Fréttir

Afmælishátíð Þelamerkurskóla

Þelamerkurskóli mun halda upp á 50 ára afmæli sitt 20. nóvember nk. Þann dag sem aðra daga mun skólinn iða af lífi og leik. Meginatriði dagskrárinnar eru:  Kl. 10:30-11:15 Hátíðarstund Kl. 11:15-12:15 Smiðjur Kl. 12:15-12:45 Vinaliðarnir stjórna útileikjum Kl. 13:15-15:15 Smiðjur Kl. 15:15-18:00 Skólinn opinn og leiðsögn um skólann í umsjón nemenda. Café Þeló opið frá kl. 11:15 – 18:00.&...

Þytur Þelamerkurskóla

Fréttabréf Þelamerkurskóla heitir Þytur. Það er rafrænt og sent til foreldra nemenda í gegnum Mentor. Einnig hægt að nálgast fréttabréfið á heimasíðu skólans og hér á heimasíðunni, sjá hér. Á þessu starfsári skólans verður hann 50 ára. Á sama tíma heldur Tónlistarskóli Eyjafjarðar upp á 25 ára afmæli sitt. Þann 20. nóvember nk. verður haldið upp á afmæli skólanna með ...

Kirkjukórinn á hádegistónleikum í Akureyrarkirkju

Á hádegistónleikum Tónlistarfélags Akureyrar, sem nefnast "föstudagsfreistingar", næsta föstudag (1. nóvember) syngur Kirkjukór Möðruvallaklaustursprestakalls. Tónleikarnir byrja kl. 12 í Akureyrarkirkju. Um hálftíma síðar verður súpa til reiðu í safnaðarheimilinu. Verðið á öllu saman er 2.500 kr....

Jarðhitarannsóknir á Laugareyri

Út er komin skýrsla um jarðhita og berglög við Laugareyri í Hörgárdal, sem er jarðhitastaður á eyrum Hörgár um 5 km innan við Staðarbakka sem er innsti bær í byggð í dalnum. Heitt vatn kemur upp á nokkrum stöðum á eyrinni. Hiti hefur mælst hæst um og yfir 50°C á áreyrinni og er víða um og yfir 30°C í jarðvegi. Meðal niðurstaðna skýrslunnar eru: 1) Jarðlögin eru líklega um 9,5 milljón ára gö...

Leiðarþing í Hlíðarbæ

Næsta laugardag, 12. október kl. 11-16, stendur Menningarráð Eyþings fyrir Leiðarþingi í Hlíðarbæ. Markmið með Leiðarþinginu er að leiða saman fólk og hugmyndir á forsendum sköpunar. Fólk sem tengist menningarstarfi á starfssvæði Menningarráðs Eyþings hefur kallað eftir vettvangi þar sem hægt er að kynnst áhugaverðum hugmyndum og skiptast á skoðunum um menningarmál á svæðinu. Þingið er liður ...

Samþykkt um búfjárhald

Samþykkt um búfjárhald, sem unnið var að á árinu 2012, hefur tekið gildi með birtingu í Stjórnartíðindum. Helstu atriði hennar eru: Búfjárhald í þéttbýli er almennt óheimilt, en sveitarstjórn er þó heimilt að veita þar leyfi fyrir kanínu- og alifuglahaldi, þó ekki karlkyns alifuglum.  Þeir sem hyggjast afla slíks leyfis skulu gera það innan tveggja...

Vinaliðar í Þelamerkurskóla

Fyrstu Vinaliðar í Þelamerkurskóla eru: Elís Freyr, Anna Ágústa, Máni Freyr, Sunneva, Hildur Helga, Benedikt Sölvi, Eyrún Lilja og Kara Hildur. Vinaliðaverkefnið hefur það að markmiði að stuðla að fjölbreyttum leikjum í frímínútum, leggja grunn sem gerir nemendum kleift að tengjast sterkum vinaböndum, minnka togstreitu milli nemenda og hampa góðum gildum, svo sem vináttu, virðingu o...

Helgi Pétur setti Íslandsmet

Á aldursflokkamóti UMSE í byrjun mánaðarins setti Helgi Pétur Davíðsson í Kjarna Íslandsmet í 60 m grindahlaupi í flokki 13 ára stráka. Hann, sem í umf. Smáranum, fékk tímann 9,89 sek. Mótið var jafnframt stigakeppni aðildarfélaga UMSE. Umf. Smárinn varð þar í öðru sæti með 210,5 stig. Samherjar urðu í fyrsta sæti með 276 stig. Um 120 keppendur frá 9 félögum voru skráðir til le...

Starfsmenn láta af störfum

Um síðastliðin mánaðamót var starf menningar- og atvinnumálafulltrúa hjá Hörgársveit lagt niður. Starfinu gegndi Skúli Gautason. Í dag lauk starfstíma Hjalti Jóhannessonar á skrifstofu Hörgársveitar, en undanfarna mánuði hefur hann gegnt starfi sveitarstjóra í forföllum Guðmundar Sigvaldasonar. Skúla og Hjalta eru þökkuð störf þeirra í þágu sveitarfélagsins, sem þeir ...

Fyrirmyndir

Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út bókina Fyrirmyndir sem er sjálfsævisaga Bjarna E. Guðleifssonar, náttúrufræðings á Möðruvöllum.  Þetta er óvenjuleg ævisaga, stutt og myndalaus og sagt er meira frá fyrirmyndum Bjarna en honum sjálfum. Bókin er 80 bls. að lengd og kostar kr. 1.500. Hún er meðal annars til sölu hjá höfundi,  í Bókabúðum Eymundsson og hana má einnig panta hjá Bókaútgáfunni ...