Fyrirmyndir
01.09.2013
Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út bókina Fyrirmyndir sem er sjálfsævisaga Bjarna E. Guðleifssonar, náttúrufræðings á Möðruvöllum. Þetta er óvenjuleg ævisaga, stutt og myndalaus og sagt er meira frá fyrirmyndum Bjarna en honum sjálfum. Bókin er 80 bls. að lengd og kostar kr. 1.500. Hún er meðal annars til sölu hjá höfundi, í Bókabúðum Eymundsson og hana má einnig panta hjá Bókaútgáfunni Hólum í síma 587-2619 eða með því að senda póst á: holar@holabok og taka þá fram hvert eigi að senda bókina.