Fréttir

Vinnuskólinn byrjaður

Í gær byrjaði vinnuskóli sameinaðs sveitarfélags Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar. Að þessu sinni skráðu 14 þátttakendur sig í vinnuskólann sem er fleira en nokkru sinni áður. Helstu verkefni eru umhirða og fegrun víðs vegar í sveitarfélaginu. Þá er það nýjung hjá vinnuskólanum að fræðsludagskrá verður þar í sumar. Verkstjóri vinnuskólans er Þorvaldur Hermannsson og flokkstjóri er Sigurðu...

Úrslit kosninga til sveitarstjórnar

Úrslit kosninga til sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar urðu þau að J-listi Samstöðulistans hlaut 170 atkvæði og 2 menn kjörna og L-listi Lýðræðislistans hlaut 171 atkvæði og 3 menn kjörna. Auðir seðlar og ógildir voru alls 11 að tölu. Á kjörskrá voru 440 manns, alls kusu 352. Kosningaþátttaka var því 80,0%. Kosningu í sveitarstjórn hlutu: Ha...

Kosið til sveitarstjórnar

Kosið verður til sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar á morgun, laugardaginn 29. maí 2010. Kjörstaður er í Hlíðarbæ. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00. Allar reglur sem varða kosninguna má lesa á veffanginu: www.kosning.is...

Grænfáninn á leið í Þelamerkurskóla

Í síðustu viku kom tilkynning frá Landvernd um að Þelamerkurskóli fengi leyfi til að flagga Grænfánanum. Fulltrúar frá Landvernd gerðu úttekt á skólanum með tilliti til umhverfismála og niðurstaðan varð sem sé sú að Grænfánanum verður flaggað. Í úttektinnni var farið yfir umhverfisskýrslu og gátlista um málið. Landverndarfólk hitti umhverfisnefnd skólans og átti með ...

Um nafn á sameinað sveitarfélag

Í apríl var lýst eftir hugmyndum um nafn á sameinað sveitarfélag Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar. Alls bárust 16 hugmyndir. Þær eru, raðað í stafrófsröð: Arnarbyggð, Eyjafjarðarbyggð, Gásabyggð, Gáseyrarbyggð, Hnjúkabyggð, Hraunsbyggð, Hörgárbyggð, Hörgárhreppur, Hörgársveit, Hörgárþing, Möðruvallabyggð, Möðruvallahreppur, Möðruvallasveit, Smárabyggð, Þelamerkurbyggð og Öxnadalsbyggð. Fimm þessar...

Flott útiskólasvæði Þelamerkurskóla

Í Þelamerkurskóla hefur markvisst verði unnið að uppbyggingu "útiskóla" undanfarna vetur. Síðustu vikur hefur verið unnið af kappi á útiskólasvæðinu. Sum húsin sem byrjað var á síðasta haust fóru illa í vetur og nokkur þeirra eyðilögðust. Þau voru löguð og ný gerð. Smíðuð voru meðal annars fuglahús og gerð skilti með nöfnum húsanna. Í gær var síðasti tíminn við þ...

Tveir framboðslistar

Tveir framboðslistar munu verða til kjörs í sveitarstjórnarkosningunum í sameinuðu sveitarfélagi Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar 29. maí nk. Þeir eru:   J-listi Samstöðulistans: L-listi Lýðræðislistans: Helgi Bjarni Steinsson, bóndi, Syðri-Bægisá Hanna Rósa Sveinsdóttir, sérfræðingur, Hraukbæ Axel Grettisson, viðskiptastjóri, Þrastarhóli   Sunna Hlín Jóhannesdóttir, kennar...

Vinnuskólinn í sumar

Í sameinuðu sveitarfélagi Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar verður starfræktur vinnuskóli í sumar fyrir börn sem nú eru í 8., 9. og 10. bekk. Hvort sveitarfélagið um sig hefur í mörg undanfarin ár rekið vinnuskóla, ýmist sameiginlega eða hvort í sínu lagi. Gert er ráð fyrir að vinnuskólinn byrji 7. júní nk. og verði í 8 vikur, 4 klst. á dag. Skráning í vinnuskólann er hafin og lýkur henni ...

Hvað á sveitarfélagið að heita?

Í dag hófst leitin að nafni á sameinuðu sveitarfélagi Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar. Á dreifimiða sem borinn var á öll heimili á svæðinu er óskað eftir hugmyndum að nafni sveitarfélagsins. Þeim þarf að koma til skrifstofu Hörgárbyggðar í síðasta lagi 23. apríl nk. Þær hugmyndir að nafni sem taldar eru koma til greina, verða sendar til örnefnanefndar til umsagna...

Síðasta sýning á "Lífið liggur við!"

Á föstudaginn, 9. apríl kl. 20:30, verður síðasta sýning á "Lífið liggur við!" hjá Leikfélagi Hörgdæla á Melum. Miðapantanir eru í símum 847 9309 og 865 8114. Þetta er skrifstofufarsi eftir Hlín Agnarsdóttur, sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Nú er síðasta tækifærið til þess og því um að gera að panta miða strax....