Fréttir

Upplestrarhátíð Þelamerkurskóla

Upplestrarhátíð Þelamerkurskóla verður miðvikudaginn 16. mars. Hún er lokapunkturinn á upplestraræfingum hjá 7. bekk og liður í þátttöku hans í Stóru upplestrarkeppninni. Ár hvert hefst undirbúningur fyrir Stóru upplestrarkeppnina á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember sem einnig er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Á upplestrarhátíð skólans verða valdir fulltrúar hans í Stóru upples...

Með fullri reisn frumsýnd

Leikfélag Hörgdæla frumsýndi leikritið "Með fullri reisn" sl. fimmtudag. Meðal frumsýningargesta var Arnsteinn Stefánsson frá Stóra-Dunhaga og þá varð honum að orði: Ég mun yfir engu kvarta ei mér þykir vistin köldað horfa á bera bændur skarta brókum einum hér í kvöld. Leikritið er eftir Terrence McNally og þýtt af Karli Ágústi Úlfssyni. Leikstjóri er Jón Gunnar Þórðarson og hefur hann, ...

11 ára strákar Íslandsmeistarar

UMSE átti 26 keppendur á Meistaramóti Íslands í frjálsum fyrir 11-14 ára sem fram fór um síðustu helgi. Sveit UMSE í 4x200 m boðhlaupi 11 ára stráka varð Íslandsmeistari. Sveitina skipuðu þeir Helgi Pétur Davíðsson (Kjarna), Agnar Þórsson (Skriðu), Baldur Logi Jónsson (Staðartungu)allir frá Smáranum og Ágúst Máni Ágústsson Samherjum. Þá varð Helgi Pétur annar í 800 m hlau...

Frá aðalfundi Smárans

Aðalfundur Ungmennafélagsins Smárans fór fram í gærkvöldi. Þar voru Íslandsmeistarar ársins 2010 úr röðum félagsmanna heiðraðir og útnefndir íþróttamenn árins 2010 í frjálsum og knattspyrnu. Svo var tilkynnt um heiðursfélagana Bjarni E. Guðleifsson og Haukur Steindórsson. Fram kom á fundinum að starf félagsins er þróttmikið og að framundan er enn fjölbreyttari starfsemi. Stjórn fél...

Um fáklædda bændur

Hjá Leikfélagi Hörgdæla er verið að æfa leikritið "Með fullri reisn", á ensku Full Mounty. Í fréttum í síðustu viku kom fram að bráðlega komi út dagatal með myndum af bændum, sem taka þátt í leikritinu. Á sýnishornum af myndunum kemur fram að þeir verða þar fremur fáklæddir. Arnsteinn Stefánsson í Stóra-Dunhaga orti að þessu tilefni: Ýmsir núna gerast glaðir góða nýjung þá ég v...

Aðalfundur Smárans

Aðalfundur Smárans verður haldinn í matsal Þelamerkurskóla sunnudaginn 20. febrúar kl. 21:00. Á dagskrá eru verðlaunaafhending, tilkynnt um val á íþróttamönnum ársins, Íslandsmeistarar og heiðursfélagar heiðraðir og venjuleg aðalfundarstörf. Fyrir liggja tvær tillögur frá stjórn um æfingagjöld. Ef félagsmenn vilja koma með tillögu inn á aðalfund þarf að skila henni inn á ari27@simnet.is fyrir 16....

Þrjú frábær þorrablót

Nú er þorrablótatíðinni lokið í Hörgársveit þetta árið. Þau voru þrjú laugardagskvöld í röð, 22. janúar í Hlíðarbæ, 29. janúar á Melum og svo 5. febrúar í Hlíðarbæ. Öll tókust þau með miklum ágætum, fjöldi gesta var með mesta móti, góð skemmtiatriði og vel tekið undir fjöldasöng. Blótunum lauk svo með fjörugum dansleikjum fram eftir nóttu.Hér eru nokkrar myndir frá tveimur seinni bl...

UMSE-stelpur í frjálsum gera það gott

Innanhússmót í frjálsíþróttum eru byrjuð aftur eftir áramótahlé. Meistaramót Íslands fyrir 15-22 ára var um helgina. UMSE sendi harðsnúið líð með 9 keppendur á mótið. Þeir unnu allir til verðlauna. Steinunn Erla Davíðsdóttir úr Umf. Smáranum vann bronsverðlaun í 60 m hlaupi í flokki 18-19 ára á tímanum 8,44 sek. Hún vann einnig silfurverðlaun í 4x200 m boðhlaupi. Ein gullverðlaun k...

Nýr organisti

Sigrún Magna Þórsteinsdóttir hefur verið ráðin organisti í Möðruvallasókn.  Hún tekur við af Helgu Bryndísi Magnúsdóttur, sem um margra ára skeið vann afar gott starf með kórnum og fyrir kirkjuna, en hefur flutt búferlum úr héraðinu. Sigrún Magna er boðin velkomin og er vænst mikils af störfum hennar. Kirkjukórinn syngur við allar almennar messur í sókninni og á aðventukvö...

Heyrúlluplasts-söfnun frestast

Söfnun heyrúlluplasts (baggaplasts) í Hörgársveit sem vera átti í dag hefur verið frestað til morguns, þriðjudagsins 11. janúar. Í dag verður lokið við sorphirðu í Hörgárbyggðarhluta sveitarfélagsins sem fara átti fram sl. fimmtudag. Húsráðendur eru beðnir um að hreinsa snjó frá sorpílátum....