Fréttir

Kirkjukórinn hlýtur styrk

Kirkjukór Möðruvallaklausturssóknar hlaut styrk frá Menningarráði Eyþings til verkefnis sem nefnist Davíð og Jónas. Verkefnið er unnið í samvinnu við Leikfélag Hörgdæla, Ferðaþjónustuna á Draflastöðum í Fnjóskadal og tónskáldin Daníel Þorsteinsson, Guðmund Óla Gunnarsson og Sigrúnu Mögnu Þórsteinsdóttur. Verkefnið verður byggt upp á söngdagskrá við ljóð skáldanna Davíðs Stefáns...

Myndlistarsýning leikskólabarna í Húsasmiðjunni

Í tilefni degi leikskólans opnuðu börn á leikskólanum Álfasteini myndlistarsýningu í anddyri Húsasmiðjunnar. Verkin eru af ýmsum toga, sum innblásin af nýliðinni tannverndarviku, önnur af berjatínslu í haust. Í sumum tilvikum hafa listamennirnir algjörlega sleppt sér í sköpunargleðinni og látið hefðbundnar reglur um myndbyggingu fjúka út um gluggann.Hér eru nokkrar myndir af listamönnunum&nbs...

Íbúafundur um menningar- og tómstundamál

Laugardaginn 26. janúar var haldinn íbúafundur í Hlíðarbæ þar sem menningar- og tómstundamál voru til umræðu.  Frummælendur verða Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og Alfa Aradóttir, forstöðumaður æskulýðsmála í Rósenborg. Minnispunkta af fundinum má finna hér....

Freyju er saknað

Bændur í Skriðu sakna merarinnar Freyju frá Króksstöðum, sem sést á myndinni til vinstri. Hún hvarf úr hólfi í Stóru-Brekku í Hörgárdal (skammt norðan Möðruvalla) í byrjun mánaðarins. Freyju er sárt saknað og ef einhver hefur orðið var við hana síðan föstudaginn 4. janúar er hann/hún beðin/n að hringja hið fyrsta í síma 899 1057 eða 863 0057. ...

Þorrablót í uppsiglingu

Undirbúningur fyrir þorrablótið stendur nú sem hæst. Útsendarar þorrablótsnefndar hafa sést út um alla sveit með kvikmyndatökuvélar og mun þeirri vinnu ekki lokið. Veislustjóri hefur verið ráðinn sunnan úr Borgarfirði og er það enginn annar en sjónvarpshetjan Gísli Einarsson. Hljómsveitin er heldur ekki af verri endanum, það eru hinir margrómuðu Veðurguðir með Ingó í broddi fylkingar.   ...

Nýársbrenna Umf. Smárans

Kveikt verður í nýársbrennu Umf. Smárans á laugardagskvöld kl. 20 í malarkrúsunum norðan við Laugaland. Eftir brennuna verður spilað bingó í Þelamerkurskóla. Nemendur fimmta og sjötta bekkjar skólans selja kaffi og kökur til fjáröflunar fyrir Reykjaferð....

Nýársmessu aflýst

Fyrirhugaðri messu í Möðruvallakirkju á nýársdag hefur verið aflýst vegna veðurs og slæmrar færðar. ...

Jólaball fellur niður

Fyrirhugaðri jólatrésskemmtun sem halda átti að Melum milli jóla og nýárs fellur niður að þessu sinni. ...

Fjárhagsáætlun 2013

Nýlega afgreiddi sveitarstjórn fjárhagsáætlun sveitarsjóðs og stofnana hans fyrir árið 2013. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að skatttekjur hækki um 5% milli ára og verði alls 378,1 millj. kr. Þjónustutekjur og endurgreiðslur eru áætlaðar 74,9 millj. kr. Tekjur eru þannig áætlaðar samtals 453,0 millj. kr. Gert er ráð fyrir að launakostnaður verði alls 195,1 millj. kr., vörukaup, þjónustukaup og ...

Minkur drepinn heima við bæ

Davíð Jónsson í Kjarna veiddi mink heima hjá sér, rétt við íbúðarhúsið. Talið er víst um sé að ræða dýr sem hefur sloppið úr búri í flutningum. Tilvikið hefur verið tilkynnt til Matvælastofnunar en undir hana heyra flutningar á dýrum. Um flutninga rándýra gilda strangar reglur sbr. reglugerð nr. 165/2007 og kann að vera að skaðabótaskylda hvíli á eiganda dýrsins.  ...