Fréttir

Umhverfisvika í Hörgársveit

Umhverfisvika verður haldin í Hörgársveit vikuna 2.-10. júní. Þessa daga eru íbúar hvattir til að huga að umhverfi sínu, snyrta, fegra, mála og þrífa. Í vikunni verður einnig hugað að öðrum þáttum sem tengjast umhverfismálum. Fyrirlestrar, námskeið, leikþættir og ýmsar kynningar verða í boði. Vikunni lýkur með húllumhæi við Þelamerkurskóla föstudaginn 10. júní kl. 14-17.Timbur- og málmagámum...

Umhverfisdagur í Þelamerkurskóla

Það er mikið líf í Þelamerkurskóla þessa síðustu daga skólaársins. Í dag fimmtudaginn 26. maí er umhverfisdagurinn. Dagurinn er nýttur til að fegra og fræðast um umhverfi skólans. Nemendum er skipt í fjórar stöðvar.  Á gróðursetningarstöðinni verða plöntur úr uppeldsstöð plantna útiskólans og sólberjarunnar gróðursettir víðs vegar í nágrenni skólans. Á umhverfisstöðinni verða búin til skilti...

Hörgdælir eignast Íslandsmeistara

Þrjár ungar stúlkur úr Hörgársveit gerðu góða ferð suður nýverið. Þann 7. og 8. maí fór fram í Kaplakrika Íslandsmeistaramót í grunnsporum 2011 og bikarmót í F-flokkum. Þetta er viðamikið mót, 725 manns kepptu í mótinu öllu.Stúlkurnar heita Brák Jónsdóttir, Katrín Birna Vignisdóttir og Eyrún Þórsdóttir og æfa með Dansdeild Akurs á Akureyri. Þjálfari þeirra er Anna Breiðfjörð.Þær Brák og Katrí...

Hlaupið og safnað í Þelamerkurskóla

 Unicef-hreyfingin fór fram í blíðskaparveðri við Þelamerkurskóla. Í Unicef-hreyfingunni hljóta nemendur fræðslu um jafnaldra sína í öðrum heimshlutum og safna fé fyrir þurfandi börn um allan heim með því að stunda holla hreyfingu. Að þessu sinni fólst hreyfingin í því að nemendur fóru í gegnum þrautabraut sem íþróttakennarar skólans settu upp á íþróttavellinum. Í brautinni þur...

Lömbin koma í heiminn

Sauðburður er í fullum gangi. Í Stóra-Dunhaga er sauðburður rúmlega hálfnaður. Leikskólabörn og fleiri hópar hafa komið þangað að undanförnu til að skoða lömbin og fá að fara á hestbak. Stóri-Dunhagi er þáttakandi í verkefni sem nefnist Opinn landbúnaður, en með því gefst almenningi tækifæri á að heimsækja bóndabæi og kynna sér þau störf sem unnin eru í sveitum landsins.Þegar ljósmyndara...

Þelamerkurskóli í öðru sæti

Margmenni undir merkjum Þelamerkurskóla mætti á Þórssvæðið til að taka þátt í 1. maí hlaupi UFA. Liðlega helmingur nemenda keppti þar fyrir hönd skólans og einnig allnokkrir foreldrar.  Margmenni undir merkjum Þelamerkurskóla mætti á Þórssvæðið til að taka þátt í 1. maí hlaupi UFA. Liðlega helmingur nemenda keppti þar fyrir hönd skólans og einnig allnokkrir foreldrar. Í f...

Sumardvöl fyrir eldri borgara

Möðruvallasókn hefur ákveðið að standa fyrir sumardvöl fyrir eldri borgara í Kirkjumiðstöðinni við Vestmannsvatn dagana 27. júní-1. júlí í sumar.  Sóknin tekur sumarbúðirnar á leigu þennan tíma svo þátttakendur þurfa aðeins að borga fæðiskostnað sem er 20.000 kr. fyrir manninn allan tímann. Ekið verður á einkabílum austur, en ferðin tekur um klukkutíma.    Sr. Solveig Lára og ...

Ársreikningur 2010 lagður fram

Ársreikningur Hörgársveitar fyrir árið 2010 var lagður fram á síðasta fundi sveitarstjórnar. Ársreikningurinn er sá fyrsti sem lagður er fram eftir sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar, sem tók gildi 12. júní 2010. Hann er í raun ársreikningur þessara tveggja sveitarfélaga fram að sameiningunni, ásamt því að vera uppgjör fyrir hið sameinaða sveitarfélaga fram að...

Tilboð opnuð í skólaakstur

Í gær voru opnuð tilboð í skólaakstur í Þelamerkurskóla á næstu tveimur skólaárum, 2011-2012 og 2012-2013. Um er að ræða fimm leiðir. Tilboð komu frá átta aðilum. Í akstur á leið 1, sem er fremri hluti Hörgárdals, bárust 8 tilboð frá 7 aðilum, sem hér segir (kr. á km):  FAB Travel ehf (tilboð 2) 240 FAB Travel ehf (tilboð 1) 260 Torfi Þórarinsson (tilboð 1) 266 Hópferðabílar Ak...

Kosið í Þelamerkurskóla

Kjörstaður fyrir Hörgársveit í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave þann 9. apríl 2011 verður í Þelamerkurskóla, gengið inn að sunnan. Opið verður frá kl. 10:00 til kl. 20:00. Upplýsingar um þjóðaratkvæðagreiðsluna er að finna á vefnum www.kosning.is...