Fréttir

Þemavika í Þelamerkurskóla

Nú er að ljúka þemaviku í Þelamerkurskóla. Hefðbundið skólastarf er brotið upp og fá að takast á við ýmislegt annað en hefðbundnar námsgreinar. Þar má nefna heilsueflandi skóla; heilsu, hreysti, geðrækt, lýðræði, fjölgreind, skyndihjálp og dans. Þemavikan gekk einstaklega vel og eru nemendur og kennarar glaðir og endurnærðir....

Viðburðir í Leikhúsinu Möðruvöllum

Í gær flutti Hörður Geirsson frá ljósmyndadeild Minjasafns Akureyrar erindi og sýndi nokkrar gamlar myndir úr safnkostinum. Erindið var fróðlegt og skemmtilegt enda góð mæting. Á myndinni er Hörður að fjalla um Stuttu-Siggu, en ljósmyndin er tekin af Jóni Júlíusi Árnasyni. Viðburðir verða í Leikhúsinu annan hvern fimmtudag fram að aðventu. ...

Aðalfundur Leikfélags Hörgdæla

Aðalfundur Leikfélags Hörgdæla var haldinn í gær.  Kynntur var spennandi vetur framundan, en á döfinni eru margvíslegar uppákomur á Melum. Miðað er að því að halda viðburði fyrsta föstudag í mánuði, allavega þangað til æfingar verða komnar á fullan skrið. Þannig verður í kvöld haldið trúbadorakvöld, í byrjun nóvember verður bingó og í byrjun desember verður hið sívinsæla bar-svar...

Vetrarstarf Smárans að fara af stað

Nú fer vetrarstarf Smárans að hefjast.  Fótboltaæfingarnar hefjast 5. október.  Þjálfari í vetur verður Arnór Heiðmann Aðalsteinsson.  Í næstu viku kemur síðan í ljós hvaða íþróttagreinar Smárinn býður upp á í vetur.  ...

Mesta verslunarrýmið í Hörgársveit

Athyglisverð frétt birtist á mbl.is í dag. Þar kemur fram að Hörgársveit er með mesta verslunarrými á hvern íbúa. Fréttina má lesa hér....

Gunnar Jónsson ráðinn skrifstofustjóri

Gunnar Jónsson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri á skrifstofu Hörgársveitar.  Gunnar hefur langa reynslu af skrifstofu- og stjórnunarstörfum.  Hann var sveitarstjóri í Hrísey í lok síðustu aldar, starfaði sem skrifstofustjóri hjá KMPG á Akureyri í 7 ár, var framkvæmdastjóri KA í 13 ár og hefur rekið eigið bókhaldsfyrirtæki. Hlutverk hans verður fyrst og fremst fólgið í u...

Kirkjukórinn á ferðalagi um Austurland

Kirkjukór Möðruvallaklaustursprestakalls fór í söngferðalag austur á land á dögunum. Helstu viðkomustaðir voru Eskifjörður og Höfn í Hornafirði. Ari Erlingur Arason, formaður kórsins, segir ferðina hafa verið mjög vel heppnaða.   „Við lögðum af stað fimmtudaginn 16 ágúst. Fyrsta stopp var Möðrudalur á Fjöllum og þar fengum við sögustund í kirkjunni um s...

Sæludagur í Hörgársveit heppnaðist vel

Sæludagurinn var að vanda haldinn á laugardegi um verslunarmannahelgina. Hann tókst í alla staði vel. Meiri fjöldi gesta sótti viðburði Sæludagsins en nokkru sinni áður og veðrið var eins og best verður á kosið.   Dagskráin hófst við Möðruvelli með keppni í sveitafitness þar sem bændur kepptu við vinnumenn. Þrautirnar sem keppendur þurfa að leysa eru hluti af daglegum verk...

Auglýst eftir skrifstofustjóra

Ákveðið hefur verið stofna starf skrifstofustjóra á skrifstofu Hörgársveitar og jafnframt að leggja niður starf fulltrúa á skrifstofunni. Meginforsendur þessara breytinga eru að undanfarna mánuði hafa verkefni skrifstofunni aukist frá því sem verið hefur. Stafar það bæði af nýjum lögum, sem gera meiri kröfur en áður til stjórnsýslu sveitarfélaga, og fjölþættari „heimatilbúnum“ verkefnum en áður. S...

Göngustígar á Gásum

Hópur sjálfboðaliða frá SEEDS samtökunum hefur unnið að gerð göngustíga um forleifasvæðið á Gásum. Með þessu opnast skemmtileg gönguleið sem liggur í hring, hefst og endar við bílastæðið á Gásum. Hópurinn sem vann að þessu kemur frá ýmsum löndum, Grikklandi, Ítalíu, Belgíu, Bandaríkjunum og Lettlandi og hefur unnið mjög gott starf.  ...