Fréttir

Þorrablót í uppsiglingu

Undirbúningur fyrir þorrablótið stendur nú sem hæst. Útsendarar þorrablótsnefndar hafa sést út um alla sveit með kvikmyndatökuvélar og mun þeirri vinnu ekki lokið. Veislustjóri hefur verið ráðinn sunnan úr Borgarfirði og er það enginn annar en sjónvarpshetjan Gísli Einarsson. Hljómsveitin er heldur ekki af verri endanum, það eru hinir margrómuðu Veðurguðir með Ingó í broddi fylkingar.   ...

Nýársbrenna Umf. Smárans

Kveikt verður í nýársbrennu Umf. Smárans á laugardagskvöld kl. 20 í malarkrúsunum norðan við Laugaland. Eftir brennuna verður spilað bingó í Þelamerkurskóla. Nemendur fimmta og sjötta bekkjar skólans selja kaffi og kökur til fjáröflunar fyrir Reykjaferð....

Nýársmessu aflýst

Fyrirhugaðri messu í Möðruvallakirkju á nýársdag hefur verið aflýst vegna veðurs og slæmrar færðar. ...

Jólaball fellur niður

Fyrirhugaðri jólatrésskemmtun sem halda átti að Melum milli jóla og nýárs fellur niður að þessu sinni. ...

Fjárhagsáætlun 2013

Nýlega afgreiddi sveitarstjórn fjárhagsáætlun sveitarsjóðs og stofnana hans fyrir árið 2013. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að skatttekjur hækki um 5% milli ára og verði alls 378,1 millj. kr. Þjónustutekjur og endurgreiðslur eru áætlaðar 74,9 millj. kr. Tekjur eru þannig áætlaðar samtals 453,0 millj. kr. Gert er ráð fyrir að launakostnaður verði alls 195,1 millj. kr., vörukaup, þjónustukaup og ...

Minkur drepinn heima við bæ

Davíð Jónsson í Kjarna veiddi mink heima hjá sér, rétt við íbúðarhúsið. Talið er víst um sé að ræða dýr sem hefur sloppið úr búri í flutningum. Tilvikið hefur verið tilkynnt til Matvælastofnunar en undir hana heyra flutningar á dýrum. Um flutninga rándýra gilda strangar reglur sbr. reglugerð nr. 165/2007 og kann að vera að skaðabótaskylda hvíli á eiganda dýrsins.  ...

Tryppi í óskilum

Á Auðbrekku er tryppi í óskilum. Þetta er ca. 3 vetra brúnn hestur, ótaminn en ekkert mjög styggur.  Frekar stór, meðal fax.  Er örmerktur en örmerkið er ekki skráð.  Ef einhver kannast við þessa lýsingu skal haft samband við Bernharð Arnarson, s. 659 0578...

Jólaljósadagur í Þelamerkurskóla

Í fyrramálið, á þriðjudagsmorgun, um klukkan hálfníu fara krakkarnir úr Þelamerkurskóla upp í hlíðina fyrir ofan skólann og mynda slóð úr kertaljósum. Þetta er nokkurra ára gömul hefð og hefur myndast mjög skemmtileg stemming. Öllum er velkomið að slást í hópinn....

Föndurdagur í Þelamerkurskóla

Í dag var haldinn föndurdagur í Þelamerkurskóla. Nemendur, kennarar, foreldrar og systkin föndruðu saman og nutu veitinga í góðum félagsskap. Hér eru nokkrar myndir frá þessum skemmtilega degi. En hverjir eru mennirnir sem eru að stinga saman nefjum á myndinni? Smellið á myndina til að sjá þá í réttu ljósi....

Vísur leita höfundar

Þessar skemmtilegu vísur fundust hjá starfsmanni sem vann hjá Sparisjóði Glæsibæjarhrepps. Hún man ekki hver samdi þetta og þar sem höfundurinn hefur ekki kvittað fyrir skjalinu þá er ekki vitað hver orti svo skemmtilega. Sennilega hefur þetta verið einhver úr sveitinni. Kannast nokkur við kveðskapinn, rithöndina eða teikninguna sem fylgir?Vísurnar eru hér, en það má sjá ljósrit af handskrifaða bl...