Fréttir

Úrslit kosninganna til sveitarstjórnar liggja fyrir

Kjörnefnd, sem skipuð af sýslumanninum á Akureyri, til að úrskurða um tvö vafaatkvæði í sveitarstjórnarkosningunum í sameinuðu sveitarfélagi Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar 29. maí sl. kvað í dag þann úrskurð að þau skuli vera gild. Það þýðir að þau úrslit kosninganna sem kynnt voru strax eftir kosningarnar standa óbreytt....

Þóra Björk Íslandsmeistari

Um helgina var Íslandsmeistaramótið í frjálsum í flokki 11-14 ára haldið í Kópavogi. UMSE sendi hörkulið á mótið og það hafnaði í 5. sæti af 20 liðum á mótinu, sem er mjög góður árangur. Eyfirskir Íslandsmeistarar helgarinnar urðu Þóra Björk Stefánsdóttir, Smáranum, sem kastaði spjóti 24,97 m, Þorri Mar Þórisson, Svarfaðardal, sem stökk 1,30 m í hástökki og Karl Vernharð Þorleifsso...

Sameining Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar hefur tekið gildi

Sl. laugardag, 12. júní 2010, tók gildi sameining Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar, sbr. auglýsingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, sem dagsett er 7. apríl 2010 og birtist í B-deild Stjórnartíðinda. Arnarneshreppur varð til árið 1824, en náði þá yfir nokkru stærra svæði en seinna varð. Það heiti leysti af hólmi sveitarfélagsheitið Hvammshreppur, sem náði nokkurn veginn yfir það s...

Leikskólinn Álfasteinn 15 ára

Í dag hélt leikskólinn Álfasteinn upp á 15 ára afmæli sitt með pompi og prakt. Hátíðin var jafnframt var árleg vorhátíð leikskólans. Á dagskránni var myndlistarsýning, söngur barnanna, galdramaðurinn Einar einstaki, hoppukastali, leikir o.fl. Síðan voru pylsur grillaðar og boðið upp á köku. Hátíðin var mjög vel sótt, áætlað er að þar hafi verið um 100 manns. Nokkrar myndir voru teknar þa...

Vinnuskólinn byrjaður

Í gær byrjaði vinnuskóli sameinaðs sveitarfélags Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar. Að þessu sinni skráðu 14 þátttakendur sig í vinnuskólann sem er fleira en nokkru sinni áður. Helstu verkefni eru umhirða og fegrun víðs vegar í sveitarfélaginu. Þá er það nýjung hjá vinnuskólanum að fræðsludagskrá verður þar í sumar. Verkstjóri vinnuskólans er Þorvaldur Hermannsson og flokkstjóri er Sigurðu...

Úrslit kosninga til sveitarstjórnar

Úrslit kosninga til sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar urðu þau að J-listi Samstöðulistans hlaut 170 atkvæði og 2 menn kjörna og L-listi Lýðræðislistans hlaut 171 atkvæði og 3 menn kjörna. Auðir seðlar og ógildir voru alls 11 að tölu. Á kjörskrá voru 440 manns, alls kusu 352. Kosningaþátttaka var því 80,0%. Kosningu í sveitarstjórn hlutu: Ha...

Kosið til sveitarstjórnar

Kosið verður til sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar á morgun, laugardaginn 29. maí 2010. Kjörstaður er í Hlíðarbæ. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00. Allar reglur sem varða kosninguna má lesa á veffanginu: www.kosning.is...

Grænfáninn á leið í Þelamerkurskóla

Í síðustu viku kom tilkynning frá Landvernd um að Þelamerkurskóli fengi leyfi til að flagga Grænfánanum. Fulltrúar frá Landvernd gerðu úttekt á skólanum með tilliti til umhverfismála og niðurstaðan varð sem sé sú að Grænfánanum verður flaggað. Í úttektinnni var farið yfir umhverfisskýrslu og gátlista um málið. Landverndarfólk hitti umhverfisnefnd skólans og átti með ...

Um nafn á sameinað sveitarfélag

Í apríl var lýst eftir hugmyndum um nafn á sameinað sveitarfélag Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar. Alls bárust 16 hugmyndir. Þær eru, raðað í stafrófsröð: Arnarbyggð, Eyjafjarðarbyggð, Gásabyggð, Gáseyrarbyggð, Hnjúkabyggð, Hraunsbyggð, Hörgárbyggð, Hörgárhreppur, Hörgársveit, Hörgárþing, Möðruvallabyggð, Möðruvallahreppur, Möðruvallasveit, Smárabyggð, Þelamerkurbyggð og Öxnadalsbyggð. Fimm þessar...

Flott útiskólasvæði Þelamerkurskóla

Í Þelamerkurskóla hefur markvisst verði unnið að uppbyggingu "útiskóla" undanfarna vetur. Síðustu vikur hefur verið unnið af kappi á útiskólasvæðinu. Sum húsin sem byrjað var á síðasta haust fóru illa í vetur og nokkur þeirra eyðilögðust. Þau voru löguð og ný gerð. Smíðuð voru meðal annars fuglahús og gerð skilti með nöfnum húsanna. Í gær var síðasti tíminn við þ...