Fréttir

Jólaball á Melum

Hið árlega jólaball var haldið á Melum í gær, þriðja í jólum. Það var vel sótt og að vanda var boðið upp á jólalegar veitingar, sungin jólalög og gengið í kringum fagurlega skreytt jólatré. Jólasveinar litu í heimsókn og sungu jólalög fögrum rómi. Hér eru nokkrar myndir af jólaballinu. Allir saman, mömmur, pabbar, afar, ömmur og börn.            ...

Smalahundafélag stofnað í Hörgársveit

Föstudagskvöldið 2. des.2011 var stofnað Smalahundafélag Hörgársveitar. Fundurinn var í leikhúsinu á Möðruvöllum og mættu 6 aðilar sem allir gerðust stofnfélagar, og 8 aðilar komu boðum á fundinn með ósk um að ganga í félagið og eru þeir líka stofnfélagar. Þannig að stofnfélagar eru því 14 talsins. Á fundinn mætti Sverrir Möller formaður Smalahundafélags Íslands og ræddi út á hvað sá félagssk...

Skjaldarvík fær viðurkenningu Ferðaþjónustu bænda

Á Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda veitti skrifstofa Ferðaþjónustu bænda 6 bæjum innan samtakanna viðurkenningar og er það í fyrsta sinn sem skrifstofan veitir verðlaun sem þessi. Viðurkenningar voru veittar í tveimur flokkum. Í flokknum Framúrskarandi ferðaþjónustubær 2011 fengu eftirfarandi viðurkenningu: Dísa og Óli í Skjaldarvík í Eyjafirði, Hulda og Gunnlaugur frá Gistihúsinu Egilsstöðum og...

Eignarhaldsfélag stofnað á Hjalteyri

Í gær var stofnað félag um rekstur húseignirnar á Hjalteyri. Félagið heitir Hjalteyri ehf og eru hluthafar 26 talsins. Fyrirhugað er að félagið kaupi húseignir verksmiðjanna á Hjalteyri og leigja þær út til margvíslegrar starfsemi. Húseignirnar, sem eru um 7.000 fermetrar alls, eru af margvíslegu tagi og bjóða upp á ótal möguleika.  Nú þegar hafa nokkrir aðilar lagt drög að s...

Boranir hafnar

Í dag hófust jarðhitarannsóknir í Hörgárdal og Öxnadal á vegum Hörgársveitar og Norðurorku hf. með stuðningi Orkusjóðs. Fræðileg umsjón með verkefninu er í höndum  Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR). Áætlað er að bora 15-20 svonefndar hitastigulsholur víðs vegar um svæðið. Markmiðið með þeim er að leita að hitastigulshámarki, sem síðar væri hægt að skoða nánar með það í huga að staðsetja djúpa ho...

Badmintonæfingar í Íþróttamiðstöðinni

17. nóvember hófust badmintontímar fyrir fullorðna í Íþróttamiðstöðinni á Þelamörk. Badminton er skemmtilegur og spennandi leikur auk þess að vera mjög góð heilsurækt sem reynir á allan líkamann. Tímarnir verða vikulega á fimmtudögum kl. 19-20. Enn er pláss fyrir nokkra í viðbót. Áhugasamir hafi samband við Ingó (896-4355) eða Kristján (862-6879). ...

Dagur íslenskrar tungu í Þelamerkurskóla og Jónasarlaug

16. nóvember er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Í ár ætla nemendur og starfsmenn Þelamerkurskóla að koma saman á sal kl. 11.50. Dagskráin verður fjölbreytt og er hún helguð Jónasi, íslenskri tungu og Stóru upplestrarkeppninni. Allir 7. bekkingar taka þátt í henni og hefst hún formlega á þessum degi. Dagskráin á sal verður sem hér segir: 1. Nemendur úr 5. og 6. bekk kynna Jónas og dag íslen...

Metaðsókn hjá Leikfélagi Hörgdæla

Leikfélag Hörgdæla tók hina geysivinsælu sýningu „Með fullri reisn“ aftur til sýninga nú í haust og virðist ekki hafa verið vanþörf á því það hefur verið gríðarmikil aðsókn og er uppselt á allar sýningar sem fyrirhugaðar eru á Melum. Sýningin var vinsælasta sýning landsins í áhugaleikhúsi. Síðan ætla leikfélagsmenn og -konur að halda í leikferð til Reykjavíkur. Verður leikritið sýnt á fjórum sýnin...

Samið um gerð aðalskipulags

Yngvi Þór Loftsson, Óskar Örn Gunnarsson og Margrét Ólafsdóttir munu vinna aðalskipulagið.Samkvæmt samþykkt á fundi sveitarstjórnar nýverið hefur verið gengið til samninga við Landmótun sf í Kópavogi um gerð aðalskipulags fyrir sveitarfélagið. Yngvi Þór Loftsson verður verkefnisstjóri. Að þesarri vinnu lokinni mun allt sveitarfélagið uppfylla formkröfur Skipulagsstofnunar. Áætlað er að ...

Umhverfisráðherra kemur í heimsókn

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherraSvandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, kemur í stutta heimsókn í Hörgársveit föstudaginn 28. október næstkomandi. Heimsóknin hefst á hádegisverði í Þelamerkurskóla, en þennan dag velja nemendur matseðilinn. Að því búnu hittir ráðherra sveitarstjórnina og síðan verður farið í leikskólann Álfastein, en bæði leikskólinn og grunnskólinn starfa undi...