Fréttir

Friðarhlaupið um Hörgársveit

Friðarhlaupið (Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run) er alþjóðlegt kyndilboðhlaup. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli. Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum byggðarlaga í yfir hundrað löndum. Hlaupið verður um Hörgársveit á mánudaginn 1. júlí. Hlaupararnir koma frá Akureyri um kl. 11:30 ...

Fífilbrekkuhátíð að Hrauni

Sunnudaginn 16. júní verður árleg Fífilbrekkuhátíð haldin að Hrauni í Öxnadal. Hátíðin hefst með göngu frá Hrauni að Hraunsvatni og til baka. Lagt af stað kl. 9:00 frá Hrauni.  Að lokinni göngu, klukkan 14:00, hefst hátíðardagskrá sem tileinkuð er Jónasi Hallgrímssyni þar sem Kirkjukór Möðruvallaklausturssóknar syngur nokkur lög við ljóð Jónasar og félagar úr Leikfélagi Hörgdæla lesa úr ...

Afmæli Hörgársveitar

Afmælisdagur Hörgársveitar er 12. júní. Íbúar eru hvattir til að flagga í tilefni dagsins. Á afmælisdaginn heldur Kirkjukór Möðruvallaklausturssóknar tónleika í hlöðunni að Stóra-Dunhaga í samstarfi við Leikfélag Hörgdæla. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 ...

Kórtónleikar

Kór Möðruvallaklausturprestakalls heldur í samvinnu við Leikfélag Hörgdæla tónleika við ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi og Jónasar Hallgrímssonar frá Hrauni í Öxnadal.  Frumflutt verða þrjú ný lög eftir tónskáldin Sigrúnu Mögnu Þórsteinsdóttur, Daníel Þorsteinsson og Guðmund Óla Gunnarsson Kórstjóri er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir Miðvikudaginn 12. júní kl. 20:00 í hlöðunni að Stóra...

Samkoma á Möðruvöllum

Í gær var samverukvöldstund á Möðruvöllum vegna kalskemmda í kjölfar hins langa veturs og heylítils sumars þar á undan. Bjarni Guðleifsson reifaði fyrri kalár með gamansömum hætti, Doddi í Þríhyrningi rifjaði upp störf sín sem forðagæslumaður, sagði frá þeim aðferðum sem beitt var þegar tún kól fyrir hálfri öld og fór yfir sjúkrasögu nokkurra þeirra sem lágu með ...

Samkoma á Möðruvöllum

Í Sveitungar hafa margir hverjir verulegar áhyggjur vegna mikils kals, mikillar vinnu við endurræktun og mikils kostnaðar sem því fylgir. Þetta bætist ofaná langan og strangan vetur, heyleysi og heykaup, þannig að  það er full ástæða til að boða til samveru til að létta aðeins á sálartetrinu og hvetja menn  til dáða. Samverustund verður að  Möðruvöllum fimmtudagskvöldið 6. júní...

Gamli bærinn í Laufási opinn

Gamli bærinn í Laufási verður opinn í sumar frá kl. 9-17. Þar er hægt að kynnast húsakosti og heimilislíf frá því um 1900.  Gamli bærinn í Laufási er um 30 km austan Akureyrar. Sunnudaginn 2. júní kl. 14-16 verður handverksfólk úr Handraðanum að störfum í bænum. Pólarhestar leyfa yngstu gestunum að bregða sér á bak og teyma undir. ...

Sumarnámskeið á Álfasteini

Leikskólann Álfastein býður upp á sumarnámskeið/ dvöl fyrir 1 – 4 bekk.  boðið er upp á tvö tímabil, annars vegar 18 – 28 júní og 12 – 22 ágúst.  Hægt er að velja bæði tímabilin eða bara annað eftir því hvað hentar hverjum og einum.  Ýmislegt verður í boði fyrir börnin eins og t.d. smíða, skógarferð, lystigarðsferð, ýmis listavinna, ferð í sundlaugargar...

Sumarstörf fyrir námsmenn

Hörgársveit getur boðið nokkrum námsmönnum vinnu í sumar við ýmiskonar viðhald og smærri verkefni. Þessi störf eru eingöngu ætluð námsmönnum sem eru á milli anna. Umsækjendur þurfa að verða 18 ára á árinu 2013. Umsóknir með nafni og kennitölu sendist á netfangið jonni@horgarsveit.is fyrir 24. maí....

Eyfirski safnadagurinn vel sóttur

Það voru margir sem gerðu sér glaðan dag, síðastliðinn laugardag, þegar Eyfirski safnadagurinn var haldinn í sjöunda sinn.  Söfnin fengu hátt í 3.000 heimsóknir.  Það er því greinilegt að íbúar í Eyjafirði og ferðafólk kann vel að meta það að geta farið á milli forvitnilegra og fróðlegra safna í Eyjafirði.  Sögulegt fólk var þema dagsins, Vilhelmína Lever, Arthur Gook, Sverrir...