Fréttir

Tilboð opnuð

Í dag voru opnuð tilboð í endurbætur í Þelamerkurskóla, þ.e. stækkun anddyris, endurgerð á tveimur kennslustofum o.fl. Tvö tilboð bárust í verkið, frá Bjálkanum og flísinni ehf. að upphæð 61,1 millj. kr. og frá ÁK-smíði ehf. að upphæð 75,8 millj. kr. Kostnaðaráætlun er 58,0 millj. kr. Tilboðin verða yfirfarin af hönnuðum og að því loknu lögð fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu....

Friðlýsing á hluta jarðarinnar Hóla

Umhverfisstofnun, Hörgársveit og landeigendur jarðarinnar Hóla hafa undanfarið unnið að undirbúningi að friðlýsingu hluta jarðarinnar Hóla í Öxnadal sem friðlands og hefur tillaga að friðlýsingsarskilmálum verið auglýst til kynningar. Í tillögunni kemur fram að lagt er til að friðlýsingin nái til Hólahóla og Hóladals. Hólahólar eru hluti mikils berghlaups fyrir miðjum Öxnadal sem er bæði...

Um skipan skólamála

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að gerð yfirlits yfir kosti og galla á breyttri skipan skólamála í sveitarfélaginu, s.s. að reka grunnskóla og leikskóla í einni stofnun og/eða samnýta húsnæði fyrir bæði skólastigin. Í yfirlitinu er gerð grein fyrir þremur valkostum í þessum efnum, í fyrsta lagi að mynduð verði ný fræðslustofnun með tveimur deildum í húsnæði Þelamerkurskóla, í öðru la...

Útboð á endurbótum í Þelamerkurskóla

Auglýst hefur verið eftir tilboðum í stækkun anddyris og fleiri endurbætur í Þelamerkurskóla. Fyrir utan viðbyggingu við anddyri skólans felst í útboðinu múrbrot og steypusögun vegna uppsetningu lyftu, endurnýjun tveggja kennslustofa í A-álmu og uppsteypu á nýjum tröppum og rampi að nýjum inngangi. Innifalið er endurnýjun lagnakerfa á þeim svæðum sem verða endurnýjuð. Gert er ráð fy...

Svæðisskipulag Eyjafjarðar tekur gildi

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar hefur á undanförnum árum unnið að gerð nýs svæðisskipulags. Nefndin hóf í byrjun ársins 2013 kynningu á tillögu að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012–2024 í samræmi við verklagsreglur í skipulagslögum nr. 123/2010. Kynningarferlinu lauk í lok árs með því að öll aðildarsveitarfélög skipulagsins sem eru Grýtubakkahreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Eyjafjarðar...

Verksmiðjan tilnefnd til Eyrarrósarinnar

Verksmiðjan á Hjalteyri er tilnefnd til Eyrarrósarinnar, sem er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Áhöfnin á Húna og Skrímslasetrið á Bíldudal eru líka tilnefnd. Eyrarrós verður afhent einhverjum ofangreindra aðila laugardaginn 15. febrúar nk. í menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði. Sá aðili sem fær Eyrarrósina fær verðlaunafé að f...

Kelikompan fékk styrk

Tómstundaaðstaðan í Kelikompunni fékk í síðustu viku styrk frá Norðurorku hf., ásamt fleiri samfélagsverkefnum. Styrkurinn sem Kelikompan fékk er 150 þús. kr.  Samtals voru veittir styrkir að fjárhæð 4.825.000 kr. til 34 verkefna. Á myndinni sést Sigríður Guðmundsdóttir taka við styrknum úr hendi Helga Jóhannessonar, forstjóra....

Sameining prestakalla

Biskup Íslands hefur lagt til að Möðruvallaklaustursprestakall, Hríseyjarprestakall og Dalvíkurprestakall renni saman í eitt prestakall, þar sem starfi tveir prestar, annar búsettur á Dalvík og hinn á Möðruvöllum. Boðað er til safnaðarfundar í Möðruvallaklausturssókn til að ræða þessa tillögu fimmtudagskvöldið 16. janúar kl. 20:30 að Möðruvöllum. Biskup óskar eftir umsögn safna...

Breytingar á leiðarkerfi Strætó

Nokkrar breytingar voru gerðar á vetraráætlun Strætó fyrir Norður- og Norðausturland þann 5. janúar. Leið 78 ekur nú korteri síðar frá Akureyri en áður, en með því er komið til móts við óskir háskólafólks. Þá ekur leið 56 nú fjóra daga vikunnar og leið 79 þrisvar á dag, sjá nánar hér.  ...

Sundkort

Á árinu 2014 eiga þeir sem þá eiga lögheimili í Hörgársveit kost á að fá afhent án endurgjalds sundkort, sem gildir í Jónasarlaug á Þelamörk. Sundkortin gilda frá afhendingardegi til og með 31. desember 2014. Sundkortin eru afhent á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.  ...