Fréttir

Íbúafundur um aðalskipulag

Almennur íbúafundur verður haldinn miðvikudaginn 25. janúar 2012 kl. 20:00 í Hlíðarbæ þar sem kostur gefst á að koma á framfæri ábendingum strax í upphafi skipulagsvinnunnar. Skipulagsráðgjafar munu gera grein fyrir lýsingu á skipulagsverkefninu og fyrirhugaðan skipulagsferil. Hafin er gerð aðalskipulags fyrir Hörgársveit. Aðalskipulag er skipulagsáætlun sem taka skal til alls lands innan sta...

Bein útsending: Steinunn Erla og Hulda Kristín á Reykjavíkurleikum

Reykjavíkurleikarnir í íþróttum (Reykjavik International Games) byrja í dag og standa fram á sunnudag. Um er að ræða boðsmót, þar sem sterkustu keppendum í hverri grein er boðin þátttaka. Tveir keppendur frá Hörgársveit eru meðal keppenda, þær Steinunn Erla Davíðsdóttir, Kjarna, (f. 1993) og Hulda Kristín Helgadóttir, Syðri-Bægisá (f. 1998). Laugardaginn 21. jan (á morgun) kl. 14:30-17:00 ver...

Íbúaþing um skólastefnu

Stýrihópur um mótun skólastefnu Hörgársveitar boðar til íbúaþings laugardaginn 14. janúar kl. 10-14. Þingið verður haldið í Þelamerkurskóla. Skólinn opnar kl. 9:45 og þá verður hægt að fá sér kaffisopa og kleinu áður en þingið hefst formlega. Þingið byrjar á erindi Gunnars Gíslasonar fræðslustjóra AkureyrarbæjarHvað er skólastefna sveitarfélags og hvaða áherslur setja nýjar aðalnámskrár fyri...

Fjárhagsáætlun 2012

Fjárhagsáætlun Hörgársveitar fyrir næsta ár var samþykkt á fundi sveitarstjórnar nýlega. Tekjur A-hluta eru áætlaðar 425 milljónir króna, þar af eru útsvarstekjur áætlaðar 180 milljónir króna, tekjur af fasteignaskatti 31 milljón króna og framlög Jöfnunarsjóðs 141 milljón króna. Tekjur í B-hluta eru áætlaðar 5 milljónir króna. Áætlað er að rekstrargjöld sveitarsjóðs og stofnana hans verði sam...

Jólaball á Melum

Hið árlega jólaball var haldið á Melum í gær, þriðja í jólum. Það var vel sótt og að vanda var boðið upp á jólalegar veitingar, sungin jólalög og gengið í kringum fagurlega skreytt jólatré. Jólasveinar litu í heimsókn og sungu jólalög fögrum rómi. Hér eru nokkrar myndir af jólaballinu. Allir saman, mömmur, pabbar, afar, ömmur og börn.            ...

Smalahundafélag stofnað í Hörgársveit

Föstudagskvöldið 2. des.2011 var stofnað Smalahundafélag Hörgársveitar. Fundurinn var í leikhúsinu á Möðruvöllum og mættu 6 aðilar sem allir gerðust stofnfélagar, og 8 aðilar komu boðum á fundinn með ósk um að ganga í félagið og eru þeir líka stofnfélagar. Þannig að stofnfélagar eru því 14 talsins. Á fundinn mætti Sverrir Möller formaður Smalahundafélags Íslands og ræddi út á hvað sá félagssk...

Skjaldarvík fær viðurkenningu Ferðaþjónustu bænda

Á Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda veitti skrifstofa Ferðaþjónustu bænda 6 bæjum innan samtakanna viðurkenningar og er það í fyrsta sinn sem skrifstofan veitir verðlaun sem þessi. Viðurkenningar voru veittar í tveimur flokkum. Í flokknum Framúrskarandi ferðaþjónustubær 2011 fengu eftirfarandi viðurkenningu: Dísa og Óli í Skjaldarvík í Eyjafirði, Hulda og Gunnlaugur frá Gistihúsinu Egilsstöðum og...

Eignarhaldsfélag stofnað á Hjalteyri

Í gær var stofnað félag um rekstur húseignirnar á Hjalteyri. Félagið heitir Hjalteyri ehf og eru hluthafar 26 talsins. Fyrirhugað er að félagið kaupi húseignir verksmiðjanna á Hjalteyri og leigja þær út til margvíslegrar starfsemi. Húseignirnar, sem eru um 7.000 fermetrar alls, eru af margvíslegu tagi og bjóða upp á ótal möguleika.  Nú þegar hafa nokkrir aðilar lagt drög að s...

Boranir hafnar

Í dag hófust jarðhitarannsóknir í Hörgárdal og Öxnadal á vegum Hörgársveitar og Norðurorku hf. með stuðningi Orkusjóðs. Fræðileg umsjón með verkefninu er í höndum  Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR). Áætlað er að bora 15-20 svonefndar hitastigulsholur víðs vegar um svæðið. Markmiðið með þeim er að leita að hitastigulshámarki, sem síðar væri hægt að skoða nánar með það í huga að staðsetja djúpa ho...

Badmintonæfingar í Íþróttamiðstöðinni

17. nóvember hófust badmintontímar fyrir fullorðna í Íþróttamiðstöðinni á Þelamörk. Badminton er skemmtilegur og spennandi leikur auk þess að vera mjög góð heilsurækt sem reynir á allan líkamann. Tímarnir verða vikulega á fimmtudögum kl. 19-20. Enn er pláss fyrir nokkra í viðbót. Áhugasamir hafi samband við Ingó (896-4355) eða Kristján (862-6879). ...