Fréttir

Fjárhagsáætlun 2015

Sveitarstjórnin hefur samþykkt fjárhagsáætlun sveitarsjóðs fyrir árið 2015. Hún gerir ráð fyrir að skatttekjur á árinu verði 371,9 millj. kr. Rekstrarkostnaður, að frádregnum þjónustutekjum, er áætlaður 363,3 millj. kr. þannig að áætlaður rekstrarafgangur er 8,6 millj. kr. og áætlað er að veltufé frá rekstri árinu verði 37,7 millj. kr. Í áætluninni er gert ráð fyrir endurbótum á húsnæði Þ...

Jólaskemmtun frestað

Jólaskemmtuninni sem vera átti í Hlíðarbæ í dag, hefur verið frestað til kl. 15:30 þriðjudaginn 30. desember. ...

Jólakveðja

Sveitarstjórnin í Hörgársveit óskar íbúum sveitarfélagsins, starfsmönnum þess og landsmönnum öllum gleði og friðar á jólum og farsældar á nýju ári með þökk fyrir árið sem er að líða....

Ólafarhús á Hlöðum, jólamarkaður

Jólamarkaður verður haldinn í Ólafarhúsi á Hlöðum laugardaginn 22. nóvember kl. 13 - 16. Í boði verður handverk og fleira girnilegt. Hlaðir er 12 km norðan Akureyrar og ef keyrt er þaðan er beygt til hægri áður en farið er yfir Hörgárbrú. Um er að ræða húsið sem Ólöf skáldkona Sigurðardóttur bjó í. Hún kenndi sig við Hlaði og var því þekkt sem Ólöf frá Hlöðum....

7. bekkur í Þelamerkurskóla vann

Úrslit liggja fyrir í "landsleiknum "Allir lesa". Í skólaflokki með 10-29 liðsmenn sigraði 7. bekkur í Þelamerkurskóla. Að meðaltali las hver liðsmaður í 1 sólarhring, 21 klst. og 49 mínútur. Í 7. bekk í Þelamerkurskóla eru Alma, Anna Ágústa, Arna Sóley, Bjarni Ísak, Egill Már, Elís Freyr, Jósavin Heiðmann, Karen Rut, Sigrún Edda og Sunneva. Í opnum flokki vann hópurinn "Láki og félagar"...

Dagur íslenskrar tungu

Á sunnudaginn, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar frá Hrauni, verður haldið upp á "Dag íslenskrar tungu" á Akureyri og í Reykjavík.  Á Akureyri verður dagskrá í hátíðarsal Háskólans (N-1), sem byrjar kl. 14:00. Þar mun m.a. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur flytja erindi og Orri Harðarson rithöfundur lesa úr nýrri bók sinni Stundarfró. Michael J. Clarke syngur við undirle...

Fiskvinnsla aftur á Hjalteyri

Innan skamms fer ný fiskvinnsla í gang á Hjalteyri. Arcticus Sea Products er norðlenskt fiskafurðafyrirtæki sem hefur undanfarin 2 ár þróað á Akranesi nýja aðferð við að búa til bitaharðfisk. Eftir að þeirri vinnu lauk ákváðu forsvarsmenn fyrirtækisins, Steingrímur Magnúson og Rúnar Friðriksson, að setja upp verksmiðju þess á Hjalteyri og eftir nokkra daga mun framleiðsla&...

Nýtt anddyri Þelamerkurskóla tekið í notkun

Nýtt anddyri hefur verið tekið í notkun í Þelamerkurskóla. Framkvæmdir við það hófust í byrjun apríl sl. Samhliða byggingu anddyrisins var syðri hluti A-álmu skólans endurnýjuð að innan, þ.e. gerður nýr innveggur milli kennslustofa og gangs, settir nýir gluggar, nýtt gólfefni og ný loftklæðning. Þá hefur lyftu verið komið upp í skólanum. Gert er ráð fyrir að ýmsum frágangi vegna framkvæm...

Samstarfsaðili óskast

Auglýst hefur verið eftir samstarfsaðila um breytta nýtingu á heimavistarálmu Þelamerkurskóla. Um er að ræða alls um 1.140 m2 gólfflöt, þ.m.t. þrjár íbúðir. Ýmsir möguleikar eru fyrir hendi í þessu sambandi, s.s. að breyta allri álmunni í íbúðir, nýta hana fyrir ferðaþjónustu o.s.frv. Óskað er eftir að þeir sem kunna að vera áhugasamir um þetta mál láti skrifstofu sveitarfélagsins vita s...

Lagning ljósleiðara í gangi

Lagning ljósleiðara um sveitarfélagið er gangi. Tengir hf. á Akureyri gerði samning við sveitarfélagið um stuðning við verkefnið, þannig að á þremur árum væri unnt að leggja ljósleiðara að öllum húsum í því. Búið er að leggja stofnlagnir í alla áfanga sem áætlaðir voru á þessu ári og verið er að vinna í að leggja heimtaugar. Áætlað er að fyrstu notendur verði tengdir við ljósleiðaranetið...