þannig að auðvelt sé að taka það, t.d. í böggum eins og sýnt er á myndunum sem fylgja þessari frétt. Flestir sem hafa notað stórsekki undir plastið gera það rétt,en þar sem það er&n...

Aðalfundur Leikfélagsins

Aðalfundur Leikfélags Hörgdæla verður haldinn á Melum, Hörgárdal, mánu­dags­kvöldið 1. okt. nk. og hefst kl. 20:30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf ásamt lagabreytingum. Rætt verður um starfið á komandi vetri. Allir áhugasamir er hvattir til að mæta og hafa þannig áhrif á stefnu og starf félagsins.  ...

Skólatöskudagur í Þelamerkurskóla

Í dag er skólatöskudagur í Þelamerkurskóla. Iðjuþjálfafélag Íslands stendur fyrir honum, eins og öðrum slíkum víðs vegar um landið þessa viku. Iðjuþjálfar og iðjuþjálfanemar við Háskólann á Akureyri heimsækja grunnskóla og fræða nemendur, foreldra og kennara um rétta notkun á skólatöskum. Nemendur fá að vigta skólatöskurnar sínar og reikna út hvort skólataskan sé af æskilegri þyngd...

Möðruvallaklausturskirkja 140 ára

Á sunnudaginn, 23. september, verður Möðruvallaklausturskirkja 140 ára. Þá verður afmælishátíð í kirkjunni og hefst hún kl. 14:00. Sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum, predikar og sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur, þjónar fyrir altari. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Helgu Bryndísar Magnúsdóttur, organista. Afmæliskaffi verður í Leikhúsinu á Möðruvöllum eft...

Sverrir á Gráa svæðinu

Á Gráa svæðinu í Þelamerkurskóla stendur yfir málverkasýning Sverris Haraldssonar, sem er húsvörður skólans, áður bóndi í Skriðu í Hörgárdal. Á sýningunni eru 8 myndir. Sverrir hefur teiknað mikið um dagana og sótt myndlistarnámskeið. Sýningin er opin á starfstíma skólans. Til að sjá hana utan hans þarf að hafa samband við Aðalheiði Eysteinsdóttur, listakonu...