Fréttir

Álftasteinn 20 ára

Ágætu sveitungar Leikskólinn Álfasteinn verður 20 ára þann 5. júní nk. og af því tilefni viljum við bjóða öllum sveitungum í afmælisveislu milli kl. 10:00 og 12:00 þann dag. Með bestu kveðju og von um að sjá sem flesta Starfsfólk og börn á Álfasteini ...

Aðalfundur Sögufélags Hörgársveitar

Aðalfundur Sögufélags Hörgársveitar verður haldinn í Leikhúsinu á Möðruvöllum föstudagskvöldið 12.  júní næstkomandi klukkan 20:00. Venjuleg aðalfundarstörf og að sjálfsögðu kaffi. Félagsmenn hvattir til að mæta og nýjir félagar velkomnir. Stjórnin. ...

Gámasvæðið Akureyri

Þann 8. júní 2015 verða breytingar gerðar á Gámasvæðinu við Réttarhvamm á Akureyri. Notendur munu þurfa klippikort til að komast inn á Gámasvæðið og munu þeir sem greiða sorphirðugjald (greiða sérstakt sorphirðugjald samkv. gjaldskrá) á Akureyri 2015 fá sent eitt kort.  Þeir sem ekki greiða sorphirðugjald á Akureyri geta keypt kort á Gámasvæðinu eða í þjónustuveri Akureyrarbæjar. Nauðsynlegt...

Nýtt hefti af Heimaslóð

Nýlega kom út 12. hefti Heimaslóðar, sem nú hefur undirtitilinn Árbók Hörgársveitar. Efni ritsins er fjölbreytt, skrifað bæði af heimamönnum, brottfluttum íbúum og utansveitamönnum. Þeir sem vilja gerast áskrifendur að Heimaslóð geta sent tölvupóst til Seselíu Gunnarsdóttur silla2911@gmail.com...

Umhverfisverðlaun í Hörgársveit

Skipulags- og umhverfisnefnd ákvað á fundi sínum í janúar að veita Skógarhlíð 39 á Lónsbakka umhverfisverðlaun fyrir árið 2014. Það var mat nefndarinnar að eigendurnir, Unnar Eiríksson og Guðný Fjóla Árnmarsdóttir, hafi verið öðrum húseigendum í sveitarfélaginu til eftirbreytni hvað varðar umgengni, snyrtimennsku og fallega ásýnd íbúðarhúss og lóðar. Jafnframt ákvað n...

Skýrsla um efnistöku úr Hörgá

Frummatsskýrsla um efnistöku í Hörgá er nú til umfjöllunar hjá Skipulagsstofnun, sbr. lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Auglýsingu um það er að finna á vef stofnunarinnar, smella hér. Þá liggur skýrslan liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins....

Snorri næsti sveitarstjóri

Snorri Finnlaugsson, fjármálastjóri Steypustöðvarinnar ehf. í Reykjavík, hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Hörgársveit í stað Guðmundar Sigvaldasonar sem sagði starfi sínu lausu í desember sl. Snorri er fæddur 1960. Hann er giftur Sigríði Birgisdóttur, þau eru nú búsett í Hveragerði. Snorri mun hefja störf um mánaðamótin apríl/maí nk. Aðkoma hans að sveitarstjórnarmálum á undanför...

Sögufélagið fékk styrk frá Norðurorku

Í síðustu viku var úthlutað styrkjum Norðurorku hf. til samfélagsverkefna.  Alls hlutu 35 verkefni styrki að þessu sinni.  Heildarfjárhæð styrkja var um fimm milljónir króna. Meðal þeirra sem hlutu styrk var Sögufélag Hörgársveitar, sem hlaut styrkinn til útgáfu á Heimaslóð, sem er ársrit sveitarfélagsins. Ársritið hefur komið út undanfarna áratugi, alls 11 sinnum. Stefnt er að...

Hver verður íþróttamaður UMSE 2014?

Kjör íþróttamanns UMSE fer fram að Rimum í Svarfaðardal næsta fimmtudag, 22. janúar, kl. 18:00. Árið 2014 var gott íþróttaár á starfssvæði UMSE og munu um fimmtíu einstaklingar fá viðurkenningu að þessu sinni. Hápunkturinn að venju verður svo lýsing á kjöri íþróttamanns UMSE 2014. Tíu einstaklingar eru í kjörinu að þessu sinni, en það eru í stafrófsröð: Andrea Björk Birkisdóttir, Skíðamaður UMSE 2...

Sveitarstjóri segir starfi lausu

Á síðasta fundi sveitarstjórnar var lagt fram bréf frá Guðmundi Sigvaldasyni, þar sem hann segir lausu starfi sínu sem sveitarstjóri. Á fundinum var oddvita veitt umboð til að undirbúa ráðningu eftirmanns Guðmundar. Hann hefur verið sveitarstjóri frá árinu 2010, þegar sveitarfélagið varð til með sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar. Þar á undan var hann sveitarstjóri í síðarnefnda sveit...