Aðalsafnaðarfundur Möðruvallaklausturssóknar, sem vera átti þann 8. apríl nk., er frestað um hálfan mánuð, til kl. 20:00 þriðjudagskvöldið 22. apríl nk....
Árleg fjölskylduferð Smárans á Þverbrekkuvatn í Öxnadal með dorgi, sleðum og fleira skemmtilegu, er fyrirhuguð á sunnudaginn 30. mars nk. Mæting er við Háls kl. 10:30. Munið að taka með ykkur nesti. Allir velkomnir. Ef eitthvað er óljóst með veður eða eitthvað annað þá hafið samband við Árna í Dunhaga í síma 866 7501. Á myndinni er hópurinn sem fór í fjölskylduferðina í fyrra, alls um 50 mann...
Fræðslukvöldi Kelikompunnar um sáningu og ræktun, sem vera átti í kvöld, 25. mars, hefur verið frestað um eina viku. Fræðslukvöldið verður þriðjudaginn 1. apríl kl. 20:00 í gróðurhúsunum á bak við Gömlu gróðrarstöðina við Krókeyri á Akureyri. Jóhann Thorarensen, garðyrkjufræðingur, leiðbeinir. ...
Ársþing UMSE var haldið að Rimum í Svarfaðardal 13. mars 2014. Á þinginu var að venju veittur Félagsmálabikar UMSE. Bikarinn er veittur af stjórn til þess félags sem talið er hafa staðið sig hvað best varðandi innra starfi félagsins, bæði varðandi íþróttastarf og almennt félagsstarf. Að þessu sinni hlaut Umf. Smárinn bikarinn og tók formaður félagsins, Jónína Garðarsdóttir, við viðurkenningu...
Í dag voru opnuð tilboð í endurbætur í Þelamerkurskóla, þ.e. stækkun anddyris, endurgerð á tveimur kennslustofum o.fl. Tvö tilboð bárust í verkið, frá Bjálkanum og flísinni ehf. að upphæð 61,1 millj. kr. og frá ÁK-smíði ehf. að upphæð 75,8 millj. kr. Kostnaðaráætlun er 58,0 millj. kr. Tilboðin verða yfirfarin af hönnuðum og að því loknu lögð fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu....
Umhverfisstofnun, Hörgársveit og landeigendur jarðarinnar Hóla hafa undanfarið unnið að undirbúningi að friðlýsingu hluta jarðarinnar Hóla í Öxnadal sem friðlands og hefur tillaga að friðlýsingsarskilmálum verið auglýst til kynningar. Í tillögunni kemur fram að lagt er til að friðlýsingin nái til Hólahóla og Hóladals. Hólahólar eru hluti mikils berghlaups fyrir miðjum Öxnadal sem er bæði...
Undanfarnar vikur hefur verið unnið að gerð yfirlits yfir kosti og galla á breyttri skipan skólamála í sveitarfélaginu, s.s. að reka grunnskóla og leikskóla í einni stofnun og/eða samnýta húsnæði fyrir bæði skólastigin. Í yfirlitinu er gerð grein fyrir þremur valkostum í þessum efnum, í fyrsta lagi að mynduð verði ný fræðslustofnun með tveimur deildum í húsnæði Þelamerkurskóla, í öðru la...
Auglýst hefur verið eftir tilboðum í stækkun anddyris og fleiri endurbætur í Þelamerkurskóla. Fyrir utan viðbyggingu við anddyri skólans felst í útboðinu múrbrot og steypusögun vegna uppsetningu lyftu, endurnýjun tveggja kennslustofa í A-álmu og uppsteypu á nýjum tröppum og rampi að nýjum inngangi. Innifalið er endurnýjun lagnakerfa á þeim svæðum sem verða endurnýjuð. Gert er ráð fy...
Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar hefur á undanförnum árum unnið að gerð nýs svæðisskipulags. Nefndin hóf í byrjun ársins 2013 kynningu á tillögu að Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 20122024 í samræmi við verklagsreglur í skipulagslögum nr. 123/2010. Kynningarferlinu lauk í lok árs með því að öll aðildarsveitarfélög skipulagsins sem eru Grýtubakkahreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Eyjafjarðar...
Verksmiðjan á Hjalteyri er tilnefnd til Eyrarrósarinnar, sem er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Áhöfnin á Húna og Skrímslasetrið á Bíldudal eru líka tilnefnd. Eyrarrós verður afhent einhverjum ofangreindra aðila laugardaginn 15. febrúar nk. í menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði. Sá aðili sem fær Eyrarrósina fær verðlaunafé að f...